Kreppan góða
Ég elska tilhugsunina um kreppu.
Ein útgáfa ag kreppusúpu:
Súpupotturinn fylltur af vatni (fjórir lítrar eða svo)eða stóri potturinn á heimilinu. Og á eldavélina með greyið.
Meðan vatnið er að ná upp suðu, sting ég höfðinu inn í ísskáp og tíni út allt grænmeti sem ég á og tel henta í súpu, hreinsa og sker niður skelli svo í pottinn.
Laukur
Púrrulaukur
Paprika
Hvítkál
Gulrætur
Kartöflur
Tómatar
Meira fannst ekki í kæliskápnum á bænum.
Kíki í kryddskápinn - hum.........grænmetissteningur, salt, pipar, og svo eftir hvað mér líkar í hvert sinn.
Læt suðuna koma upp og svo mallar súpan á litlum hita svona í tvo tíma. Þá píska ég allt saman vandlega og komin er dýrindis súpa þykk og matarmikil. Þetta borðum við svo með gleði og ánægju með brauðinu sem ég bakaði meðan súpan sauð.
Njótum þess að borða og líka dagsins.
Ein útgáfa ag kreppusúpu:
Súpupotturinn fylltur af vatni (fjórir lítrar eða svo)eða stóri potturinn á heimilinu. Og á eldavélina með greyið.
Meðan vatnið er að ná upp suðu, sting ég höfðinu inn í ísskáp og tíni út allt grænmeti sem ég á og tel henta í súpu, hreinsa og sker niður skelli svo í pottinn.
Laukur
Púrrulaukur
Paprika
Hvítkál
Gulrætur
Kartöflur
Tómatar
Meira fannst ekki í kæliskápnum á bænum.
Kíki í kryddskápinn - hum.........grænmetissteningur, salt, pipar, og svo eftir hvað mér líkar í hvert sinn.
Læt suðuna koma upp og svo mallar súpan á litlum hita svona í tvo tíma. Þá píska ég allt saman vandlega og komin er dýrindis súpa þykk og matarmikil. Þetta borðum við svo með gleði og ánægju með brauðinu sem ég bakaði meðan súpan sauð.
Njótum þess að borða og líka dagsins.