Andleg ruslafata

Lí­f mitt var ekkert nema skáldskapur, dans eftir undarlegu lagi sem enginn heyrði nema ég, dagarnir mínir, stuttir og langir, vísur orð sem rímuðu ekki.

miðvikudagur, júní 27, 2007

Ekki kát -

Dagurinn byrjar ekki vel hjá mér eða:

Dreif mig fram úr rúminu réttu megin um hálfsjöleitið í morgun, gerði á mér tilheyrandi morgunverk, bætti við bænum og hugleiðslu, örlitlu af hangsi og slóðaskap eins og mér er einni lagið. Full tilhlökkunar til dagsins því ég átti tíma í nuddi klukkan átta hér í Borgarnesi. Skömmu fyrir tilsettan tíma klæddi ég mig til dagsins og mætti á biðstofu Margrétar Ástrósar Helgadóttur heilsunuddara með meiru.

Þar tók við bið - ég setti mig strax í hugsunarstellingar "Engin kominn" - " Hvað er í gangi" - Las snepla sem voru á boðstólunum eða fletti þeim því ég get ekki bæði hugsað og lesið.

Eftir kristilega bið í nákvæmleg tólf mínútur ákvað ég að snúa upp á mig og fara - en ákvað að skilja eftir miða með skoðun minni á þessar meðferð, ég verð að vona að kerlingjarbykkjan hafi einhverja löglega skýringu á athæfinu svo sem eins og hennar eigið andlát. (Drottinn blessi í mér tunguna og ég vona að ég sé ekki sannspá(svona innst inni)) en á einhvern máta lét ég þetta raska minni sóísku ró og er fremur pirruð hér fyrir framan tölvuna.

Og ég er viss um að þetta hefði orðið vont nudd, ófagmannlegt, gert með hangandi hendi, ekki viðunandi svo ég er þegar upp er staðið heppin að sleppa við þá skelfilegu lífsreynslu sem ég hefði getað orðið fyrir ef nuddaraódóið hefði mætt.

Ég er trúlega lánsöm að vera á lífi ósköðuð á líkama (eitthvað virðist sálartetrið hafa skaddast á ekkinuddinu), svona pakk er örugglega ekki með tryggingu fyrir andlegum og líkamlegum skaða eins og þeim sem ég hef nú orðið fyrir.

Ég fer og legg mig, ætla að biða ann sem öllu ræður að aðstoða mig við að slétta úr ólgandi huga mínum.

Njótum dagsins.

Það er gott að vera til. Kveikjum á kerti

laugardagur, júní 23, 2007

Laugardagur




Ójá ég veit hvaða dagur er í dag.


Við erum hér æðgurnar í góðu yfirlæti gerandi ekki neitt og rúmlega það. Reyndar var ömmustelpukornið að vinna í morgun, hún er að verða sannur múrari, vinnur alla daga jafnt. Amman hangir hugsunarlaust í tölvunni eða rúminu, eða sófanum, eða stólnum eða ....................... á eftir að setjast fyrir framan sjónvarpið og deyja sjálfri mér. (Eins og ég geti dáið einhverjum öðrum)


Ég get vanist þessu lífi, gera eingöngu það sem ég hef nennu til, til að mynda reka nefið út og segja við sjálfan mig; nei Hafdís mín ekki út í dag eða já Hafdís mín þetta er góður dagur til að trítla um móa og mýrar. Vaða síðan elginn einhversstaðar. UMDA fremur freistandi.


Ég hitti þó mann á dögunum sem var hættur í vinnu sem hann hafði mætt samviskusamlega í til margra ára. Hann hlakkaði alltaf til dagsins "Hættur að vinna dagsins" þá gæti hann gert það sem honum hentaði, honum leiðist í dag.


Ekki er öll sælan eins, ekki betra hinu megin við hornið.


Njótum dagsins.


Það er gott að vera til. Kveikjum á kerti

föstudagur, júní 22, 2007

Sumarsólstöður

eru liðnar.



Aðstoðarmaður múrarameistara frá ýmsum hliðum.

Stendur sig vel stelpan.

Njótum.

Það er gott að vera til. Kveikjum á kerti

mánudagur, júní 18, 2007

Upp er runninn mánudagur

Ákaflega skýr og fagur.

Ég fór ekki í skrúðgöngu í gær, ég fékk ekki blöðru, ég fékk ekki fána. Ég botna nú aldeilis ekkert í þessu. Sautjándi júní og ekkert " Hæ hó jibbíjé og jibbíjé " hjá mér. Ég verð að hugsa til framtíðar og gera betur á næsta ári svo ég verði ekki útundan aftur. Vesalings litla skinnið ég. Alltaf útundan. En einhver þarf að vera útundan og því ekki ég.

Blöðin fjalla um skrílslæti um landið, ég hugsa; eru þessi læti tengd einhverju? Áfengi og fíkniefnum kannski?

Ætli það séu margir sem berja mann og annan, brjóta, bramla, stela og svíkja án þess að rugla í höfðinu á sér með utanaðkomandi efnum?

