Andleg ruslafata

Lí­f mitt var ekkert nema skáldskapur, dans eftir undarlegu lagi sem enginn heyrði nema ég, dagarnir mínir, stuttir og langir, vísur orð sem rímuðu ekki.

laugardagur, maí 03, 2008

Minn kæri ungi vinur.


“Minn kæri ungi vinur.


Glati ég gleðinni, þá glata ég öllu.


Galdurinn við að komast tiltölulega heill í gegnum lífið þó maður sjái margt misfagurt á lífsleiðinni er sá að þó nóttin sé dimm og löng, þá þarf maður aðeins að líta til himins til að sjá stjörnurnar sem lýsa upp náttmyrkrið.


Þessir örlitlu ljósu punktar á himninum geta gert kraftaverk.


Þannig er með lífið, að svartnættið getur umlukið mann á hverri stundu, en eins og ég sagði áðan þá þarf bara að líta upp til að reyna að finna í það minnsta einhverja gleði í hjartanu„

Njótum þess sem við höfum.

Það er gott að vera til. Kveikjum á kerti

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home


Vorið kemur með von til mí­n.
 
Sign my Guestbook from Bravenet.com Get your Free Guestbook from Bravenet.com