Vöknuð og sest við tölvuna, sem táknar að ég er ekki svefngengill. Ég er nú glöð með það.
Þar sem ég er í nuddnámi þarf ég stöðugt skrokka til að æfa mig á, skrokka af öllum stærðum og gerðum. Á nýliðnum degi var ég búin að setja niður fjóra nuddþega utan skólatima, osum,vosum,svosum, allir afboðuðu sig. Svo nú sit ég á mínum fagra rassi og velti því fyrir mér hvernig ég á að taka þessu. Hummmmmmmmmmmmm.
Tóku allir sig saman? ( til að kvekkja á mér)
Er ég óhæf sem nuddari? ( segir mér ekki neitt)
Var þetta tilviljun? (skemmtilegt)
Eða er þetta lífið í sinni einföldu mynd? Ég er að hugsa um að hugsa mig um um stund, sjá hvað dagurinn segir mér um þetta allt.
Í það minnsta skrópaði enginn, sem er mikill kostur.
Frammunan eru verkefnaskil og próf, þessir einföldu hlutir sem fylgja námi.
Njótið dagsins, lífsins og hvers annars.