Andleg ruslafata

Lí­f mitt var ekkert nema skáldskapur, dans eftir undarlegu lagi sem enginn heyrði nema ég, dagarnir mínir, stuttir og langir, vísur orð sem rímuðu ekki.

laugardagur, mars 29, 2008

Karólína Vilborg Torfadóttir







Stóðst ekki freistinguna!

Það er gott að vera til. Kveikjum á kerti

Karólína Vilborg

Falleg fermingarstelpa, lík ömmu sinni. Skrýtið hversu stutt er síðan ég leit hana augum fyrst, í gær var það á fæðingardeildinni í Stykkishólmi.


Njótum dagsins, lífsins og hvers annars.

Það er gott að vera til. Kveikjum á kerti

miðvikudagur, mars 26, 2008

Beiskjan uppmáluð.

Beiskjan uppmáluð, niðurmáluð eða teiknuð upp á vegg.

Ég er beisk, bitur, brúnaþung og niðurbrotin á sál og líkama.

Ég er á rangri hillu í lífinu. Ég ætti að vera einn af ráðamönnum þjóðarinnar.

Þá biði mín ekki kreppa, sultardropar úr mínu fagra nefi eða gjaldþrot.

Ráðamenn íslenskir sem og af öðru þjóðerni, sitja feitir og pattaralegir og njóta lífsins. (Gildir um afkomendur þeirra, vini og kunningja).

Út um annað munnvikið beina þeir orðum sínum til þegnanna og segja ábúðafullir á svip:

"Draga saman"

"Sýna aðhald"

"Nauðsynlegar ráðstafanir"

Ég er nú eftirvill ekki sú best lesna í sögu landsins en það er eins og mig rámi í að sjaldnast séu forsvarsmenn þjóðarinnar í biðröð hjá hjálparstofnunum.

Má vera að heilabilun hækkandi aldurs hafi þar áhrif.

Ég er hætt beiskjutali, fer út í daginn, vinn mína vinnu af alúð og dyggð á þeim launum sem ráðamenn vorir skammta öðrum ríkisstarfsmönnum naumt úr hnefa.

Ég er með umfram fitubirgðir svo vonandi tóri ég næstu sjö árin, þar til velmegun hefst á ný.

Njótum dagsins, lífsins og hvers annars.

Það er gott að vera til. Kveikjum á kerti

mánudagur, mars 24, 2008

Óborganleg!

Þessi mynd af dótturdóttur minni er einstök og óborganleg. Hrefna lítur út eins og að einhver sé að reyna að ná af henni kálinu og hún ætli ekki að láta það af hendi.

Það er gott að vera til njótum dagsins.

Það er gott að vera til. Kveikjum á kerti

föstudagur, mars 21, 2008

Föstudagurinn langi

byrjaði snemma og við sátum í friði og ást yfir kaffibolla ég og maðurinn sem ég elska. Hann hefur ekkert dansað við mig í morgun en vísur og ljóðabrot hlýjað mér. Það er gott að eldast og elska laus við amstur og áhyggjur.

Við förum bæði að vinna í dag, eins og það séu fréttir á þessum bæ.

Okkar tími mun koma í auðnuleysi, leti og ljóðagerð. Við erum góð saman.

Njótum hvers annars.

Það er gott að vera til. Kveikjum á kerti

mánudagur, mars 17, 2008

Spónamatur

er nú aldeilis ekki góður til lengdar, ég veit ekki með allt fólkið sem flykkist erlendis til og nærist á grasagraut og safa, vatni til hátíðarbrigða. Ætli það verði ekki innantómt og langleitt eftir marga daga í sulti og seyru.

Allt þetta er af hinu góða svosem en ristilhreinsunin sem núna er í tísku hlýtur að vera einstök, ég hef séð græjurnar og fýsir ekki ákaft til að sitja og horfa á það sem rúllað hefur í gegn um meltingarveginn minn. Jæja hvern varðar svosem um k.. og s...------------segi nú ekki annað.
Þar sem ég er komin á þann aldur að mér ber að hegða mér með tilliti til þess og vera orðprúð miðaldra og fögur.

Yngstu börnin mín tvö eignuðust sín fyrstu börn á síðasta ári og eru bæði með myndasíður á barnalandi.

Eldey Hrefna er með http://www.eldeyhrefna.barnaland.is/ og Heiðrún Björg er með http://www.heidrunbjorg.barnaland.is/

Ég á nú aldeilis fullt af barnabörnum sem öll eru lagleg, vel gerð, gáfuð og skemmtileg eins og amma sín. Það elsta fermdist í gær, Karólína Vilborg Torfadóttir vá hvað tíminn líður hratt, glæsileg ung dama þar á ferð. dagurinn var dýrðlegur svo ekki verði dýpra í árina tekið.


Ég velti mér stöðugt upp úr kreppunni og hvað sé í gangi þar, er líka að hugsa um að kaupa mér Ora grænarbaunir í dósum og koma fyrir í kjallaranum svona ef haframjölið þrýtur, er reyndar komin með nokkra sekki af kreppugrautsefni. Og veit að ég kann að endurnýta pokana þegar þeir eru orðnir tómir. Nýtti þá til mussugerðar í þá gömlu góðu, ofboðslega flottar flíkur.

Leggst yfir efnasöfnun í væntanlega kreppubók.

Njótum hvers annars.

Það er gott að vera til. Kveikjum á kerti

Vorið kemur með von til mí­n.
 
Sign my Guestbook from Bravenet.com Get your Free Guestbook from Bravenet.com