Andleg ruslafata

Lí­f mitt var ekkert nema skáldskapur, dans eftir undarlegu lagi sem enginn heyrði nema ég, dagarnir mínir, stuttir og langir, vísur orð sem rímuðu ekki.

mánudagur, janúar 29, 2007

Hugleysi

Hér er ég enn, og er ótrúlega þakklát fyrir þennan góða gærdag. Ég varð undrandi hlessa og bit þegar múgur og margmeenni birtust hér mér aldeilis á óvart. Dýrðin ein svo ekki sé meira sagt. Það sem meira er að ekkert var kropið við grátmúrinn góða. Ég er nú alltaf góð.
Óliver átti að sjálfsögðu sýninguna, alveg einstakur svo líkur henni ömmu sinni. Ég hef nú grun um að mamman verði í marga daga að jafna sig.

Ég er orðin gömul sem á grönum má sjá, (verst að ekki er hægt að láta fótósjoppa sig á morgnana) með hækkandi aldri minnkar kjarkurinn sem leiddi til þess að ég þorði ekki að koma fjölskyldunni á óvart með að elda ekki, standa á náttfötunum og segja með forundran:
"Hva gestir ég átti ekki von á neinum"


Hugrekki óskast ókeypis eða fyrir lítið.

Og lífið heldur áfram.


Njótum.......................................

Það er gott að vera til. Kveikjum á kerti

sunnudagur, janúar 28, 2007

Aftur og aftur sunnudagur.


Þar sem ég verð fimmtíu og fimm ára á morgun ákvað ég að færa mér blóm. Þar sem ég er ákaflega kurteis og vel uppalin kona faðmaði ég mig og knúsaði, sagði mér að mér þætti vænt um mig og ég væri hreint ágæt. Liti bara einstaklega vel út. Ég varð örlítið feimin en sagði svo takk brosti örlítið við þetta óvænta hrós og hlýju.
Í tilefni morgundagsins ætlar hún dótla mín að koma mér á óvart með því að halda mér afmælisveislu hér í Borgarnesi, hefur eins og henni er einni lagið boðið manni og öðrum til veisluhaldanna manna kátust við athæfið. Það sem á að koma mér mest á óvart er að ég á að elda!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
Ég hef verið pungsveitt á leiklistarnámskeiðum undanfarið til að geta sýnt tilhlýðileg viðbrögð.
Ég ætla að koma gestunum á óvart með fiskisúpu sem meðal annars verður búin til úr articulatio cotylica og ligamenta tarsi dorsalia.
Aðalrétturinn er lambalæri án junctura synovialis og condylus, ég vona að m.quadriceps femoris sé ekki seigur en þa eru væntanlega sæmilega tennt öll sömul nema eftilvill Óliver hjartaþjófur.
Af Óliver er það að frétta að amman fór með hann út að ganga og við eum að læra á pollana og okkur finnst það gaman.
Af mér er það að frétta að ég hef duddað mér töluvert við grátmúrinn góða, stefni að grátbikarnum í vor.
En lífið heldur áfram og það sem ég kann vel er að lifa af.
Njótum hvers annars.

Það er gott að vera til. Kveikjum á kerti

sunnudagur, janúar 21, 2007

Aftur sunnudgur

Eitt af því sem hægt er að ganga að vísu vikudagarnir rúlla áfam, stoppa ekki, fara ekki til baka, halda áfram. Ég veit að eftir þennan dag kemur annar dagur, mánudagur, með öllum þeim verkefnum sem liggja fyrir mánudeginum. Mér finnst öryggi fylgja svona festu.
Ég bý mig undir mánudag.
Hugsa!!!!!!! hvað liggur fyrir deginum:
  • Vakna, gera á mér morgunverkin. Sem þýðir að ég pissa, bursta tennurnr, þvæ mér, leita uppi gleraugun mín og geri mig klára í næstu athöfn.
  • Bæn og hugleiðsla, eða tala við Guð og hlusta á hann (stundum er þessi athöfn ekki í röð og reglu en fylgir morgninum)
  • Kaffi og .........
  • Slúðra við Gösla minn ef hann er heima
  • Leita að öllu sem ég þarf að taka með mér út um allt hús og kem því fyrir á einum stað
  • Fer í tölvuna á internetið, athuga hvort ég hafi misst af einhverju merkilegu og skruna svo gegn um ákveðnar síður.
  • Morgunmatur (stundum)
  • Sturta (alltaf)
  • Finna föt fyrir daginn, stílistar heimsins yrðu ekki sammála valinu á stundum en ég og mín vellíðan eru í fyrirrúmi
  • Koma mér í föt, setja upp andlit(geymt yfir nóttu í snyrtitösku) greiða mér, segja mér sjálfri að ég sé allt í lagi.
  • Koma öllu út í bíl sem á að nota í deginum/vikunni og hita bílinn ef frost er úti.
  • Drekka meira kaffi, tala í símann, ganga frá mesta draslinu eftir mig ( ekki alltaf, bíður mín hvort eð er þegar ég kem heim)
  • Pissa ferðapissið, finna utanyfirflíkina sem ég fór úr einhverstaðar deginum áður.
  • Búmmms, legg af stað til Reykjavíkur á að vera mætt klukkan ellefu.

