Andleg ruslafata

Lí­f mitt var ekkert nema skáldskapur, dans eftir undarlegu lagi sem enginn heyrði nema ég, dagarnir mínir, stuttir og langir, vísur orð sem rímuðu ekki.

fimmtudagur, nóvember 30, 2006

Desember

Desember á morgun. Hummmmmmmm.
Dýrðin ein ekki hægt að segja annað. Í desember fer ég í tvö próf, ég hlakka til. Í desember koma jólin, ég hlakka til. Í desember fer ég í jólafrí, ég hlakka til. Í desember fer ég með honum Gösla mínum til Póllands, ég hlakka til. Í desember get ég fengið kaupæði án athugasemda, ég hlakka til. Það er nú reyndar orðatiltæki á mínu heimili" Næst þegar þú færð kaupæði elskan mín þá............."Það er nú þannig að kerlingin eyðir því sem karlinn aflar, það fer mér vel.

Ég gleymi því of oft hve lánsöm ég er, en ég er þakklát þeim gjöfum sem mér eru gefnar.


Á leið í Alexanderstækni.

Njótið dagsins, lífsins og hvers annars.

Það er gott að vera til. Kveikjum á kerti

þriðjudagur, nóvember 28, 2006

Arg.

Ég þoli ekki færslur sem hverfa. Ekki orð um það meir.

Njótið hvers annars.

Það er gott að vera til. Kveikjum á kerti

mánudagur, nóvember 20, 2006

Stundum

Stundum er allt í sómanum allstaðar, stundum er allt í fári allstaðar alltaf er ó gott ef lífið er í jafnvægi. Dagarnir potast áfram og aftur eru að koma jól. Jól tvisvar á ári, yndislegt. Ég var og er mikið jólabarn, ekkert getur tekið það frá mér nema ég sjálf. Ég hlakka til jólanna og ætla í dag að fara að kaupa fyrstu tvær jólagjafirnar. Veit hvað ég ætla að kaupa aldrei þessu vant.

Svo týnist þetta til eitt af öðru.

En spurningin stóra er:

Hver fær að gefa Göslaranum bókina sem hann óskar eftir í ár?

Þeir sem verða útundan geta þá gefið honum pípu eða píputóbak.


Henni dóttur minni hefur aldrei líkað þessi fjölbreytni.


Njótið dagsins, lífsins og hvers annars.

Það er gott að vera til. Kveikjum á kerti

miðvikudagur, nóvember 15, 2006

Athugandi

Guð skapaði manninn í sinni mynd!!

Acne vulgaris, Alnæmi, Alzheimerssjúkdómur, .................
Ofsóknarkennd, Osteogenesis imperfecta, Osteoporosis, Ökklatognanir,Öldrunarsykursýki................Parkinsonsveiki, Persónuleikaröskun, Pertussis, Pilonidal sinus, Pityriasis rosea, Pityriasis versicolor, Pseudocroup, Psoriasis, Psoriasis arthritis......................


Tannáta/tannskemmdir, Tannholdssjúkdómar, Taugabólga hjá sykursjúkum, Tennisolnbogi, Thiomersal, Tinea capitis, Tinea corporis, Tinea pedis, Tinea unguium, tinnitus, Tourette heilkenni, Trichomoniasis, Tvíburabróðir, mislingabróðir,
Þruskusveppur, Þunglyndi, Þursabit, Þvagblaðra, steinar og æxli, Þvagfærasýkingar hjá börnum, Þvagleki, Þvagsýrugigt, Ulcus Cruris, Undirmiga, Unglingabólur, Uppsölu- og niðurgangspestir, Utanlegsfóstur , Útferð, Vaxtarhormónaskortur, Vefjagigt, Vitglöp, Vöðvaæxli í legi, Vöðvabólga, Vöðvaslensfár, Vogrís, Völundarsvimi, Vörtur, Vaxtartruflanir...


...Kannski er þetta ástæðan fyrir því að hann hafi látið svona lítið fyrir sér fara seinustu 2000 árin?





