Andleg ruslafata

Lí­f mitt var ekkert nema skáldskapur, dans eftir undarlegu lagi sem enginn heyrði nema ég, dagarnir mínir, stuttir og langir, vísur orð sem rímuðu ekki.

mánudagur, nóvember 12, 2007

Morgun

Oft er ég morgunbjört og fögur, nú er ég fögur. Morgundimm og fögur - hljómar ekki sérlega vel, ekkert bjart yfir þeirri staðreynd. Það er dimmt yfir, malbikið svart enda er tólfti nóvember í dag skammdegið siglir brátt í hámark og svo er mamma mín áttræð, til hamingju mamma mín.

Jólin innan seilingar, börnin gleðjast, vonandi foreldrarnir líka. Einhver ætti að vera glaður yfir 700 milljóna leikfanga kaupum. Ég held þó að búðareigendur séu sælastir.

Ég velti því á stundum fyrir mér hvert allt fer sem ekki selst, veit að mat er hent.

Hvað með fötin sem ekki seljast?
Húsgögnin sem ekki seljast?
Leikföngin sem ekki seljast?
Allt glingrið og afþurrkunarefnið sem ekki selst?

Allt fer úr tísku, verður óþarfi, nýtt kemur gamalt fer. Yfirfull hús af lítilsverðum hlutum, sjaldan eða ekki notuðum, fáum eða engum til gleði.

Ég er pappírsþurrkudrottning Íslands, veit satt að segja ekki hvað ég gerði án pappírsþurrkna. Kannski tæki ég til hendinni og notaði bekkjarýjur ef í nauðir ræki. Sé til, hugsa málið.

Ég er að hugsa um að kaupa mér eggjasuðutæki í dag. Er með smá laust skáparými.



Þetta er góður dagur, mér líður vel, heilsan fráfær, skapið gott þrátt fyrir nöldur og taut enda eins og hann Gösli minn segir ég væri ekki ég ef ég væri ekki eins og ég er. Þó eru áhöld um það á heimilinu.

Njótum dagsins, lífsins og hvers annars.

Það er gott að vera til. Kveikjum á kerti

föstudagur, nóvember 09, 2007

Leiðin okkar allra

Ég ætla mér út að Kalda
örlögin valda því.
Mörgum á ég greiða að gjalda
það er gömul saga og ný.

Guð einn veit hvert leið mín liggur
líf mitt svo flókið er
oft ég er í hjarta hryggur
en ég harka samt af mér.

Eitt lítið knús, elsku mamma
áður en ég fer.
Nú er ég komin til að kveðja.
Ég kem aldrei framar hér.

En mánaljósið fegrar fjöllin
ég feta veginn minn.
Dyrnar opnast draumahöllin
og dregur mig þar inn.

Ég þakkir sendi, sendi öllum
þetta er kveðjan mín.
Ég mun ganga á þessum vegi
uns lífsins dagur dvín.

Hjálmar( vonandi rétt eftir haft)

Það er gott að vera til. Kveikjum á kerti

Blóm

Maður getur alltaf á sig blómum bætt.

Það er gott að vera til. Kveikjum á kerti

fimmtudagur, nóvember 08, 2007

Fleiri vel valin orð.

Ert þú að velta því fyrir þér hvort þú sért tilbúin(n) til að eignast barn?


Þá ættirðu kannski að taka þetta próf fyrst!

Fituprófið

Smurðu hnetusmjöri á sófann og aðeins upp á gardínurnar.
Settu nokkrar kjötbollur á bak við sófann og láttu þær vera þar yfir sumarið.

Leikfangaprófið

Náðu í kassa með 25 kílóum af Legó-kubbum.
Fáðu vin þinn til að dreifa vel úr kubbunum á gólfið í íbúðinni.
Láttu binda fyrir augun á þér.
Reyndu svo að fara frá svefnberginu og inn í eldhús og aftur til baka.
Það er bannað að vera í skóm og alveg bannað að æpa því það getur vakið barnið um nætur.

Stórmarkaðsprófið

Fáðu lánað eitt dýr af millistærð (t.d. geit) og farðu með hana í næsta stórmarkað að versla. Hafðu auga með geitinni allan tímann og borgaðu fyrir allt sem hún étur eða eyðileggur.

Fataprófið

Hefurðu prófað að klæða tveggja ára gamalt barn í föt?
Fáðu þér stóran, lifandi og spriklandi kolkrabba.
Troddu honum í lítið innkaupanet og passaðu að hafa alla armana inni í pokanum.

