Ömmubæn
Á langri ævi verður sitthvað á vegi sérhvers manns. Þessi bæn frá ömmu til dóttursonar varð á vegi mínum og ég varð að deila henni með leyfi hlutaðeiganda.
Ömmubæn
Lag:Í bjúgri bæn
Texti:Sigríður Sigurðardóttir
Ömmubæn
Lag:Í bjúgri bæn
Texti:Sigríður Sigurðardóttir
Amma Sigga og Friðjón Ingi
Sem ljósgeisli í líf mitt inn
þú læddist sólskins-drengurinn.
Í brjósti lýsti birta sterk
þú birtist mér sem kraftaverk.
Þá ósk ég ber í brjósti mér
að birta ávallt fylgi þér
og lýsi skær á lífsins braut
og leiði þig frá hverri þraut.
Gangi þér gæfan þétt við hlið
í gegnum lífið, þess ég bið
á lífsins göngu eignist þú
ótal drauma, vonir, trú.
Og upp þú vaxir ungi sveinn
æðrulaus og hjartahreinn.
Megi móðurhöndin blíð
þig máttug leiða alla tíð.
-----------------
þú læddist sólskins-drengurinn.
Í brjósti lýsti birta sterk
þú birtist mér sem kraftaverk.
Þá ósk ég ber í brjósti mér
að birta ávallt fylgi þér
og lýsi skær á lífsins braut
og leiði þig frá hverri þraut.
Gangi þér gæfan þétt við hlið
í gegnum lífið, þess ég bið
á lífsins göngu eignist þú
ótal drauma, vonir, trú.
Og upp þú vaxir ungi sveinn
æðrulaus og hjartahreinn.
Megi móðurhöndin blíð
þig máttug leiða alla tíð.
-----------------
Njótum þess sem við höfum.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home