Ég hef án efa gleymt einhverju í ofangreindri upptalningu, sérkennnilegt að skoða athafnir sína þó ekki sé nema brot úr eilífðinni.

Ein spakan hans Jóhanns Hannessonar fjallar um hvort orð séu til alls fyrst eins og víða er haldið fram. Svona lítur spakan út:

Að orð séu til allra hluta fyrst

er ekki eins tryggt og sumum gæti virst;

mér virðist dálítið vafasamt að um

hvað vatnið kallist spyrji hindin þyrst.

Njótum dagsins.

Það er gott að vera til. Kveikjum á kerti

miðvikudagur, janúar 17, 2007

Fegurð

Torfi á góðum degi, bjartur og brosandi.







Ég fékk minningarkort frá gömlum nemanda og fyrrum barnfóstru Torfa, Valdísi Kjartansdóttur í kortinu var eftirfarandi vísa:



Er sárasta sorg okkur mætir,

og söknuður huga vorn grætir.

Þá líður sem leiftur af skýjum

ljósgeisli af minningum hlýjum.





Mér finnst þetta fallegt. Og er svo óendanlega þakklát fyrir hlý orð, hugsanir, bænir, bréf , blóm og kort sem eru stöðugt að berast til okkar allra.



Einhverstaðar út í hinum stóra heima fleyta menn blómum á haf út til minningar um hina látnu.

Ég hef gert það við blómin hér á heimilinu þegar þau fara að fölna, og mér er það ljúft líka í ljósi þess að hafið hafnaði elsta syni mínum forðum daga.

Njótum dagsins, lífsins og hvers annars.




Það er gott að vera til. Kveikjum á kerti

þriðjudagur, janúar 16, 2007

Svefnrugl

Það er eins og sjá má á tímasettum færslum frá mér, er svefnrugl í gangi. Kosturinn við svefnóreiðuna er sá að enginn hefur dáið úr svefnleysi.
Ég ætla ekki að verða sú fyrsta.

Kyrrðarsporin segja mér í dag að " Grær sá sem hlær" sitthvað til í því.

Annars er ég í rólegheitum að læra vöðvafræði, svo ég verði betri nuddari eða geta slettum mig með latneskum heitum. Ég veit ekki hvort er betra, leggst undir feld um sinn og hugsa málið.

Skyldi vera óhollt að hugsa?

Njóum hvers annars.

Það er gott að vera til. Kveikjum á kerti

mánudagur, janúar 15, 2007

Þá það

Jæja þá er prófið í íþróttanuddi búið og ég þarf ekki að taka það aftur. Hægt og sígandi fer daglega lífið í fast form þó svo aldrei verði eins. Hún Ragnheiður vinkona mín sagði svo fallega að það snjóaði yfir liðna tíð og atburði. Mér fannst það ný sýn, ekki er hægt að breyta því sem liðið er allt er til staðar en snjóar yfir. Líkt og með snjóinn sem er fyrir utan gluggann minn hverfur hann og annar kemur í staðinn, þá eru minningarnar til staðar missýnilegar eftir andlegu jafnvægi/ójafnvægi mínu.

Eitthvað eru minnisstöðvarnar mínar að ergja mig í vðvafræðinni sem ég er að læra þessa dagana mestmegnis á latínu, rugla öllu saman enn sem komið er, koma tímar og ráð í kjölfar þeirra, eitthvað hlýtur að sitja eftir til að ég geti tekið próf. Ekki sem sé að ég læri mér til gagns heldur geti tekið próf í fræðunum. Eitthvað er mér nú farið að förlast.

En leiðin liggu upp á við, dagurinn lengist og senn kemur vor með mikilsverðum breytingum.

Njótum dagsins, lífsins og hvers annars.

Það er gott að vera til. Kveikjum á kerti

miðvikudagur, janúar 10, 2007

Svo morgunbjört og fögur ..........

