Andleg ruslafata

Lí­f mitt var ekkert nema skáldskapur, dans eftir undarlegu lagi sem enginn heyrði nema ég, dagarnir mínir, stuttir og langir, vísur orð sem rímuðu ekki.

föstudagur, febrúar 15, 2008

Karfan

Óskaplega merkilegar tær! Margar á hvorum fæti! Smakkast ljómandi, takk amma. " Sagði Heiðrún Björg við ömmu sína og brosti blíðlega"
Ójá og sei sei, ég dossa, sletti í góm og slæ mér á lær. Gaman í Hólminum.


Afi heillar dömurnar eins og fyrri daginn, mikið öryggi í þessum faðmi. Enda flottur afi.



Vedderinn lét ekki sitt eftir liggja skreið í fang afagösla. Enda færðist hann niður á vinsældarlistanum þegar heimasætan kom í heiminn.

Foreldrarnir eru stoltir og stilltu sér upp til myndatöku.

Við fórum síðan öll saman á körfuboltaleik, pabbinn að spila og hinir í klappliðinu. Við unnum leikinn og svo hélt hver og einn til síns heima. Skemmtilegur dagur, enda heillar hólmurinn.


Með hækkandi sól og komandi kreppu höfum við systur ákveðið að safna upplýsingum, hagnýtum, sem koma sér vel í kreppu. Dóttirin vildi nú kalla bókina " Hagnýt ráð á erfiðum tímum" en það er svo ráðsett nafn.----------Við systurnar erum allt annað en ráðsettar.

Bókin verður kaflaskipt eins og gæðabækur eru. Og undirkaflar eftir hendinni.

Dæmi:

Að elda úr engu. (Kaflaheiti)
Súpur (Undirkafli)
  1. Naglasúpa
  2. Hversdagssúpa
  3. Kartöflusúpa
  4. Sunnudagssúpa
  5. Yndi húsmóðurinnar
  6. Uppáhald pabbans
  7. Norðlensk sæla

Og annað dæmi:

Fatnaður (Kaflaheiti)

Sokkar (undirkafli)

  1. Að stoppa í sokka
  2. Að bæta sokka
  3. Að skeyta saman nýtanlegum sokkaplöggum
  4. Að prjóna sokka
  5. Að sauma sokka
  6. Að endurnýta sokkaplöggin þegar þau eru ekki lengur nothæf sem sokkar.

Sokkabuxur(undirkafli)

Já kaflarnir verða margir og ýtarlegir, ekkert undanskilið. Sérstaklega verður fjallað um hvernig bæta má sængurver, lök og þessháttar án þess að það komi niður á gæðum og útliti.

Ég veit að okkur gengur vel enda hæfileikaríkar systur. En alltaf má á sig blómum bæta svo ef einhver lumar á hagnýtu kreppuráði, þá bara senda inn.

Guð hefur gefið okkur góðan dag, svo njótum hans.













Það er gott að vera til. Kveikjum á kerti

1 Comments:

  • Hæ Hafdís, langt síðan ég hef kíkt:) en til hamingu með nýju barnabörnin:) dásamlega falleg enda ekki við öðru að búast!

    Líst vel á bókina sem þið systur ætlið að skrifa.
    kv.Ásdís
    ps. er líka byrjuð að blogga eins og þú híhí og þú mátt kíkja ef þú vilt:) asdis71.blog.is og lykilorðið er nafnið á systir minni sem var með Hlyni í bekk:)

    By Anonymous Nafnlaus, at 12:01 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home


Vorið kemur með von til mí­n.
 
Sign my Guestbook from Bravenet.com Get your Free Guestbook from Bravenet.com