Andleg ruslafata

Lí­f mitt var ekkert nema skáldskapur, dans eftir undarlegu lagi sem enginn heyrði nema ég, dagarnir mínir, stuttir og langir, vísur orð sem rímuðu ekki.

þriðjudagur, mars 21, 2006

Vor.

Þar sem ég sit við tölvuna mína og hugsa um daginn fram undan og það sem býr í honum er ég glöð yfir að fá annað tækifæri á á vori.
Í það minnsta er ekki vorlegt um að litast út um gluggann. Sem þýðir að bráðum kemur aftur vor, þá verður aftur hlýtt og bjart. Það er nú orðið vel bjart í það minnsta á vökutíma mínum.

Ég er búin að telja mér trú um að ég sé haldin skammdegisþunglyndi einnig margir frómir læknar og aðrir hámenntaðir spekingar.
Ég hefi unað sæmilega sátt við mitt.

Nú sýna rannsóknir að skammdegisþunglyndi er ekki til, allavega er skammdegisþunglyndi ekki tengt birtumagni.

Nú hef ég sem sé gengið með ólæknandi sjúkdóm í þrjátíu ár sem er ekki til, sem þýðir að ég er einfaldlega móðursjúk.

Hvað sem það nú er.
Þarf að finna mér nýja sjúkdómsgreiningu, ekki dugar að vera sjúkdómalaus.

Njótið hvers annars.

Það er gott að vera til. Kveikjum á kerti

1 Comments:

  • you are so funny sis....

    By Anonymous Nafnlaus, at 3:36 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home


Vorið kemur með von til mí­n.
 
Sign my Guestbook from Bravenet.com Get your Free Guestbook from Bravenet.com