Andleg ruslafata

Lí­f mitt var ekkert nema skáldskapur, dans eftir undarlegu lagi sem enginn heyrði nema ég, dagarnir mínir, stuttir og langir, vísur orð sem rímuðu ekki.

miðvikudagur, september 22, 2021

Lífsreglur

 Lífsreglur.


Vertu alltaf hress í huga

hvað sem kann að mæta þér.

Lát ei sorg né böl þig buga.

Baggi margra þungur er.

Treystu því að þér á herðar

þyngri byrði ei varpað er

en þú hefur afl að bera.

Orka blundar næg í þér.

---

Grafðu jafnan sárar sorgir

sálar þinnar djúpi í.

Þótt þér bregðist besta vonin

brátt mun lifna önnur ný.

Reyndu svo að henni að hlynna,

hún þó svífi djarft og hátt.

Segðu aldrei: „Vonlaus vinna!“

Von um sigur ljær þér mátt.

---

Dæmdu vægt, þótt vegfarandi

villtur hlaupi gönguskeið.

Réttu hönd sem hollur vinur,

honum beindu á rétta leið.

Seinna, þegar þér við fætur

þéttast mótgangsélið fer,

mænir þú til leiðarljóssins,

ljóss, sem einhver réttir þér.

---

Dæmdu vægt um veikan bróðir

veraldar í ölduglaum

þótt hans viljaþrek sé lamað,

þótt hann hrekist fyrir straum.

Sálarstríð hans þú ei þekkir,

þér ei veist hvað mæta kann

þótt þú fastar þykist standa;

þú er veikur eins og hann.

---

Fyrr en harða fellir dóma

fara skaltu´ í sjálfs þín barm.

Margur dregst með djúpar undir;

dylur margur sáran harm.

Dæmdu vægt þíns bróðir bresti;

breyzkum verður sitthvað á.

Mannúðlega´ og milda dóma

muntu sjálfur kjósa að fá.

---

Þerrðu kinnar þess er grætur.

Þvoðu kaun hins særða manns.

Sendu inn í sérhvert hjarta

sólargeisla kærleikans.

Vertu sanngjarn. Vertu mildur.

Vægðu þeim sem mót þér braut.

Bið þinn Guð um hreinna hjarta,

hjálp í lífsins vanda og þraut.

---

Guðfinna Þorsteinsdóttir


Það er gott að vera til. Kveikjum á kerti

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home


Vorið kemur með von til mí­n.
 
Sign my Guestbook from Bravenet.com Get your Free Guestbook from Bravenet.com