Matarprófið

Keyptu þér stóra plastkönnu. Fylltu hana til hálfs með vatni og hengdu hana svo upp í loftið í snúru. Láttu könnuna sveiflast til og frá eins og pendúl.
Reyndu nú að koma einni matskeið af hafragraut niður um stútinn á könnunni um leið og þú leikur flugvél með skeiðinni.
Helltu svo öllu innihaldinu á gólfið.

Næturprófið

Saumaðu þér lítinn poka úr sterku efni og fylltu hann með 4-5 kílóum af sandi.
Klukkan 15 tekur þú pokann upp og byrjar að ganga um gólf með hann um leið og þú raular. Þessu heldur þú áfram til kl. 21.
Leggðu þá pokann frá þér og stilltu vekjaraklukkuna á 22.
Þá þarftu að vakna, ná í sandpokann og syngja öll þau lög sem þú hefur mögulega heyrt um ævina.
Semdu svo 10-12 ný lög og syngdu þau til kl. 4 um morguninn á meðan þú gengur um gólf með pokann.
Stilltu vekjaraklukkuna á 5. Vaknaðu og taktu til morgunmat.
Gerðu þetta alltaf 5 daga í röð og líttu glaðlega út!

Bílprófið

Gleymdu því að fá þér BMW og fáðu þér station-bíl (þið vitið þessi löngu að aftan til að geyma vagna, kerrur og alls konar fylgihluti!)
Keyptu þér súkkulaðiís í brauði og settu hann í hanskahólfið. Láttu hann vera þar.
Finndu krónu. Settu hana inn í geislaspilarann í bílnum.
Fáðu þér stóran pakka af kexkökum og myldu þær allar í aftursætið.
Nú er bíllinn tilbúinn!

Þolpróf kvenna

Fáðu lánaðan stóran grjónapúða og festu hann framan á magann á þér.
Þú getur notað öryggisnælur og nælt pokanum í fötin þín.
Hafðu pokann framan á þér í 9 mánuði.
Að þeim tíma liðnum geturðu fjarlægt 1/10 af innihaldi pokans - 9/10 verða eftir.


Af hverju sagði mér enginn þetta fyrr?

Það er gott að vera til. Kveikjum á kerti

miðvikudagur, nóvember 07, 2007

Nokkur vel valin orð.

Einhver sagði...
-Einhver sagði að það tæki um 6 vikur að komast aftur í eðlilegt ástand eftir fæðingu barns......Einhver veit ekki að um leið og þú verður móðir heyrir "eðlilegt ástand" sögunni til.

-Einhver sagði að mæður þekki móðurhlutverkið af eðlishvöt......Einhver hefur aldrei þurft að versla í fylgd þriggja ára barns.

-Einhver sagði að móðurhlutverkið væri leiðitamt......Einhver hefur aldrei ferðast í bíl eknum af unglingi með ökuleyfi.

-Einhver sagði að ef þú ert "góð" móðir muni barnið líka "verða gott"......Einhver heldur að barni fylgi leiðbeiningar og ábyrgðarskírteini.

-Einhver sagði að "góðar" mæður hækkuðu aldrei róminn við börnin sín......Einhver hefur aldrei farið út í garð rétt í tæka tíð til að sjá barnið sitt sparka fótbolta í gegnum eldhúsglugga nágrannans.

-Einhver sagði að menntun væri óþörf í móðurhlutverkinu......Einhver hefur aldrei þurft að hjálpa 10 ára barni við að leysa stærðfræðiverkefni.

-Einhver sagði að það væri ómögulegt að elska fimmta barn eins mikið og fyrsta barn......Einhver á ekki fimm börn.

-Einhver sagði að öll svör við vandamálum tengdum börnum sé hægt að finna í bókum......Einhver hefur aldrei séð barn troða baun í nef sitt eða eyra.

-Einhver sagði að erfiðasta kafla móðurhlutverksins væri lokið við barnsburð og fæðingu......Einhver hefur aldrei horft á eftir krílinu sínu fara eitt inn í stóra byggingu á fyrsta skóladegi, eða stíga upp í flugvél á leið í fyrsta íþróttakeppnisferðalagið sitt.

-Einhver sagði að mæður geti unnið verk sitt með augun lokuð og aðra hönd fyrir aftan bak......Einhver hefur aldrei þurft að halda tuttugu 5 ára gríslingum ánægðum í barnaafmæli.

-Einhver sagði að mæður geti sleppt hendinni þegar börn þeirra giftast......Einhver veit ekki að hjónaband felur í sér nýjan son eða dóttur til að elska.

-Einhver sagði að starfi mæðra sé lokið þegar yngsta barnið fer að heiman......Einhver á engin barnabörn.

