Andleg ruslafata

Lí­f mitt var ekkert nema skáldskapur, dans eftir undarlegu lagi sem enginn heyrði nema ég, dagarnir mínir, stuttir og langir, vísur orð sem rímuðu ekki.

föstudagur, febrúar 22, 2008

Kreppugrautur

Minn uppáhaldsgrautur er hafragrautur. Nú í dag þegar ég ræð, vel ég á stundum hafragraut elda hann handa okkur elskendunum í Borgarnes. Og er elskuð meira fyrir vikið.
Hafragrautur var daglegt brauð í uppeldinu og einatt hræringur. Ég hét því að borða aldrei aldrei hafragraut þegar ég kæmist til vits og ára, stóð ekki og stend ekki við það fremur en marg annað.

Hafragrautur

Hafragrautur er spónamatur (Spónamatur er samheiti yfir graut, skyr, ábrysti, súpu og fleira sem hefð er fyrir að étið sé með skeð. Nafnið er dregið af því að áður en eiginlegar skeiðar bárust til Íslands, þá voru notaðir spænir í staðinn, eins konar skeiðar sem voru skornar út, gjarnan úr dýrahorni. Spónamatur var yfirleitt étinn úr öskum fyrr á tíð, en nú orðið hafa skálar tekið við.) eða grautartegund, uppskriftin er:

1 dl Hafragrjón
2 dl vatn
1/2 tsk salt

Aðferð

Öllu blandað saman í pott og soðið í nokkrar mínútur.

Svo má bragðbæta hann:

Hveitiklíð til að mýkja hann
Bananar
Sykur og kanil eða kanilsykur
Sulta
Fjallagrös
Mjólk eða skyr
Ávexti, rúsínur, bláber, epli o.s.frv. (oft er settur kanilsykur með eplum)

Gösli minn borða slátur með sínum graut bæði súr og nýtt. Mér finnast hinsvegar bananar unaðslegir út á grautinn.

Ódýrt hollt og næringarríkt kemur þar af leiðandi sterkt inn í kreppuna. Kannski verður bara engin kreppa ef við öll sem eitt förum að fara betur með allt sem við eigum.

Njótum hvers annars.

Það er gott að vera til. Kveikjum á kerti

6 Comments:

  • ummmm-ummmm good Oatmeal with slatur..that sounds good to me...thanks for the memory sis..

    By Anonymous Nafnlaus, at 9:08 e.h.  

  • ég er sammála þér með hafragrautinn. Mér finnst hann ómissandi leið að góðum degi.
    Ég óska ykkur öllum til hamingju með bikarinn. Stubburinn þinn er ansi líkur móðurinni, harður í vörninni, góður í sókninni og afbragðs stjórnandi!!!!
    bestu kveðjur

    By Anonymous Nafnlaus, at 6:54 e.h.  

  • þetta er nú sætt

    By Blogger Hafdís, at 9:51 f.h.  

  • Ég ELSKA hafragraut, set alltaf smá kanil út í og rúsínur:) namm!!!
    kv.Ásdís

    By Anonymous Nafnlaus, at 11:23 e.h.  

  • mm, þu verður að gera þennan graut fyrir mig einn daginn

    By Anonymous Nafnlaus, at 1:29 e.h.  

  • Er enn hafragrautur í matinn??:D
    kv.Ásdís:D

    By Anonymous Nafnlaus, at 5:29 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home


Vorið kemur með von til mí­n.
 
Sign my Guestbook from Bravenet.com Get your Free Guestbook from Bravenet.com