Það er gott að vera til. Kveikjum á kerti

Hummað

Nú er ég að fikta í forminu.

Það er gott að vera til. Kveikjum á kerti

sunnudagur, nóvember 12, 2006

Að morgni dags.

Ég sat á námskeiði í gær og sit á námskeiði í dag, reyndar er þetta skrökusaga því mest er verkleg svo lítið er setið. En þegar verið var að fara yfir efnið eftir glærum hélt ég varla athygli, því stafsetningin truflaði mig. Ég var aldeilis ekki á námskeiði til að læra stafsetningu þó svo ekki veiti af.
Minn ágæti kennari hefur augljóslega tekið þá ákvörðun að nota ekki "y" trúlega allt í lagi en það truflaði mig. Og ekki orð um það meir.

Mikið er að hugsa um og hratt er farið yfir, spurningin er hvað situr eftir? Ég get hlustað hratt, unnið hratt en ég á ekki eins auðvelt með að minnissetja hratt. Hvað er til ráða?

Ef ég væri ekki að fara til að hlusta hratt og vinna, myndi ég húxa málið upp á nýtt.

Njótið dagsins, lífsins og hvers annars.

Það er gott að vera til. Kveikjum á kerti

þriðjudagur, nóvember 07, 2006

Óliver

Pilturinn er alveg eins og amman. Alltaf kátur.

Njótið hvers annars.

Það er gott að vera til. Kveikjum á kerti

Nuddið



Svona fara teygjuaðferðir fram.

Njótið hvers annars.

Það er gott að vera til. Kveikjum á kerti

föstudagur, nóvember 03, 2006

Í fjörunni fann ég:

Fólk sem að fæddist fyrir 1990 ætti að vera dáið!!! (eða vorum við bara heppin??)
Já, samkvæmt löggjöfum og skriffinnum nútímans ættu þau okkar sem voru börn á 5., 6., 7. og 8. áratuga síðustu aldar ekki að hafa lifað af.

HVERS VEGNA VAR ÞESSI NIÐURSTAÐA OKKAR SVONA?

Jú, barnarúmin okkar voru máluð með blýmálningu.
Það var engin barnalæsing á lyfjaglösum, hurðum eða skápum og þegar við hjóluðum notaði ekkert okkar hjálm.
Sem börn sátum við í bílum án öryggisbelta og/eða púða.
Að fá far á vörubílspalli var sérlega gaman.
Við borðuðum brauð með smjöri, drukkum gos með sykri, en fæst okkar lentu í offituvandamálum, því við vorum alltaf úti að leika.
Við deildum gjarnan gosflösku með öðrum og allir drukku úr sömu flöskunni án þess að nokkur létist.
Við vörðum löngum stundum í að byggja kassabíl úr dóti og drasli og þutum á honum niður brekkuna, bara til að uppgötva að við höfðum gleymt bremsunum.
Eftir nokkrar veltur lærðum við að leysa vandamálið.
Við fórum að heiman snemma á morgnanna til að leika okkur allan daginn og komum aftur heim í kvöldmat
Enginn hafði möguleika á því að ná í okkur yfir daginn.
Engir farsímar. Ha, engir farsímar? Óhugsandi!
Sumir áttu litlar talstöðvar sem var flott að eiga!
Við áttum ekki Playstation, Nintento 64, X-box, enga tölvuleiki, ekki fjölmargar rásir í sjónvarpinu, ekki video, ekki gervihnattasjónvarp, ekki heimabíó, farsíma, heimilistölvu eða spjallrásir á Internetinu.
Við eignuðumst vini!
Við fórum bara út og fundum þá.
Við duttum í skurði, skárum okkur, fótbrotnuðum, brutum tennur, en enginn var kærður fyrir þessi óhöpp. Þetta voru jú óhöpp.
Það var ekki hægt að kenna neinum um? nema okkur sjálfum.
Manstu eftir óhappi?
Við slógumst, urðum blá og marin og lærðum að komast yfir það.
Við lékum okkur í nýbyggingum, fundum upp leiki með naglaspýtum og drasli og átum Maðka og reyktum njóla.
Þrátt fyrir aðvaranir voru það ekki mörg augu sem duttu út og ekki lifðu maðkarnir inni í okkur til eilífðar og margir gáfust upp á fyrsta njólanum!
Við hjóluðum eða gengum hvert til annars, bönkuðum á dyrnar, gengum inn og létum eins og heima hjá okkur.
Við lékum okkur úti eftir kvöldmat, fórum í fallin spýta, eina krónu, eltingaleik eða feluleik, svo ekki sé minnst á löggu og bófa.
Svo þegar aldurinn sagði til sín fórum við í kossaleik og eignuðumst kærustu/kærasta.Það þurfti engar félagsmiðstöðvar eða neina til að stjórna okkur - Við stjórnuðum okkur sjálf.

