Andleg ruslafata

Lí­f mitt var ekkert nema skáldskapur, dans eftir undarlegu lagi sem enginn heyrði nema ég, dagarnir mínir, stuttir og langir, vísur orð sem rímuðu ekki.

föstudagur, mars 21, 2008

Föstudagurinn langi

byrjaði snemma og við sátum í friði og ást yfir kaffibolla ég og maðurinn sem ég elska. Hann hefur ekkert dansað við mig í morgun en vísur og ljóðabrot hlýjað mér. Það er gott að eldast og elska laus við amstur og áhyggjur.

Við förum bæði að vinna í dag, eins og það séu fréttir á þessum bæ.

Okkar tími mun koma í auðnuleysi, leti og ljóðagerð. Við erum góð saman.

Njótum hvers annars.

Það er gott að vera til. Kveikjum á kerti

1 Comments:

  • Eigið góða páska!!!
    kv.Ásdís

    By Anonymous Nafnlaus, at 8:54 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home


Vorið kemur með von til mí­n.
 
Sign my Guestbook from Bravenet.com Get your Free Guestbook from Bravenet.com