Ótrúlega sæt saman.




Ég er nú lánsöm eftir svona yfirlýsingu að vera ekki með vefmyndavél. En innaní er ég morgunbjört og fögur, lokaði augunum pent þegar ég fór og gerði á mér morgunverkin, aldrei að vita hvað þessum speglum dettur í hug.



Bráðum verð ég fimmtíuogfimm ára heppin ég, það eru ekki allir sem eru svo heppnir að lifa svo langan dag. Hljómar heldur kaldhæðnislega í ljósi undanfarinna atburða en engu að síður staðreynd. Ég sem gleymi á stundum að njóta dagsins, hummmm, verður breyting á? Kemur í ljós, allavega ber ég ein ábyrgð á heilsu minni og líðan.



Ég trúi að allt hafi ástæðu svo sem að fólk komi og fari í lífi mínu svo ég geti lært sitthvað af því.

Á stundum liggur ástæðan ljós fyrir, á hinn bóginn skil ég ekki fyrr en seint og um síðir hvað ég átti að læra. En reynsla mín og líf mitt hefur gert mig það sem ég er í dag.

Ég veit að ég er ágæt, bara nokkuð góð, reyndar ....... fin.

Nú dossar einhver enda mjög skiljanlegt.



Við íslendingar erum með heimsmet í öðrum í .............., í gær var annar í jarðaför hjá mér. En í dag hefst nuddið, nú nudda ég og nudda, ekki í fólki heldur fólk.



Ef einhver hefur hug á að koma og fá nudd hjá mér þá er að hafa samband í síma: 863-1458 og við finnum tíma, skólinn er reyndar oftast frá 17:00 til 20:45, það er á að vera, æði oft er okkur hent út fyrr. Góð aðstaða er í skólanum í Reykjavík svo er ég líka með aðstöðu á Keldúlfsgötunni.



Ætla spræk út í daginn, dagurinn bíður ekki eftir mér og ég ætla ekki að missa af honum.



Njótum dagsins, lífsins og hvers annars.






Það er gott að vera til. Kveikjum á kerti

þriðjudagur, janúar 09, 2007

Friðsæld

Friðsæld er fólgin í að vera

Við eyðum mestum tíma lífs okkar í að hlaupa og gera hluti.
Við gleymum að vera áður en við förum að gera.
Það væri svo einfalt ef við myndum alltaf eftir að staldra við og íhuga áður en framkvæmt er. Framkvæmd er meðal annars það að gefa áfram það sem við höfum öðlast.

Ég er ein ábyrg fyrir heilsu minni, geðheilsu og lífi, svo verður það áfram.
Lífið heldur áfram.

Athöfnin í gær var flott, við hæfi í alla staði. Gott að jarðaförinni er lokið, önnur verkefni taka nú við ekkert verður eins, ekkert er hægt að taka til baka. En ég ætla að gefa mér meiri tíma til að vera og skoða þá staðreynd að það sem nú er sorg mín var áður gleði mín.
Mikil gleði er enn til staðar og ég nýt hennar.


----------------------------------------------------
Einhverstaðar á jörðinni er sól, ég þarf að hafa fyrir því að sjá hana fyrir mér nú í skammdeginu. Út í daginn fer ég með sól í sinni, tekst á við verkefni dagsins.
Ætla að sleppa því að líta í blöðin, hef misst mig dulítið mikið í að reyna að finna út hversu stór hluti sneplanna sem inn um lúguna berast eru ekki auglýsingar, ekki neikvæðar fréttir eða umfjallanir um sitthvað sem miður hefur farið.
Njótum hvers annars.

Það er gott að vera til. Kveikjum á kerti

sunnudagur, janúar 07, 2007

Sporin og bænin.

Í Kyrrðarsporunum stendur:
"Sönn ánægja er hljóðlát"
"Lífið er samsett úr margflóknum andstæðum:
fæðingu og dauða,
gæfu og ógæfu,
degi og nóttu,
góðu og illu."
Ég bið þig Drottinn minn og Guð minn
Heyr mína bæn:
Hver sem þú ert og hvar sem þú ert
umvefðu okkur lifendur
með kærleika þínum og blessun.
Sáttar er þörf.
Sendu inn í hjörtu okkar kærleika og frið.
Hjálpaðu mér til að öðlast hugarró
svo ég megi hjálpa öðrum.
Ég er þakklát fyrir þann tíma
sem ég fékk að hafa son minn Torfa hjá mér.
Ég elskaði hann skilyrðislaust, eins og ég kunni best.
Ég veit að honum líður vel hjá þér Guð minn.
Í faðmi þínum öðlast hann þann frið í sálu sinni
sem hann öðlaðist ekki hjá okkur.
Friðar er þörf.
Ég bið þig Guð minn að styrkja og styðja
alla þá sem eiga um sárt að binda.
Verði þinn vilji um alla eilífð.
Kærleiks er þörf.
Í hendur þínar fel ég vilja minn.
Í Drottins nafni.
Amen
Njótum hvers annars, dagsins og lífsins.

