Andleg ruslafata

Lí­f mitt var ekkert nema skáldskapur, dans eftir undarlegu lagi sem enginn heyrði nema ég, dagarnir mínir, stuttir og langir, vísur orð sem rímuðu ekki.

fimmtudagur, apríl 24, 2008

Sumarið er komið



Sumardagurinn fyrsti.

Ég er stödd á rómantískum stað, á þessum degi elskenda. Allavega elskum við hvort annað skilyrðislaust ég og Gösli minn.

Þar sem hann er að vinna og ég sit og horfi út á leirurnar með ástarsöng fugla í eyrum þá líður um hugann sitt hvað fallegt:


Það er gott að elska

Það var einn morgun snemma sumars þegar sólin kíkti inn
ég sat við gluggann með kaffið var að horfa á himininn
geislarnir tipluðu inn á hvítum fótum og földu brosin sín
og fundu þig undir sænginni mjúku og opnuðu augun þín.

Viðlag:
og Það er gott að elska
og það er gott að elska
og það er gott að elska
konu eins og þig.

Þú býður mér blíðlega góðan dag og drekkur þitt kínverska te
dimmblá fegurð augna þinna er það eina sem ég sé
Það er ljúft að horfa á þig og finna friðinn sem leggur frá þér
ú ert falleg svona nývöknuð, þú ert allt sem ég óska mér.

Og það er gott ...

Og nú er ég orðinn faðir og finn hvursu ljúft það er
að fá furðu smáar hendur að morgni dags um háls á mér.
Og gagnvart konu eins og þér er ástin mitt eina svar
og ef það er líf eftir þetta líf þá mun ég elska þig líka þar.

Og það er gott ...


Bubbi Morthens





Með þér

Sérðu ekki við fæddumst til að standa hlið við hlið
og halda út á veginn saman og líta aldrei við.
Með þér vil ég verða gamall og ganga lífsins veg
með þér er líf mitt ríkara - með þér er ég bara ég.

Menn segja ég sé breyttur og syngi um börnin og þig
ég syng um það sem skiptir máli aðeins fyrir mig.
Eitt mátt þú vita - ég elska þig meira en lífið sjálft
ég trúi án þín mitt líf væri hvorki heilt né hálft

Með þér er vorið yndislegt
og sumarið dýrðin ein.
Með þér er haustið göngutúr
og ævintýri undir stein.
Með þér er veturinn kertaljóskoss og stök rós.

Bubbi Morteins

Ást

Sólin brennir nóttina,
og nóttin slökkvir dag;
þú ert athvarf mitt fyrir
og eftir sólarlag.

Þú ert yndi mitt áður
og eftir að dagur rís,
svölun í sumarsins eldi
og sólbráð á vetrarins ís.


Svali á sumardögum
og sólskin um vetrarnótt,
þögn í seiðandi solli
og söngur, ef allt er hljótt.

Söngur í þöglum skógum
og þögn í borganna dyn,
þú gafst mér jörðina og grasið
og guð á himnum að vin.

Þú gafst mér skýin og fjöllin og guð
til að styrkja mig.
Ég fann ei, hvað lífið var fagurt,
fyrr en eg elskaði þig.

Ég fæddist til ljóssins og lífsins,
er lærði eg að unna þér,
og ást mín fær ekki fölnað
fyrr en með sjálfum mér.


Aldir og andartök hrynja
með undursamlegum nið;
það er ekkert í heiminum öllum
nema eilífðin, guð og við.

Sigurður Norðdal


Ástarljóð til þín
Ástarljóð til þín ég yrki í sandinn
aldan í víkinni stafina þvær
burt hafa skolast
mín ljóð fyrir lítið
þeim eyddi hinn síkviki sær.
Úr fjörunnar sandi
þar borgir við byggðum
því bernskan við sólinni hlær.
Fegurstu draumar
og framtíðarsýnir
en flóðið það sléttaði þær.
Ástarljóð til þín ég yrki í sandinn
aldan hún stafina þvær.

Fortíðin geymist í fjörunnar sandi
og fegurstu vonir
draumar og þrár.
Ósamið ljóð mitt
það lifnar við seinna
og líka mín ógrátin tár.
Háflóðið eyðir því
allt mun þar hverfa
orðvana sandurinn grár
alltaf jafn nýr eins og
mynd þín í muna
mér verður um ókomin ár.
Fortíðin geymist í fjörunnar sandi
fegurstu draumar og þrár.

Gleðilegt sumar


Njótum dagsins lífsins og hvers annars.

Það er gott að vera til. Kveikjum á kerti

Prufa, prufa


Það er gott að vera til. Kveikjum á kerti

miðvikudagur, apríl 23, 2008

Finnst þetta bara fallegt.

Tvær stjörnur

Tíminn flýgur áfram og hann teymir mig á eftir sér
og ekki fæ ég miklu ráðið um það hvert hann fer.
En ég vona bara að hann hugsi svolítið hlýlega til mín
og leiði mig á endanum aftur til þín.

Ég gaf þér forðum keðju úr gulli um hálsinn þinn,
svo gleymdir þú mér ekki í dagsins amstri nokkurt sinn.
Í augunum þínum svörtu horfði ég á sjálfan mig um hríð
og ég vonaði að ég fengi bara að vera þar alla tíð.

Það er margt sem angrar en ekki er það þó biðin
því ég sé það fyrst á rykinu, hve langur tími er liðinn.
Og ég skrifa þar eitthvað með fingrinum sem skiptir öllu máli.
Því að nóttin mín er dimm og ein og dagurinn á báli.

