Andleg ruslafata

Lí­f mitt var ekkert nema skáldskapur, dans eftir undarlegu lagi sem enginn heyrði nema ég, dagarnir mínir, stuttir og langir, vísur orð sem rímuðu ekki.

þriðjudagur, apríl 22, 2008

Skoðanir og reynsla annara.

Ég þessi fallega kona dunda mér á stundum við að skruna á netinu. Finn þar margt og mikið af efni. Stundum les ég, stundum skanna ég, stundum fletti ég hratt.
Ég rakst á eftirfarandi síðu á dögunum:

www.123.is/asa.disa/blog

Í pisli frá 17.04.2008 fjallar hún um efni sem er mér hugleikið og hefur verið um langt skeð.

" Kannski má líkja vegferð okkar allra hér á jörðu við stórvirki. Það er ekki hægt að vinna stórvirki nema sjálfsagi sé fyrir hendi. Sjálfsagi er fólginn í því að hemja m.a. neikvæða, oft áráttuhegðun okkar, á þann hátt verðum við sterkari á svellinu í daglegu hversdagslífi, en mikið getur þetta oft verið erfitt, en skilar sér, eins og við óskum, að unglingarnir okkar skili sér heim. "

Svo ætla eg að dunda mér við að lesa meira af skrifum hennar, ekki endilega alltaf sammála en margt vekur hug minn og er ekki notarlegt að hafa hug og hönd vakandi?

Njótum dagsins lífsins og hvers annars.

Það er gott að vera til. Kveikjum á kerti

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home


Vorið kemur með von til mí­n.
 
Sign my Guestbook from Bravenet.com Get your Free Guestbook from Bravenet.com