Andleg ruslafata

Lí­f mitt var ekkert nema skáldskapur, dans eftir undarlegu lagi sem enginn heyrði nema ég, dagarnir mínir, stuttir og langir, vísur orð sem rímuðu ekki.

þriðjudagur, október 31, 2006

Þriðjudagur

Þriðjudagur í dag. Hvað gerir þennan þriðjudag frábrugðin öðrum dögum?

Hann kemur aldrei aftur.

Svo það er best að haga sér í samræmi við það. Sem sé vel.

Njótið dagsins, lífsins og hvers annars.

Það er gott að vera til. Kveikjum á kerti

mánudagur, október 30, 2006

Það var nú það.

Ekki alltaf auðvelt að skrifa eitthvað vitrænt eða bara einhverja vitleysu. Hef sem sé ekkert að segja og ekki skoðun á neinu.

Njórið dagsins, lífsins og hvers annars.

Það er gott að vera til. Kveikjum á kerti

fimmtudagur, október 26, 2006

Vöknuð.

Vöknuð og sest við tölvuna, sem táknar að ég er ekki svefngengill. Ég er nú glöð með það.

Þar sem ég er í nuddnámi þarf ég stöðugt skrokka til að æfa mig á, skrokka af öllum stærðum og gerðum. Á nýliðnum degi var ég búin að setja niður fjóra nuddþega utan skólatima, osum,vosum,svosum, allir afboðuðu sig. Svo nú sit ég á mínum fagra rassi og velti því fyrir mér hvernig ég á að taka þessu. Hummmmmmmmmmmmm.

Tóku allir sig saman? ( til að kvekkja á mér)
Er ég óhæf sem nuddari? ( segir mér ekki neitt)
Var þetta tilviljun? (skemmtilegt)
Eða er þetta lífið í sinni einföldu mynd? Ég er að hugsa um að hugsa mig um um stund, sjá hvað dagurinn segir mér um þetta allt.
Í það minnsta skrópaði enginn, sem er mikill kostur.


Frammunan eru verkefnaskil og próf, þessir einföldu hlutir sem fylgja námi.


Njótið dagsins, lífsins og hvers annars.

Það er gott að vera til. Kveikjum á kerti

mánudagur, október 23, 2006

Haustið

Rakst á þetta:

Haustið er tími tregans.
Treginn er þáttur sár.
Í eðli voru sem ómar
af angurværri þrá

Og þegar sá þáttur vakir
er þráin djúp og sár.
En blygðastu þín ekki bróðir
þó bliki á hvarmi tár

Því tárið sem titrar á vanga,
talar þeirra mál,
sem eiga sér öðrum fremur,
einlæga draumasál.

Og þeir eru sífellt að sakna,
sumarsins frá því í gær.
Vina sem hafa horfið
og hennar sem var þeim kær

Báran var blíð í sumar
en byltist nú yfir sker,
því hún sem þú einni unnir
er orðin fráhverf þér

En blygðastu þín ekki bróðir,
þó bliki á hvarmi tár
því haustið er tími tregans,
og treginn er jafnan sár.


Þetta er eftir pabba hans Steina sem var í Hjálmunum en ég veit ekki hvað hann heitir.

Ef einhver veit, þá vil ég líka vita.

Njótið hvers annars.

Það er gott að vera til. Kveikjum á kerti

föstudagur, október 20, 2006

Ilmolíur

Læt fljóta hér uppskriftir:

Andlitsolíur
Fyrir þurra húð.
2 d cypress
2 d grapefruit
1 d palmarosa
Blandið olíunum vel saman við 10ml af peach kernel olíu, nuddið blöndunni vel inn í hreinsaða húð, kvölds og morgna.

Fyrir þurra húð
2 d Neroli
2 d Roman Chamomile
10 ml Grunnolía
Notið nokkra dropa kvölds og morgna.

Þórhildarolía

10 d Rose
5 d Geranium
5 d Helicrysum
10 d Clary Sage
30 ml apríkósu/jojoba olía til helminga

Blanda vel saman og bera á sig að kveldi dags.

Hafdísarolía

5 d Rose
5 d Lavander
10 d Frankicense
30 d Helicrysum
60 ml Rosehip/Jojoba/Weatgerm olíur jafnt af

Blanda vel saman, ég nota þessa blöndu framan í mig og á öll ör líkamans

Gegn öldrun
3 d Frankinscence
3 d Neroli1 d Lavender
3 d Rose
30 ml af Almond olíu
Blandið vel saman og nuddið andlit og háls kvölds og morgna

Fyrir þroskaða húð
2 d Frankincense
1 d Rose
10 ml Sweet Almond olía
Blandið vel saman, notið nokkra dropa kvölds og morgna.

