Andleg ruslafata

Lí­f mitt var ekkert nema skáldskapur, dans eftir undarlegu lagi sem enginn heyrði nema ég, dagarnir mínir, stuttir og langir, vísur orð sem rímuðu ekki.

fimmtudagur, apríl 20, 2006

Sumardagurinn fyrsti.

Gleðilegt sumar.
Sumarið er tíminn.

Dagur elskenda í mínum huga.
Allir sem elska --- segið það, með orðum og athöfn. Eftilvill er ekki annað tækifæri og þar fyrir utan er góð vísa aldrei of oft kveðin.

Verið góð hvert við annað.

Njótið hvers annars, dagsins og lífsins.

Það er gott að vera til. Kveikjum á kerti

þriðjudagur, apríl 18, 2006

Páskaköttur!!!!!!!!!!

Um þessa páska fór ég í páskaköttinn.
Það hlýtur eiginlega að vera köttur samanber jólaköttur. Ég fékk ekkert páskaegg í fyrsta sinn á ævinni eða í það minnsta svo langt sem ég man af æviferlinum. Þar af leiðandi fékk ég engann málshátt er því málsháttarlaus kona núna á þessum drottins dýrðar þriðjudegi.
Nú til þess að falla ekki í ævarandi þunglyndi yfir vonsku heimsins eymd volæði og aumingjaskap, hef ég bruggað upplífgandi gleðiilm andþunglyndisblöndu sem ég lykta af svo oft sem ég get, set líka í ilmdreifara til að auka áhrifin. Ég gæti best trúað að kojuslóðinn minn haski sér fram úr rúminu og læðist hljóðlaust út. (Hann tekur enga áhættu með ilmkjarnaolíurnar lengur - huglaus eða skynsamur?)

Svo er það spurning um páksakött!!!!!!!! Nær væri að tala um páskamink held ég í það minnsta.

Svo er rétt að ljóstra því upp hér og nú að oft hef ég keypt mitt eigið páskaegg svona til að tryggja mér málsháttinn, mér er greinilega farið að förlast. En á góða uppskrift að ilmkjarnaolíublöndu sem hressir upp á minni og einbeitningu. Læt hana fljóta með:

20 dropar Rosemary
10 dropar Peppermint
8 dropar Basil
5 dropar Ginger

Blanda ber öllum dropunum saman og setja 5-10 dropa í ilmdreifara. Allt eftir þörfum.
Er lífið ekki ljúft?

Njótið hvers annars.

Það er gott að vera til. Kveikjum á kerti

mánudagur, apríl 17, 2006

Grímsey.

Í gær ef gærdagurinn er til, þá saknaði ég þess að vera ekki í Grímsey. Ég veit að á páskadag hvert á verpa hanarnir þar eggjum. Eggin eru ekki hvít ekki brún heldur í öllum regnbogans litum afar skrautleg, ekkert með sama lit eða sama mynstri. Ég veit að þetta er satt því ég hef séð með eigin augum, eggin í varpkössum sem tilheyra Grenivík í Grímsey. Einstök upplifun eftilvill gefst mér tækifæri að fara með barnabörnin mín þangað einn góðan páskadag svo þau geti upplifað slíkt hið sama.

Í Grímsey er líka hægt að sofa í faðmi kálfs á hlaðvarpanum eftir langan dag. Og ég svaf vel, kálfurinn hreyfði sig ekki fyrr en ég losaði svefn. Mikil ró og dýrð.

Miklar breytingar eru framundan en ekkert við því að gera. Ég upplifi þó eigingirni við tilhugsunina um að tvær ömmustelpur ásamt foreldrum eru að flytja af landi brott í júlí. Það er langt til Póllands. Þrjú til fimm ár er langur tími í þroska einstaklings.

Litli ömmustúfurinn fékk nafn á dögunum nú pilturinn fékk nafnið Ólíver og er Bjarkason það er gott að hafa nafn. Óliver er minni útgáfan af pabba sínum, alltaf glaður síbrosandi sæll og sætur, heilbrigður í alla staði er nokkuð yndislegra.
Óliver hefur valið sér fína foreldra.

Og úr einu í annað.

Ég hef nýtt þessa frídaga vel, notað Göslarann minn sem tilraunadýr. Hann krumpast nú dalítið framan í en lætur sig hafa það að taka þátt í vitleysunni allri eins og hún leggur sig.

Hann hefur legið í baði með alskyns ilmkjarnaolíum.
Hann hefur setið stilltur og prúður með fæturnar í bleyti, vatnið gegnumsýrt af söltum og olíum.
Hann hefur setið hálf urrandi með hendurnar í volgu vatni að sjálfsögðu með sérstökum olíum.
Hann hefur löðrað á sig handáburði í tíma og ótíma þessa dagana sem ástkona hans bjó til með skelfilegum afleiðingum fyrir allt eldhúsið.
Hann hefur fengið allskonar nudd á hina ýmsu líkamshluta, allt með tilliti til virkni ilmkjarnaolía.
Hann liggur inn í rúmi núna --- kreistir aftur augun og þykist sofandi. Ég held að hann sé að gefa það til kynna að hann sé hættur sem tilraunadýr, því í hvert sinn sem hann stígur sínum nettu fótum fram úr rúminu stekk ég til með nýja tilraunablöndu.
Ég er lánsöm að vera elskuð eins og ég er.

En ekki er öll von úti yngsti sonurinn er á leið til landsins eftir þrjá daga ég efast ekki um eina mínúta að hann bjóði sig fram sem tilraunadýr. Hann hlýtur að vera allur í íþróttameiðslum sem ég get meðhöndlað af þeim mikla áhuga og elju sem ég legg í ilmkjarnaolíur þessa dagana.


Njótið hvers annars.

Það er gott að vera til. Kveikjum á kerti

sunnudagur, apríl 16, 2006

Heil og sæl.

ja hérna hér og hana nú.

Stundum er lífið þannig að lítið er að gerast markvert í lífinu nema að lífið heldur áfram einn dag í einu. Meðan það gerist er ekki yfir neinu að kvarta ef mig skyldi nú vanta eitthvað til að kvarta yfir svona almenn og yfirleitt.
Ætli lífið yrði betra ef ekki væri unnt að setja útá/kvarta yfir einhverju.

Ætli lögmál skortsins gildi ekki allstaðar, þannig að þegar eitt verkefni/vandamál er leyst kemur annað.
Þegar einni löngun er fullnægt kemur önnur. Og svo áfram og áfram.
ég legg það stundum á mitt fagra höfuð að hugsa um þessa hluti. Og verð dálítið heltekin af þeim hugsunum sem berjast um yfirráða svæði hugans hvert sinn.
Ég kemst nú ekkert frekar að vitlegri niðurstöðu í dag fremur en aðra daga.

En nýjasta dellan/hugarfóstrið mitt eru ilmkjarnaolíur. Þannig að ef einhver lumar á góðri uppskrift sem lífgar andann þygg ég með þökkum það sem aðrir geta miðlað til mín.

Njótið dagsins.

Það er gott að vera til. Kveikjum á kerti

Vorið kemur með von til mí­n.
 
Sign my Guestbook from Bravenet.com Get your Free Guestbook from Bravenet.com