Andleg ruslafata

Lí­f mitt var ekkert nema skáldskapur, dans eftir undarlegu lagi sem enginn heyrði nema ég, dagarnir mínir, stuttir og langir, vísur orð sem rímuðu ekki.

sunnudagur, október 12, 2008

Heimsins undur.


Öll heimsins undur búa í okkur sjálfum, en samt erum við staðráðin í að leita þeirra annarsstaðar.
Njótum dagsins.


Það er gott að vera til. Kveikjum á kerti

laugardagur, október 11, 2008

Vináttan.

Gulli og perlum að safna sér,
sumir endalaust reyna,
vita ekki að vináttan er,
verðmætust eðalsteina.

Gull á ég ekki að gefa þér
og gimsteina ekki neina.
En viltu muna að vináttan er
verðmætust eðalsteina.


Höf: Hjálmar Freysteinsson, lækni og hagyrðing á Akureyri.

Það er gott að vera til. Kveikjum á kerti

þriðjudagur, september 30, 2008

Bænir.

Ég ólst upp við bænir, morgunbænir og kvöldbænir. Mamma signdi mig áður en ég var sett í nærbol, ég gerði slíkt hið sama við börnin mín ung.
Bænirnar fór ég með fram eftir aldri en einhverstaðar hættu þær að vera regla, urðu undantekning. Ég bað bænir þegar eitthvað bjátaði á, svolítið eins og segir í kvæði" Ef þú heldur í mig núna"
Og núna þegar ég fullorðnast meir og meir hugnast mér að biðja bænir á nýjan leik sofna stundum í miðju faðirvorinu en trúi því að Guð minn heyri til mín og meðtaki hugarfarið sem liggur á bak við bænirnar og þakklætið fyrir hvern dag.

Á vegi mínu um netið sá ég nokkrar bænir, sumum hafði ég gleymt:

Kvöldbænir
Endar nú dagur, en nótt er nær,
náð þinni lof ég segi,
að þú hefur mér, Herra kær
hjálp veitt á þessum degi
Vertu nú yfir og allt um kring
Með eilífri blessun þinni
Sitji Guðs englar saman í hring
Sænginni yfir minni.
(Sigurður Jónsson frá Prestshólum)
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð,þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil svo ég sofi rótt.
(Foersom/Sveinbjörn Egilsson)
Ég fel í forsjá þína,
Guð faðir, sálu mína
því nú er komin nótt.
Um ljósið lát mig dreyma
og ljúfa engla geyma
öll börnin þín svo blundi rótt.
(Matthias Jochumsson)
Láttu nú ljósið þitt
lýsa upp rúmið mitt,
hafðu þar sess og sæti
signaður Jesús mæti.
Ég fel í sérhvert sinn
sál og líkama minn
í vald og vinskap þinn
vörn og skjól þar ég finn
(Hallgrímur Pétursson)
Morgunbænir
Verkin mín,Drottinn, þóknist þér,
þau láttu allvel takast mér,
ávaxtasöm sé iðjan mín,
yfir mér vaki blessun þín.
(Hallgrímur Pétursson)
Vertu, guð faðir, faðir minn,
í frelsarans Jesú nafni,
hönd þín leiði mig út og inn,
svo allri synd ég hafni.
(Hallgrímur Pétursson)
Vertu, góði Guð, hjá mér,
gleði sönn er veitt af þér.
Gjörðu bjart mitt bernskuvor,
blessa, faðir, öll mín spor.
Alltaf veist þú um minn veg,
allt þú veist, sem tala ég,
öll mín verk sér auga þitt,
einnig hjartalagið mitt.
(Einar Jónsson)

Leiddu mína litlu hendi,
ljúfi faðir þér ég sendi.
Bæn frá mínu brjósti sjáðu,
blíði Jesú að mér gáðu.

Hafðu gát á hjarta mínu,
halt mér fast í spori þínu,
að ég fari aldrei frá þér,
alltaf Jesús, vertu hjá mér.
Um þig alltaf sál mín syngi
sérhvern dag, þó eitthvað þyngi.
Gef ég verði góða barnið,
geisli þinn á kalda hjarnið.
(Ásmundur Eiríksson)

Nú er ég klæddur og kominn á ról,
Kristur Jesús veri mitt skjól,
í guðsóttanum gef þú mér
að ganga í dag svo líki þér.
(Hallgrímur Pétursson)

Það er gott að vera til. Kveikjum á kerti

mánudagur, ágúst 11, 2008

Aldeilis himnesk.

Ótrúlegt hvað daman stækkar fljótt! Heiðrún Björg Hlynsdóttir er hér heldur sposk á svip.
Ég brá mér í Hólminn á dögunum til að knúsa dömuna. Ekkert er mikilvægara í veröldinni víðri en knús.

Njótum þess er við höfum.

Það er gott að vera til. Kveikjum á kerti

sunnudagur, ágúst 10, 2008

Hugsandi eða hvað?

ÉG HEF VERIÐ AÐ REYNA AÐ HUGSA.

Það gengur ekki, kattarólánskvikindið truflar mig við skriftir, hann er að gera heiðarlega tilraun til að veiða fluguna sem hefur truflað mig í dag.

Njótum hvers annars.

Það er gott að vera til. Kveikjum á kerti

föstudagur, ágúst 08, 2008

Til Guðs

Til Guðs frá Jóhannesi.


Komdu blessaður drottinn minn sæll og blessaður

og þakka þér fyrir gamalt og gott

nú er orðið langt síðan við höfum sézt

við höfum einhvern veginn farizt á mis


Ég hef stundum verið að segja við sjálfan mig

guð minn guð minn hví hefur þú yfirgefið mig

það er skömm að því að hittast ekki oftar

eins og við vorum nú samrýmdir í gamla daga


Þú varst alltaf svo skemmtilegur á jólunum

mikið varstu nú almáttugur og algóður

og mikið hefurðu nú gengizt fyrir síðan

ég held þú sért orðinn ennþá karlalegri en égEr ekki voða erfitt að vera guð á svona tímum

hvað líður vísitölunni í himnaríki núna

tollir nokkur sála hjá þér þarna í sveitinni

fara ekki allir til fjandans í höfuðstaðinn


Skaparðu nokkuð merkilegt nú orðið

hefurðu nokkurn stundlegan frið fyrir mönnunum

eru þeir ekki alltaf að hóta þér verkfalli

eru þeir ekki alltaf að biðja þig um stríð


Nú erum við íslendingar hættir við byltinguna

við græddum svo mikið á síðasta stríði

heldurðu að þú gefir okkur nú ekki eitt enn

eða kannski þú sendir okkur nýjan frelsaraSkelfing leiðist mér hvað þú ert á hraðri ferð

því gaman hefði verið að spjalla lengur við þig

jæja drottinn minn vertu ævinlega margblessaður

og feginn vildi ég eiga þig að


Jóhannes úr Kötlum

Það er gott að vera til. Kveikjum á kerti

mánudagur, júlí 28, 2008

Afmæli

Hún á afmæli í dag hún á afmæli í dag hún á afmæli hún Alma - hún á afmæli í dag.

Til hamingju með daginn Alma.

Bæn dagsins

Nú er ég klæddur og kominn á ról,
Kristur Jesús veri mitt skjól,
Í guðsóttanum gef þú mér
að ganga í dag svo líki þér.

Það er gott að vera til. Kveikjum á kerti

Vorið kemur með von til mí­n.
 
Sign my Guestbook from Bravenet.com Get your Free Guestbook from Bravenet.com