Já, og andlitið þitt málað. Hve ég man það alltaf skýrt,
auglínur og bleikar varir, brosið svo hýrt.
Jú ég veit vel, að ókeypis er allt það sem er best.
En svo þarf ég að greiða dýru verði það sem er verst.

Ég sakna þín í birtingu að hafa þig ekki við hlið mér
og ég sakna þín á daginn þegar sólin brosir við mér.
Og ég sakna þín á kvöldin þegar dimman dettur á.
En ég sakna þín mest á nóttinni er svipirnir fara á stjá.

Svo lít ég upp og sé við erum saman þarna tvær
stjörnur á blárri festinguni sem færast nær og nær.
Ég man þig þegar augu mín eru opin, hverja stund.
En þegar ég nú legg þau aftur, fer ég á þinn fund.

Lag og texti: Megas

Gleður mig í dag að lesa þennan texta.

Njótum dagsins lífsins og hvers annars.

Það er gott að vera til. Kveikjum á kerti

þriðjudagur, apríl 22, 2008

Skoðanir og reynsla annara.

Ég þessi fallega kona dunda mér á stundum við að skruna á netinu. Finn þar margt og mikið af efni. Stundum les ég, stundum skanna ég, stundum fletti ég hratt.
Ég rakst á eftirfarandi síðu á dögunum:

www.123.is/asa.disa/blog

Í pisli frá 17.04.2008 fjallar hún um efni sem er mér hugleikið og hefur verið um langt skeð.

" Kannski má líkja vegferð okkar allra hér á jörðu við stórvirki. Það er ekki hægt að vinna stórvirki nema sjálfsagi sé fyrir hendi. Sjálfsagi er fólginn í því að hemja m.a. neikvæða, oft áráttuhegðun okkar, á þann hátt verðum við sterkari á svellinu í daglegu hversdagslífi, en mikið getur þetta oft verið erfitt, en skilar sér, eins og við óskum, að unglingarnir okkar skili sér heim. "

Svo ætla eg að dunda mér við að lesa meira af skrifum hennar, ekki endilega alltaf sammála en margt vekur hug minn og er ekki notarlegt að hafa hug og hönd vakandi?

Njótum dagsins lífsins og hvers annars.

Það er gott að vera til. Kveikjum á kerti

sunnudagur, apríl 20, 2008

Stykkishólmur.













Við gömlu hjónin lögðum dekk undir bíl og brunuðum í Hólminn, sem heillar svo marga.



Tókum að sjálfsögðu myndir af barnabarninu:














Kaffibollinn freistaði mikið enda skrautlegur mjög, Vedderinn er eiginlega utundanhundurinn á heimilinu.





Sæt saman að vanda.







Uss, uss amma.





Ótrúlega fríð eins og amma sín.




Amman er heilluð af blúndurössum, Heiðrún er að baxa við að laga kjólinn.



Vel heppnað eintak.

Þar sem ömmunni var snarbannað að gefa dömunni kaffi, nældi hún sér í naglalakk, og er að reyna að opna flöskuna með þeim ráðum sem hún kann.



Njótum dagsins lífsins og hvers annars.

Það er gott að vera til. Kveikjum á kerti

mánudagur, apríl 14, 2008

Það kom að því.

Klósettsetan.

Réttara sagt lokið á klósett setunni. Því ég sest á klósett setuna þegar ég sest á annað borð á klósett.

Ekki þætti mér gott að tilla mínum fagra afturenda á postulínskálina sjálfa, tala nú ekki um að vetrarlagi. Gæti þá verið ísköld greyjið atarna. Hvað þá ef karlmaðurinn sem ég bý með væri nýbúinn að pissa, það vill frussast út um allt því hann pissar standandi að karlmanna sið.

Loka eða skilja eftir opið?

Setja lokið á klósettsetunni niður eða ekki?

Sem fimmtíuogsex ára gömul kona hef ég oftar en ekki látið klósettsetulok stjórna því hvernig mér líður. Ekkert skemmtilegt að segja frá en svona er nú lífið samt og staðreyndir þess.

Ég hef reynt ýmislegt misgáfulegt eins og rökræður, hótanir, grát, röfl og taut, miða með alskyns ábendingum eða allt sem mér hefur til hugar komið á langri æfi.

Hefur eitthvað dugað?

NEI, alveg dagsatt og það lengist ekkert á mér nefið við þessa yfirlýsingu.

Einu rökin sem hafa dugað um stund, eða dugðu um stund voru á þá lund að allar bakteríurnar sem fylgja úrgangslosun líkamans svifu um baðherbergið og settust að á vænlegum stöðum, líka á tannburstum. En bara um stund:

„Fyrst ég hef lifað öll þessi ár með kúka og piss bakteríur á tannburstanum mínum gera þær mér ekkert mein.“

Svo mörg voru þau orð.

Nú, nú. Á dögunum heyrði ég vitnað í Feng sú fræðin miklu. Ætíð að setja setuna niður svo auður húsins færi ekki niður! Ég vona að ég fari rétt með.

Í það minnsta er er komin skýring á fátækt heimsins ef rétt reynist.

Lík klósettsetuloksumræðum að sinni.

Vá það er gott að vera til.

Njótið dagsins lífsins og hvers annars.

Það er gott að vera til. Kveikjum á kerti

Vorið kemur með von til mí­n.
 
Sign my Guestbook from Bravenet.com Get your Free Guestbook from Bravenet.com