Andleg ruslafata

Lí­f mitt var ekkert nema skáldskapur, dans eftir undarlegu lagi sem enginn heyrði nema ég, dagarnir mínir, stuttir og langir, vísur orð sem rímuðu ekki.

miðvikudagur, febrúar 20, 2008

Kreppan góða

Ég elska tilhugsunina um kreppu.

Ein útgáfa ag kreppusúpu:

Súpupotturinn fylltur af vatni (fjórir lítrar eða svo)eða stóri potturinn á heimilinu. Og á eldavélina með greyið.
Meðan vatnið er að ná upp suðu, sting ég höfðinu inn í ísskáp og tíni út allt grænmeti sem ég á og tel henta í súpu, hreinsa og sker niður skelli svo í pottinn.

Laukur
Púrrulaukur
Paprika
Hvítkál
Gulrætur
Kartöflur
Tómatar

Meira fannst ekki í kæliskápnum á bænum.
Kíki í kryddskápinn - hum.........grænmetissteningur, salt, pipar, og svo eftir hvað mér líkar í hvert sinn.

Læt suðuna koma upp og svo mallar súpan á litlum hita svona í tvo tíma. Þá píska ég allt saman vandlega og komin er dýrindis súpa þykk og matarmikil. Þetta borðum við svo með gleði og ánægju með brauðinu sem ég bakaði meðan súpan sauð.

Njótum þess að borða og líka dagsins.

Það er gott að vera til. Kveikjum á kerti

4 Comments:

  • Þetta eru nýtilegar upplýsingar hjá þér í kreppunni sem framundan er (eða svo segja bankamenn).

    Það má líka fara að leigja út á þessum krepputímum. Fólki á alveg að nægja að sofa 5 manna fjölskylda í einu herbergi, ekkert nema bruðl með fermetrana. Bankarnir eru hvort eð er farnir að loka á húsnæðislánin.

    Hafðu það sem best.
    Friggja

    By Anonymous Nafnlaus, at 5:26 e.h.  

  • Get ekki verið meira sammála. Kojur eru gulls í gildi. Lámark tveir í rúmi, ef þetta eru 90 cm rúm má sofa andfætis.
    Njóttu dagsins.

    By Anonymous Nafnlaus, at 5:32 e.h.  

  • Sæl Hafdís mín. Ég var svo glöð að sjá þig í gestabókinni minni. Fékk þessa adressu hjá Asdísi gömlum grundfirðingi. Við skvísurnar úr bekknum okkar í Grundarfirði erum nýfarnar að hittast og rifja upp gamlar minningar. Allar áttum við góðar minningar um frábæran kennara/manneskju hana Hafdísi Lilju. kveðja Fanney Magnúsd. Grundfirðingur með meiru

    By Anonymous Nafnlaus, at 6:16 e.h.  

  • Takk

    By Anonymous Nafnlaus, at 7:52 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home


Vorið kemur með von til mí­n.
 
Sign my Guestbook from Bravenet.com Get your Free Guestbook from Bravenet.com