Það er gott að vera til. Kveikjum á kerti

laugardagur, janúar 06, 2007

Heim á ný

Hjónakornin í jólaboði í Borgarnesi.










Þarna er pilturinn á tæknisýningu sýnist mér.






Torfi og dætur.



Nú er hann sonur minn kominn heim á ný og í kistli. Í það minnsta er hann kominn heim og verður jarðsettur á mánudag. Foreldrar eiga ekki að lifa börnin sín svona almennt og yfirleitt, engin veit sína ævi fyrr en öll er, ég er nú aldeilis glöð með það. Og lífið heldur áfram, hvort það er kostur eða galli ætla ég ekki að velta mér upp úr.
"Það sem drepur þig ekki herðir þig." sagði sonurinn sæti oft og ég geri þau orð að mínum hér og nú.
Minningin lifir í minningunum um stórhuga og flottann son sem vildi alltaf allt fyrir alla gera og gerði ef hann gat, ég er þakklát fyrir þær, svo er nú hægt að reyna að taka sig saman í andlitinu og svara spurningu sem hann spurði fyrir hartnær þrjátíu árum: " Mamma hvernig hugsum við?" Ég held áfram að velta fyrir mér hverju ég á að svara.
Torfi hafði gaman af ljóðum og ljóðlist og eftir farandi er eitt af þeim:

brekkan

oft er brekkan brött
og býsna þung mín byrði
mér finnst oft ég standi í stað
og stefnan einskis virði
en að hika er út í hött
ég held ég viti það
ég vil sjá og sigra.
ég sættist ekki á minna
hugurinn ber mig hálfa leið
hitt er bara vinna
í brekkunni er best
bros og vinsemd æfa
það fæðist enginn fullkominn
svo fágun virðist hæfa
ég fólsku slæ á frest
og fer því með sönginn minn
ég vil sjá og sigra.
ég sættist ekki á minna
hugurinn ber mig hálfa leið
hitt er bara vinna
en sé brekkan breið.
ég brosi, laus við hlekki
á slíkum stundum gleymt mér get
svo gæfu mína blekki
en ég vil rata rétta leið
og radda við hvert skref
ég vil sjá og sigra.
ég sættist ekki á minna
hugurinn ber mig hálfa leið
hitt er bara vinna
hörður torfa 2000 - af plötunni lauf
Mér finnst Hörður líka flottur bæði innan í og utan á.
Njótum hvers annars, dagsins og lífsins.

Það er gott að vera til. Kveikjum á kerti

fimmtudagur, janúar 04, 2007

Rakst á og þótti smart

Hlutir sem aðeins móðir getur kennt:

Móðir mín kenndi mér EFTIRVÆNTINGU….….
"Bíddu bara þangað til pabbi þinn kemur heim.”

Móðir mín kenndi mér að ÞIGGJA….
"Nú færðu að kenna á því þegar við komum heim!"

Móðir mín kenndi mér að TAKA ÁSKORUN…
"Hvað varstu að hugsa? Svaraðu mér þegar ég tala við þig…Ekki brúka munn!"

Móðir mín kenndi mér RÖKFÆRSLU...
"Ef þú dettur úr rólunni og hálsbrýtur þig, ferðu ekki í búðina með mér."

Móðir mín kenndi mér LÆKNISFRÆÐI ...
"Ef þú hættir ekki að gera þig rangeygðan, þá festast í þér augun svoleiðis."

Móðir mín kenndi mér FRAMSÝNI...
"Ef þú nærð ekki stafsetningarprófinu, færðu aldrei góða vinnu."

Móðir mín kenndi mér að vera SKYGGN...
"Farðu í peysuna, heldurðu að ég viti ekki þegar þér er kalt?"

Móðir mín kenndi mér HÚMOR...
"Þegar þessi sláttuvél klippir af þér tærnar skaltu ekki koma hlaupandi til mín."

Móðir mín kenndi mér að verða FULLORÐINN..
"Ef þú borðar ekki grænmetið þitt, verðurðu aldrei stór."

