Andleg ruslafata

Lí­f mitt var ekkert nema skáldskapur, dans eftir undarlegu lagi sem enginn heyrði nema ég, dagarnir mínir, stuttir og langir, vísur orð sem rímuðu ekki.

fimmtudagur, febrúar 21, 2008

Kreppa og hjal.

Kreppan, kreppan og kreppan.

Og þá er að segja upp öllum blöðum og tímaritum, öllum sjónvarpsáskriftum, hætta að leigja myndir út á vídeóleigu.
Hætta að kaupa dvd myndir, hætta að kaupa bækur.

Drífa sig á bókasafnið, þar eru dvd án endurgjalds, bækur og fleira fyrir ársgjald á kr. 1300.- fyrir fullorðna, þeir sem eiga börn eða gamalmenni að, nota kortin þeirra.

Dótla mín segir að bækur eigi ekki að vera einlesnar, látum bækurnar okkar ganga manna á milli.

Nú á bókasöfnum er horn fyrir gjafabækur, gefa og fá gefið. Umda.

Svo er hægt að koma sér upp ég lána þér og þú lánar mér kerfi kringum allt mögulegt.

Jæja eða taka upp á því að tala saman í stað þess að horfa á sjónvarp saman.

Telja saman hve sparnaðurinn er mikill á mánuði taka frá og setja peninginn undir koddann (í eitthvað brunahelt) ef bankarnir fara á hausinn og við töpum peninunum sem við eigum þar.

Töpum við ekki líka skuldunum?

Jæja, nú ætla ég að setja alla brauðafganga inn í ofn og þurrka þá, mylja síðan og þá á ég rasp. En endurnar svelta frá minni hálfu þessa vikuna. Jæja ekki hægt að gera öllum til geðs.

Njótum dagsins.

Það er gott að vera til. Kveikjum á kerti

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home


Vorið kemur með von til mí­n.
 
Sign my Guestbook from Bravenet.com Get your Free Guestbook from Bravenet.com