Andleg ruslafata

Lí­f mitt var ekkert nema skáldskapur, dans eftir undarlegu lagi sem enginn heyrði nema ég, dagarnir mínir, stuttir og langir, vísur orð sem rímuðu ekki.

föstudagur, júlí 28, 2006

Humm.
Hún á afmæli í dag. Til hamingju með það.
Hún átti afmæli í gær. Til hamingju með það.
Systradætur hennar Möttu syss eru sem sé orðnar eldri. Við mæður þeirra eldumst líka og allar(systur-systradætur-systradætradætur) fríkkum við með hverju ári. Ég er til að mynda falleg mínum og svo ekki orð um það meir.

Ég hef oft skammast yfir bloggleti hinna ýmsu bloggara, sent þeim tóninn úr minni andans ruslafötu, skítleg orð og skæting. Ég sendi mér hér með sama tón með sama innihaldi.

Njótið dagsins lífsins og hvers annars.

Það er gott að vera til. Kveikjum á kerti

fimmtudagur, júlí 13, 2006

Höfuð í bleyti

og heilinn í karrý.

Karrý er sem sé allra meina bót.

Í gær þann tólfta átti hún Hafdís Lilja níu ára afmæli. Til hamingju með það litlan mín. Hún er flutt ásamt fjölskyldu sinni til Póllands. Það er tómarúm í hjarta mínu en gleði í leiðinni, lífið er eins og það er sambland af gleði og sorg. Sorgin stafar af eigingirni, gleðin af væntumþykju.

Maðurinn sem elskar mig eins og ég er vitnaði í stórskáldið þegar við hittumst loks " Ég sakna þín mest á nóttinni þegar svipirnir fara á stjá". Sætt.

Hann þarf núna að deila rúmi með langömmusystir. Já nýr áfangi í lífinu - langömmusystir.

Nú................ Matta stóralitla systir ( elst en minnst) á son sem heitir Pétur Ólafur hann á dóttir sem heitir Heba og sú fallega stúlka eignaðist tvíbura. Strák og stelpu.

Nú er bara spurning um hvert nafnanna er hljómþýðara:

Ingi og Hafdís
Inga og Hafdísar
Mjöll og Liljar
Lilja og Mjallar

Allavega er ég fullviss um að foreldrarnir verða þakklátir fyrir nafnavalið.


Lítil fjögurra ára trúði mér fyrir því að flóarnir hefðu bitið hana í fótinn. Húxa:
Faxaflói og Húnaflói?


Þar sem vindarnir fikta ekkert í gardínunum stefni ég á fótaferð.


Njótið dagsins lífsins og hvers annars.

Það er gott að vera til. Kveikjum á kerti

Vorið kemur með von til mí­n.
 
Sign my Guestbook from Bravenet.com Get your Free Guestbook from Bravenet.com