Sumir nemendur voru ekki eins glúrnir og aðrir, þeir lentu í tossabekk. Hræðilegt....
En þeir lifðu af.
Engin vissi hvað Rídalín var og engin bruddi pillur sem barn.
Við fórum í sunnudagsskóla eða sóttum KFUM og K, sungum og vorum í skátunum og lærðum hnúta og kurteisi.
Ef það sprakk á hjólinu lagfærðum við það í sameiningu og alveg sjálf.
Morgunkornið okkar var m.a. TRIX morgunkorn, og við lifðum af litarefnið í því...

OG AFLEIÐINGIN ER ÞESSI!

Síðustu 50 ár hafa verið sprengja nýsköpunar og nýrra hugmynda.
Við áttum frelsi, sigra ósigra og ábyrgð og við lærðum að takast á við það allt saman.
Við sem ólumst upp áður en löggjafi og stjórnvöld settu lög og reglur um líf okkar sem þeir segja að sé "okkur sjálfum fyrir bestu"?.
Þessi kynslóð hefur alið af sér fólk sem er tilbúið að taka áhættu, góð að leysa vandamál og bestu fjárfestar nokkru sinni.
Við áttum bara gott líf er það ekki?

Kveðja
Arna Eir



Mér þótti þetta snilldin ein

Njótið hvers annars

Það er gott að vera til. Kveikjum á kerti

fimmtudagur, nóvember 02, 2006

Depurð og slen

Út hefur verið gefið að skammdegisþunglyndi er ekki til, þar sem ég hefði glöð verið með skammdegisþunglyndi ef það hefði verið til er ég í vondum málum.
Nú ég vil vera í góðum málum svo ég fann það út að mig hrjáir depurð og slen ekki svo slæmt í dag en gærdagurinn var eins og ég hefði allar heimsins byrðar á herðunum. Og sá ekki daginn þó dimmur væri.(venjulega er skíma)
Tók þá ákvörðun að liggja undir sæng í eymd og volæði, aumingjaskap og vanlíðan. En ákvað af alkunnu minni á rúmlegu, að fara í skólann með skeifu niður á hné. Eftir að hafa stuðað skólafélagana með framkomu minni (andlegt ástand mitt sést langar leiðir) þá ákvað hún Þórhildur að athuga orkustöðvarnar mínar, sem reyndust allar nema ein blokkeraðar nú hún gerði það sem þurfti af sinni miklu gæsku og snilld, heim fór ég ekki fyrr en allar stöðvar voru opnar. Undarleg því það var eins og þungu fargi hefði verið létt af mér. Ég er þakklát Þórhildi einstök manneskja.

Í dag líður mér betur ætla út í daginn ekki með skeifu, ætlaði að segja með bros á vör en hætti við kannski ég brosi bara á eftir þegar ég hitti hann Óliver sem er sonarsonur. Svo rúlla ég bara upp deginum í rólegheitum, geng á Guðsvegum.

Njótið dagsins, lífsins og hvers annars.

Það er gott að vera til. Kveikjum á kerti

Vorið kemur með von til mí­n.
 
Sign my Guestbook from Bravenet.com Get your Free Guestbook from Bravenet.com