Í gær ef gærdagurinn er til, þá saknaði ég þess að vera ekki í Grímsey. Ég veit að á páskadag hvert á verpa hanarnir þar eggjum. Eggin eru ekki hvít ekki brún heldur í öllum regnbogans litum afar skrautleg, ekkert með sama lit eða sama mynstri. Ég veit að þetta er satt því ég hef séð með eigin augum, eggin í varpkössum sem tilheyra Grenivík í Grímsey. Einstök upplifun eftilvill gefst mér tækifæri að fara með barnabörnin mín þangað einn góðan páskadag svo þau geti upplifað slíkt hið sama.
Í Grímsey er líka hægt að sofa í faðmi kálfs á hlaðvarpanum eftir langan dag. Og ég svaf vel, kálfurinn hreyfði sig ekki fyrr en ég losaði svefn. Mikil ró og dýrð.
Miklar breytingar eru framundan en ekkert við því að gera. Ég upplifi þó eigingirni við tilhugsunina um að tvær ömmustelpur ásamt foreldrum eru að flytja af landi brott í júlí. Það er langt til Póllands. Þrjú til fimm ár er langur tími í þroska einstaklings.
Litli ömmustúfurinn fékk nafn á dögunum nú pilturinn fékk nafnið Ólíver og er Bjarkason það er gott að hafa nafn. Óliver er minni útgáfan af pabba sínum, alltaf glaður síbrosandi sæll og sætur, heilbrigður í alla staði er nokkuð yndislegra.
Óliver hefur valið sér fína foreldra.
Og úr einu í annað.
Ég hef nýtt þessa frídaga vel, notað Göslarann minn sem tilraunadýr. Hann krumpast nú dalítið framan í en lætur sig hafa það að taka þátt í vitleysunni allri eins og hún leggur sig.
Hann hefur legið í baði með alskyns ilmkjarnaolíum.
Hann hefur setið stilltur og prúður með fæturnar í bleyti, vatnið gegnumsýrt af söltum og olíum.
Hann hefur setið hálf urrandi með hendurnar í volgu vatni að sjálfsögðu með sérstökum olíum.
Hann hefur löðrað á sig handáburði í tíma og ótíma þessa dagana sem ástkona hans bjó til með skelfilegum afleiðingum fyrir allt eldhúsið.
Hann hefur fengið allskonar nudd á hina ýmsu líkamshluta, allt með tilliti til virkni ilmkjarnaolía.
Hann liggur inn í rúmi núna --- kreistir aftur augun og þykist sofandi. Ég held að hann sé að gefa það til kynna að hann sé hættur sem tilraunadýr, því í hvert sinn sem hann stígur sínum nettu fótum fram úr rúminu stekk ég til með nýja tilraunablöndu.
Ég er lánsöm að vera elskuð eins og ég er.
En ekki er öll von úti yngsti sonurinn er á leið til landsins eftir þrjá daga ég efast ekki um eina mínúta að hann bjóði sig fram sem tilraunadýr. Hann hlýtur að vera allur í íþróttameiðslum sem ég get meðhöndlað af þeim mikla áhuga og elju sem ég legg í ilmkjarnaolíur þessa dagana.
Njótið hvers annars.