-Einhver sagði að móðir þín viti vel að þú elskir hana svo það sé óþarfi að tyggja á því......Einhver er ekki móðir.


Njótum dagsins, lífsins og hvers annars.

Það er gott að vera til. Kveikjum á kerti

mánudagur, nóvember 05, 2007

Hvað skiptir mig máli?

Allt fyrir þig Matta Syss!
Óliver Bjarkason varð tveggja ára nú í október, í jakkafötum, vesti og með bindi svo smekk.
Fínastur í jakkafötum og í stígvélum, amma elskar uppáklædda unga menn!

Það sem skiptir máli er það sem stendur mér nálægt, barnabörnin:


Dótturdóttirin Hrefna Helgadóttir
Sonardóttirin Heiðrún Björg Hlynsdóttir
Sonarsonurinn Óliver Bjarkason
Sonardótturin Hafdís Torfadóttir
Sonardóttirin Karólína Torfadóttir
Sonardóttirin Hulda Freysdóttir
Sonarsonurinn Ágúst Freysson
Sonardóttirin Magnea Óðinsdóttir
Og allar ömmustelpurnar sem ég á líka: Kata, Lísa, Harpa, Andrea, Birgitta, Heiða sem sé allar stelpurnar hans Óla hennar Ingu syss.
Karen og Heiðdís Söndrudætur og Sandra er dóttir Ingu syss.
Öll börnin mín, systkyni mín, í raun allir sem ég umgengst, mynda tengsl við, mér finnst í raun ekki skipta máli með blóðbönd heldur einnig þau tengsl sem myndast við samskipti og nærveru. Ég er þessa dagana afar upptekin af barnabörnunum, þau eru svo stórfengleg, friðsæl og einstök.



Okkur Óliver finnst gaman að vera tvö ein, hann að pósa og ég að dáðst að honum.(hoppa í sófanum þegar engin annar er heima)
Hér erum við systur, sætar og sællegar.
Heiðrún og Hlynur svo aldeilis alveg eins, lagleg bæði tvö alveg eins og amman.


Svo vill nú til að Heiðrún á mömmu sem heitir Unnur Edda, bara svo allir haldi ekki að Heiðrún(Fyrirsætan )sé eingetin af föður.


Svo passar Heiðrún alveg við mig!

Hér er nú Hrefna (veðurdís) Helgadóttir, alsæl hjá ömmu sinni enda voða fín amma sem hún á.

Södd og sæl, sofandi á ömmuöxl.



Hvurslags meðferð er þetta eiginlega á mér Amma?



Afi Gösli er alltaf jafn sætur og tekur okkur öllum eins og við erum.

Hér er hún Hafdís Torfadóttir sposk á svip.


Ótrúlega svipfögur ung dama Lísa Lind Ólafsdóttir.



Fann svona sæta mynd af Jóni bróður og hans fjölskyldu.

Matta syss ekki fleiri myndir hér í þessari tölvu en meira annarsstaðar sem koma þá fyrr en varir.

Njótum þess sem við höfum, fortíðin er liðin og við erum frjáls af henni, framtíðin er óskrifað blað svo dagurinn í dag er gærdagur morgundagsins njótum hans í botn og allra sem við þekkjum.










Það er gott að vera til. Kveikjum á kerti

laugardagur, nóvember 03, 2007

Það er laugardagsmorgun

Og við gamla settið höfum setið og íhugað lífið tilveruna og annað skemmtilegt hér í Borgarnesinu. Helsu fréttir eru að það á að skíra Körfu litlu Hlynsdóttir inn í kristna kirkju á morgun og gefa henni nafn í leiðinni, fínt að gera þetta á sunnudegi og það sunnudeginum þegar tvíburabræður mínir eldast um eitt árið enn, það er gott að eldast.

Hjá okkur turdildúfunum eru tvær ungar stúlkur ljóshærðar og laglegar, þær spilla okkur en gera okkur líka að betra fólki með blíðu sinni og einlægni.

Það er gott að vera til ekki annað hægt að segja.

Hálfsvíinn er með athugasemdir um bloggleti og annan ósóma hef bætt úr.

Njótum dagsins, lífsins og hvers annars.

Það er gott að vera til. Kveikjum á kerti

föstudagur, nóvember 02, 2007

Ekkert

Ekkert að frétta.



Engar skoðanir.



Engin niðurstaða.



Engin íhugun.



Engin hugsun.



Skildi ég vera á lífi?



Njótum dagsins, lífsins og hvers annars.

Það er gott að vera til. Kveikjum á kerti

Vorið kemur með von til mí­n.
 
Sign my Guestbook from Bravenet.com Get your Free Guestbook from Bravenet.com