Andleg ruslafata

Lí­f mitt var ekkert nema skáldskapur, dans eftir undarlegu lagi sem enginn heyrði nema ég, dagarnir mínir, stuttir og langir, vísur orð sem rímuðu ekki.

fimmtudagur, september 23, 2021

Unchained melody

 Unchained melody 

Woah, my love, my darling
I've hungered for your touch
A long, lonely time
And time goes by so slowly
And time can do so much
Are you still mine?
I need your love
I need your love
God speed your love to me
Lonely rivers flow
To the sea, to the sea
To the open arms of the sea, yeah
Lonely rivers sigh
"Wait for me, wait for me"
I'll be coming home, wait for me
Woah, my love, my darling
I've hungered, hungered for your touch
A long, lonely time
And time goes by so slowly
And time can do so much
Are you still mine?
I need your love
I need your love
God speed your love to me
Source: LyricFind
Songwriters: Alex North / Hyman Zaret

Það er gott að vera til. Kveikjum á kerti

miðvikudagur, september 22, 2021

Lífsreglur

 Lífsreglur.


Vertu alltaf hress í huga

hvað sem kann að mæta þér.

Lát ei sorg né böl þig buga.

Baggi margra þungur er.

Treystu því að þér á herðar

þyngri byrði ei varpað er

en þú hefur afl að bera.

Orka blundar næg í þér.

---

Grafðu jafnan sárar sorgir

sálar þinnar djúpi í.

Þótt þér bregðist besta vonin

brátt mun lifna önnur ný.

Reyndu svo að henni að hlynna,

hún þó svífi djarft og hátt.

Segðu aldrei: „Vonlaus vinna!“

Von um sigur ljær þér mátt.

---

Dæmdu vægt, þótt vegfarandi

villtur hlaupi gönguskeið.

Réttu hönd sem hollur vinur,

honum beindu á rétta leið.

Seinna, þegar þér við fætur

þéttast mótgangsélið fer,

mænir þú til leiðarljóssins,

ljóss, sem einhver réttir þér.

---

Dæmdu vægt um veikan bróðir

veraldar í ölduglaum

þótt hans viljaþrek sé lamað,

þótt hann hrekist fyrir straum.

Sálarstríð hans þú ei þekkir,

þér ei veist hvað mæta kann

þótt þú fastar þykist standa;

þú er veikur eins og hann.

---

Fyrr en harða fellir dóma

fara skaltu´ í sjálfs þín barm.

Margur dregst með djúpar undir;

dylur margur sáran harm.

Dæmdu vægt þíns bróðir bresti;

breyzkum verður sitthvað á.

Mannúðlega´ og milda dóma

muntu sjálfur kjósa að fá.

---

Þerrðu kinnar þess er grætur.

Þvoðu kaun hins særða manns.

Sendu inn í sérhvert hjarta

sólargeisla kærleikans.

Vertu sanngjarn. Vertu mildur.

Vægðu þeim sem mót þér braut.

Bið þinn Guð um hreinna hjarta,

hjálp í lífsins vanda og þraut.

---

Guðfinna Þorsteinsdóttir


Það er gott að vera til. Kveikjum á kerti

mánudagur, september 20, 2021

Gösli minn hefur kvatt þennan heim, hann valdi fínan dag að fara, 17/9 2021. Sorgin bjó sig heiman að.


 

Það er gott að vera til. Kveikjum á kerti

sunnudagur, október 12, 2008

Heimsins undur.


Öll heimsins undur búa í okkur sjálfum, en samt erum við staðráðin í að leita þeirra annarsstaðar.
Njótum dagsins.


Það er gott að vera til. Kveikjum á kerti

laugardagur, október 11, 2008

Vináttan.

Gulli og perlum að safna sér,
sumir endalaust reyna,
vita ekki að vináttan er,
verðmætust eðalsteina.

Gull á ég ekki að gefa þér
og gimsteina ekki neina.
En viltu muna að vináttan er
verðmætust eðalsteina.


Höf: Hjálmar Freysteinsson, lækni og hagyrðing á Akureyri.

Það er gott að vera til. Kveikjum á kerti

þriðjudagur, september 30, 2008

Bænir.

Ég ólst upp við bænir, morgunbænir og kvöldbænir. Mamma signdi mig áður en ég var sett í nærbol, ég gerði slíkt hið sama við börnin mín ung.
Bænirnar fór ég með fram eftir aldri en einhverstaðar hættu þær að vera regla, urðu undantekning. Ég bað bænir þegar eitthvað bjátaði á, svolítið eins og segir í kvæði" Ef þú heldur í mig núna"
Og núna þegar ég fullorðnast meir og meir hugnast mér að biðja bænir á nýjan leik sofna stundum í miðju faðirvorinu en trúi því að Guð minn heyri til mín og meðtaki hugarfarið sem liggur á bak við bænirnar og þakklætið fyrir hvern dag.

Á vegi mínu um netið sá ég nokkrar bænir, sumum hafði ég gleymt:

Kvöldbænir
Endar nú dagur, en nótt er nær,
náð þinni lof ég segi,
að þú hefur mér, Herra kær
hjálp veitt á þessum degi
Vertu nú yfir og allt um kring
Með eilífri blessun þinni
Sitji Guðs englar saman í hring
Sænginni yfir minni.
(Sigurður Jónsson frá Prestshólum)
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð,þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil svo ég sofi rótt.
(Foersom/Sveinbjörn Egilsson)
Ég fel í forsjá þína,
Guð faðir, sálu mína
því nú er komin nótt.
Um ljósið lát mig dreyma
og ljúfa engla geyma
öll börnin þín svo blundi rótt.
(Matthias Jochumsson)
Láttu nú ljósið þitt
lýsa upp rúmið mitt,
hafðu þar sess og sæti
signaður Jesús mæti.
Ég fel í sérhvert sinn
sál og líkama minn
í vald og vinskap þinn
vörn og skjól þar ég finn
(Hallgrímur Pétursson)
Morgunbænir
Verkin mín,Drottinn, þóknist þér,
þau láttu allvel takast mér,
ávaxtasöm sé iðjan mín,
yfir mér vaki blessun þín.
(Hallgrímur Pétursson)
Vertu, guð faðir, faðir minn,
í frelsarans Jesú nafni,
hönd þín leiði mig út og inn,
svo allri synd ég hafni.
(Hallgrímur Pétursson)
Vertu, góði Guð, hjá mér,
gleði sönn er veitt af þér.
Gjörðu bjart mitt bernskuvor,
blessa, faðir, öll mín spor.
Alltaf veist þú um minn veg,
allt þú veist, sem tala ég,
öll mín verk sér auga þitt,
einnig hjartalagið mitt.
(Einar Jónsson)

Leiddu mína litlu hendi,
ljúfi faðir þér ég sendi.
Bæn frá mínu brjósti sjáðu,
blíði Jesú að mér gáðu.

Hafðu gát á hjarta mínu,
halt mér fast í spori þínu,
að ég fari aldrei frá þér,
alltaf Jesús, vertu hjá mér.
Um þig alltaf sál mín syngi
sérhvern dag, þó eitthvað þyngi.
Gef ég verði góða barnið,
geisli þinn á kalda hjarnið.
(Ásmundur Eiríksson)

Nú er ég klæddur og kominn á ról,
Kristur Jesús veri mitt skjól,
í guðsóttanum gef þú mér
að ganga í dag svo líki þér.
(Hallgrímur Pétursson)

Það er gott að vera til. Kveikjum á kerti

Vorið kemur með von til mí­n.
 
Sign my Guestbook from Bravenet.com Get your Free Guestbook from Bravenet.com