mánudagur, ágúst 11, 2008
Það er gott að vera til. Kveikjum á kertisunnudagur, ágúst 10, 2008
Hugsandi eða hvað?
ÉG HEF VERIÐ AÐ REYNA AÐ HUGSA.
Það gengur ekki, kattarólánskvikindið truflar mig við skriftir, hann er að gera heiðarlega tilraun til að veiða fluguna sem hefur truflað mig í dag.
Njótum hvers annars.
Það gengur ekki, kattarólánskvikindið truflar mig við skriftir, hann er að gera heiðarlega tilraun til að veiða fluguna sem hefur truflað mig í dag.
Njótum hvers annars.
föstudagur, ágúst 08, 2008
Til Guðs
Til Guðs frá Jóhannesi.
Komdu blessaður drottinn minn sæll og blessaður
og þakka þér fyrir gamalt og gott
nú er orðið langt síðan við höfum sézt
við höfum einhvern veginn farizt á mis
Ég hef stundum verið að segja við sjálfan mig
guð minn guð minn hví hefur þú yfirgefið mig
það er skömm að því að hittast ekki oftar
eins og við vorum nú samrýmdir í gamla daga
Þú varst alltaf svo skemmtilegur á jólunum
mikið varstu nú almáttugur og algóður
og mikið hefurðu nú gengizt fyrir síðan
ég held þú sért orðinn ennþá karlalegri en ég
Er ekki voða erfitt að vera guð á svona tímum
hvað líður vísitölunni í himnaríki núna
tollir nokkur sála hjá þér þarna í sveitinni
fara ekki allir til fjandans í höfuðstaðinn
Skaparðu nokkuð merkilegt nú orðið
hefurðu nokkurn stundlegan frið fyrir mönnunum
eru þeir ekki alltaf að hóta þér verkfalli
eru þeir ekki alltaf að biðja þig um stríð
Nú erum við íslendingar hættir við byltinguna
við græddum svo mikið á síðasta stríði
heldurðu að þú gefir okkur nú ekki eitt enn
eða kannski þú sendir okkur nýjan frelsara
Skelfing leiðist mér hvað þú ert á hraðri ferð
því gaman hefði verið að spjalla lengur við þig
jæja drottinn minn vertu ævinlega margblessaður
og feginn vildi ég eiga þig að
Jóhannes úr Kötlum