Andleg ruslafata

Lí­f mitt var ekkert nema skáldskapur, dans eftir undarlegu lagi sem enginn heyrði nema ég, dagarnir mínir, stuttir og langir, vísur orð sem rímuðu ekki.

mánudagur, apríl 14, 2008

Það kom að því.

Klósettsetan.

Réttara sagt lokið á klósett setunni. Því ég sest á klósett setuna þegar ég sest á annað borð á klósett.

Ekki þætti mér gott að tilla mínum fagra afturenda á postulínskálina sjálfa, tala nú ekki um að vetrarlagi. Gæti þá verið ísköld greyjið atarna. Hvað þá ef karlmaðurinn sem ég bý með væri nýbúinn að pissa, það vill frussast út um allt því hann pissar standandi að karlmanna sið.

Loka eða skilja eftir opið?

Setja lokið á klósettsetunni niður eða ekki?

Sem fimmtíuogsex ára gömul kona hef ég oftar en ekki látið klósettsetulok stjórna því hvernig mér líður. Ekkert skemmtilegt að segja frá en svona er nú lífið samt og staðreyndir þess.

Ég hef reynt ýmislegt misgáfulegt eins og rökræður, hótanir, grát, röfl og taut, miða með alskyns ábendingum eða allt sem mér hefur til hugar komið á langri æfi.

Hefur eitthvað dugað?

NEI, alveg dagsatt og það lengist ekkert á mér nefið við þessa yfirlýsingu.

Einu rökin sem hafa dugað um stund, eða dugðu um stund voru á þá lund að allar bakteríurnar sem fylgja úrgangslosun líkamans svifu um baðherbergið og settust að á vænlegum stöðum, líka á tannburstum. En bara um stund:

„Fyrst ég hef lifað öll þessi ár með kúka og piss bakteríur á tannburstanum mínum gera þær mér ekkert mein.“

Svo mörg voru þau orð.

Nú, nú. Á dögunum heyrði ég vitnað í Feng sú fræðin miklu. Ætíð að setja setuna niður svo auður húsins færi ekki niður! Ég vona að ég fari rétt með.

Í það minnsta er er komin skýring á fátækt heimsins ef rétt reynist.

Lík klósettsetuloksumræðum að sinni.

Vá það er gott að vera til.

Njótið dagsins lífsins og hvers annars.

Það er gott að vera til. Kveikjum á kerti

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home


Vorið kemur með von til mí­n.
 
Sign my Guestbook from Bravenet.com Get your Free Guestbook from Bravenet.com