Ég leggst undir feld og húxa.

Ég verð nú að segja að tími minn undir feldi fer að verða ansi mikill og langdreginn á stundum. Verð trúlega að breyta um hugsunaraðferð.

Njótum hvers annars.

Það er gott að vera til. Kveikjum á kerti

miðvikudagur, júní 13, 2007

Fjölgun

Fjölgað hefur á heimilinu um einn.

Um stundarsakir erum við með aðstoðarmann múrarameistara á svæðinu. Þrettán ára stúlkukind Torfadóttir. Ætli þetta verði hjá okkur gamla settinu eins í vinnuskólanum það er að hún læri að sofa fram á skóflu?

Kemur í ljós.

Ég nuddaði mikið í gær veit ekki afhverju skrokkurinn starfar ekki í samræmi við andann. Undarleg það.

Með nuddinu hvarf skáldaandinn, best að leita að honum.

Njotum hvers annars.

Það er gott að vera til. Kveikjum á kerti

sunnudagur, júní 10, 2007

Gaman - gaman

Vöknuð og búin að gera á mér morgunverkin. Kát með það.
Kötturinn sem ætlaði að koma og vera hjá mér um stund hefur ekki látið sjá sig þar sem hann er sérstakur köttur er hans saknað mikið en ekki er við öllu gert.

Ég brá mér í vinnu í gær, vinnunni fylgdi ferð í Smáralindina, þar er gott rými til að keyra hjólastóla, kaðrakið var ekki mikið svo ferðin gekk vel. Til að fá mér gönguferð í Smáralindinni þarf ég að vera í vinnunni annars fer ég ekki, reyndar fer ég sjaldan í búðir nema ef ég á erindi, ég er lítið fyrir að vafra um og skoða hluti sem ég þarf ekki og get verið án. Fyrir utan það getur hlaupið á mig kaupæði og ég vafrað út með fullar hendur af dóti sem er einskis virði svona mig langar í tilfinning.

Undarlegt og ég er með mikið rými fullt af dóti, reyndar dóti sem ég nota mikið ekki allt í einu en jafnt og þétt.

Ég er líka með fullt af dóti sem ég nota sjaldan eða aldrei, yfirfullir skápar, kistur og kirnur allt ómissandi hlutir mér. Reyndar skána ég með aldrinum hætt að safna öllu, selflyt ýmsa hluti milli staða og svo gefa eða henda, við hjónaleysin erum aldeilis ekki sammála um hvað á að geyma og hvað á að henda en eitthvað verðum við að hafa til að þrasa um annars verður lífið of flatt.


Hætt í bili

Njótum.

Það er gott að vera til. Kveikjum á kerti

mánudagur, júní 04, 2007

Rassafegurð

Mér er nú stundum skemmt, eitthvað virðist fimleikinn vera farin að síga á seinni hlutann hjá dömunum á myndinni ásamt ýmsu fleiru.



Nú er ekki á ferðinni kjörið verkefni fyrir snyrtivöru- og fegurðariðnaðinn? Appelsínuhúð sýnist mér vera til staðar, of mikið af fitu, stirðleiki í hnjám. Hum og hum, kannski bara alsherjar klössun á einhverju fínu heilsuhæli?
Í það minnsta finnst mér myndin góð. Við erum ekki öll eins og allt í lagi að vera öðruvísi.
Njótum dagsins.

Það er gott að vera til. Kveikjum á kerti

laugardagur, júní 02, 2007

Auðug kona

Ég er einstaklega auðug kona, fullt af barnabörnum:

Þær eru útkeyrðar Lísa Lind og Hulda Líf að morgni dags hjá ömmu sinni.
Hulda glotti framan í ömmuna sem var að paufast með myndavél og trufla sjónvarpsgláp.
Þær eru ótrúlega sætar.
Dömurnar eru tuskulegar hjá ömmu sinni enda þrælar hún þeim út í garðatiltekt og annari óáran.

Ungur ömmustrákur kom í heimsókn á hjólinu sínu, Ágúst Haraldur skammar mig reglulega fyrir að vera ekki meira heima.
Vígalegur!

Til að afigösli missti ekki af dýrðinni sýndi hann tannleysuna, nýjar tennur að koma upp og niður en tannleysistímabilið er alltaf jafn sjarmerandi.

Núna eru tvær Reykjavíkurdömur í heimsókn, frjálsar eins og fuglinn hér í sælunni við Kveldúlfsgötuna. Þær sofa að sjálfsögðu ennþá, amman sofnaði löngu á undan þeim í gærkveldi. Afigösli vakti með þeim hann fékk hársnyrtingu, en ekki náðist af dýrðinnimynd.

Ætla að laumast við eldhúsverkin þar til skæruliðarnir vakna.

Njótum dagsins.


Það er gott að vera til. Kveikjum á kerti

Vorið kemur með von til mí­n.
 
Sign my Guestbook from Bravenet.com Get your Free Guestbook from Bravenet.com