Móðir mín kenndi mér KYNLÍF...
"Hvernig heldurðu að þú hafir orðið til?"

Móðir mín kenndi mér ERFÐAFRÆÐI ...
"Þú ert alveg eins og pabbi þinn."

Móðir mín kenndi mér um UPPRUNA MINN ...
"Heldurðu að þú hafir fæðst í fjósi?"

Móðir mín kenndi mér VISKU ...
"Þegar þú kemst á minn aldur muntu skilja þetta."

Móðir mín kenndi mér... RÉTTLÆTI...
"Þegar þú eignast börn vona ég að þau verði alveg eins og þú. Þá sérðu hvernig það er.


Njótum hvors annars.

Það er gott að vera til. Kveikjum á kerti

miðvikudagur, janúar 03, 2007

Kettirnir

Okkur hér í Borganesinu fækkaði um tvo í gær, Helgi minn kom og sótti kettina sem búnir voru að vera hér í góðu yfirlæti um hátíðirnar, Loki lét nú hafa fyrir sér, svaf hljóðlega meðan leitað var af honum með tilheyrandi hótunum um að hann yrði skilinn eftir, hann lét sét fátt um finnast en Skuggi fagnaði eiganda sínum veglega. Mér finnst tómlegt í húsinu.
Enginn lengur sleikjulegur við mig í von um að fá fiskmeti.
Við höfum þó hvort annað sagði Gösli minn og brosti í kampinn, feginn að hafa rúmið fyrir sig.

Já lífið heldur áfram, skólinn byrjar á morgun hjá sonardætrunum, Renata, Soffía og jarðneskar leifar sonar míns koma til landsins og ég verð til staðar.

Í höfði mér hljómar kattardúettinn með Guðrúnu Á Símonar í aðalhlutverki, vel við hæfi í ljósi kattleysis.

Njótið hvers annars.

Það er gott að vera til. Kveikjum á kerti

Torfi Freyr Alexandersson


Bálför sonar míns fór fram annan janúar klukkan 19:00 í Póllandi.
Útför hans fer fram frá Fella-og Hólakirkju klukkan 13:00 mánudaginn 8.janúar 2007
Njótum hvers annars.

Það er gott að vera til. Kveikjum á kerti

mánudagur, janúar 01, 2007

Myndir

Karó
Amma Hafdís, afi Gösli, Karó, Hafdís Lilja
Hulda Líf og Hafdís Lilja
Reykský aðhætti Freysa
Hafdís - Hulda - Karó

Það er gott að vera til. Kveikjum á kerti

Nýtt ár

Gleðilegt nýtt ár öll sömul. Takk fyrir þau gömlu. Kærleikur og hlýja umvefji ykkur á nýju ári.


Við erum búin að hafa það gott hér í Borgarnesi öll sömul, ekki síst kettirnir sem eru orðnir svo heimakærir að þeir eru farnir að skríða upp í!!!!!!!!!!! Humm og daaaaaa. Láta afar sleikjulega við mig í von um að ég gauki að þeim fskmeti eða öðru góðgæti, í það minnsta láti af hendi eitthvað annað en vatn og þurrfóður. En þrátt fyrir afar sérkennilegt minni þessa dagana man ég glögglega síðustu fiskmáltíð þeirra.

Hér var eldaður kalkúnn af mikilli list í gærkveldi og við borðuðum fimm saman þar sem heimasætan ( Hulda Líf) hér í Borgarnesi var með okkur líka. Yndislegt að sjá hvað þær eru sætar og vel siðaðar, allir borðsiðir ljósir, þrátt fyrir að sumar gleymdu sér í sötri og smjatti þegar mikið lá við að koma matnum á sinn stað. Við fórum síðan heim til Litlu hjónanna sem eiga Huldu Líf og tókum á móti nýju ári við mikla skotgleði húsbóndans þar, frábært kvöld. Þegar heim kom í afahús, var nafna orðin heldur framlág enda klukkan orðin eitt og mikil gleði og spenna búin að vera allann daginn, afi skreið í rúm fljótlega en við Karó gláptum svolitla stund á sjónvarp saman. Að lokum hafði Óli Lokbrá vinningin fyrir okkur öll.


Njótið dagsins lífsins og hvers annars.

E.S.
Setti myndir á myndasíðuna!

Það er gott að vera til. Kveikjum á kerti

Vorið kemur með von til mí­n.
 
Sign my Guestbook from Bravenet.com Get your Free Guestbook from Bravenet.com