Andleg ruslafata

Lí­f mitt var ekkert nema skáldskapur, dans eftir undarlegu lagi sem enginn heyrði nema ég, dagarnir mínir, stuttir og langir, vísur orð sem rímuðu ekki.

sunnudagur, febrúar 17, 2008

Kreppan

Yfirvofandi kreppa og kreppuráðin eru mér hugleikin, sparnaður og aðhaldssemi. Útsjónasemi og endurnýting. Endurvinnsla -- endurnýting. Nýtni og vinnusemi. Fara vel með.

Eftirfarandi er úr kaflanum um föt.

Fatnaður: Hér á landi er brýn þörf fyrir fatnað, sökum veðurfars einna helst og svo án efa siðsemi.
Fötin sem við eru hætt að nota á að gefa áfram ef þau eru nothæf. Þau sem eru ekki nothæf okkur og ekki öðrum á að nýta í annað ekki henda. Það ber að:
  1. Skoða vel hreina flíkina.
  2. Taka allar tölur af og setja í tölubox, tölubox/tölukrukku/töludós þarf ekki að kaupa við notum ílát sem búið er að tæma svo sem sultukrukku eða dósir undan skyri.
  3. Taka rennilás af hann er og setja í rennilásaboxið.
  4. Spretta flíkinni sundur.
  5. Strauja út sauma.
  6. Efnið tilbúið til notkunar þegar á þarf að halda.
  7. Sauma má nýja flík.
  8. Nota má efnið í bætur á aðra flík.
  9. Eftir efnisgerð má til að mynda búa til afþurrkunarklúta.
  10. Bekkjarýjur.
  11. Kaffipoka.
  12. Ef efnið er fullnýtt, það er búið að endurvinna það eins og hægt er þá er enn engin þörf á að henda.
  13. Klippa má efnisafganga niður í ræmur og hekla til dæmis mottur.
  14. Svo í lokin má tæta efnið niður og nota í bólstrun.

Nú allt ofangreint krefst þess að við höfum tíma í sýslið en engar áhyggjur þarf að hafa honum, enga atvinnu er að fá hvort eða er.

Nýtum og njótum þess að vera til.

Það er gott að vera til. Kveikjum á kerti

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home


Vorið kemur með von til mí­n.
 
Sign my Guestbook from Bravenet.com Get your Free Guestbook from Bravenet.com