Fyrir normal húð
1 d Geranium
2 d Lavender
10 ml Sweet Almond olía
Blandið vel saman, notið nokkra dropa kvölds og morgna.

Dísublanda
5d Lavender
3 d Geranium
3 d Palmarosa
1 d Ylang ylang
10 ml Grapeseed olía
20 ml Jojoba olía

Blandið vel saman og nuddið andlit og háls kvölds og morgna


Njótið hvers annars.

Það er gott að vera til. Kveikjum á kerti

fimmtudagur, október 19, 2006

Afmæli

Jájá.

Hann á afmæli hann sonarsonur minn Óliver Bjarkason, orðinn eins árs laaaaaaaaaaaaglegur eins og amma sín ekki að spyrja að því, afleggjarnir mínir eru afskaplega fínir.
Til hamingju Óliver.

Fegurð fingra minna eykst, og er farin að færast upp eftir framhandleggjum á endanum verð ég öll orðin fögur og fim.

Svo er það spurnig um hvort lífshamingja mín verði meiri ef ég fegrast mikið meir?

Kemur í ljós.

Ég heyrði um daginn af manni sem aldrei hafði gengið lengd sína. Vel að orði komist.
Ég geng venjulega rúmlega lengd mina því bíllinn kemst ekki inn hjá mér.


Njótið hvers annars.

Það er gott að vera til. Kveikjum á kerti

laugardagur, október 14, 2006

Fréttir

Það má segja að um engar fréttir sé að ræða.
Andleysið uppmálað húki ég hér fyrir framan tölvuna og strita við að hugsa, það fer mér vel að hugsa.
Ég er sannfærð um það, í það minnsta þar til annað kemur í ljós. Ég hugsa mig eftil vill ekki út úr neinni vitleysu en þar sem ég er sannfærð um að hugsun geri mig fegurri en áður held ég áfram. Svo kemur það fyrir í hugsunarástandinu að fólki fjölgar í höfðinu á mér og vill taka þátt í hugsunum mínum og í stað þess að hugsa eitthvað vitrænt þá er ég komin í hörkusamræður við einstaklinga sem tekið hafa sér bólfestu í höfðinu á mér. Ekki er nú allt af skynsemi sagt þar. Ekki er þá annað til ráða en standa upp hrista af sér slenið, vaða hugsunarlaust á móti nýjum degi.


Geri það strax svo ekki verði eftirmáli.

Njótið dagsins, lífsins og hvers annars.

Dagur sextíuogtvö.

Það er gott að vera til. Kveikjum á kerti

miðvikudagur, október 11, 2006

Fingur

Já ég er með fingur, fimm á hvorri hendi. Þessir fingur eru í afar góðu formi, vel mjúkir fagurlega lagaðir og til yndisauka á allan hátt. Aldeilis er ég sátt við það, allt vegna þess að ég er stöðugt að nudda, ekki nudda í fólki heldur að nudda fólk. Ég nudda lífi í gamla ónotaða vöðva, ýti blóðrásinni af stað, losa stíflur, vöðvabólgur, hnúta og flækjur. Gef góð ráð og hef gaman af þessu öllu. Fingrunum og mér líður sem sé vel.

Njótið hvers annars.

Það er gott að vera til. Kveikjum á kerti

mánudagur, október 02, 2006

Dimmt

Nú er dimmt í Borgarnesi, dagurinn styttist og ég er hætt að vakna upp í birtu dagsins. Ég er hins vegar björt. Ég hef lítið gert annað enn að hvíla mig, hvíld er góð. Etið sofið lært pínulítið og komist að því einu sinni enn að ég hef tilhneigingu til að beygja reglur að mínum eigin hugmyndum. Þá rifjast upp athugasemd sem ég fékk í vettvangsnámi fyrir nokkrum árum " Tekur leiðbeiningum ekki nógu vel" úff. Og ég sem hélt í einlægni að ég væri laus. En hef nægan tíma til að venja mig af því að vilja alltaf stjórna og láta það í hendur annara. Það hefur svosem ekki alltaf leitt mig á beinu braut dyggðarinnar að valsa um í eigin vilja og mætti.

Nú nýjasta dæmið er nuddskólinn sem ég er í, ég er ekki búin með fyrsta áfangann og strax farin að breyta því sem fyrir er lagt, nú nú ætlaði að fara eftir fyrirfram gerðum lista um röð athafna, en viti menn ég bara "gleymdi" því sem mér fannst ekki eiga að vera eins og það var fyrir lagt. Reyni aftur seinna eftir blaði og merki við. Svo er það íhugunarvert hvernig nuddþegum líður þegar ég verð með blöð og penna á rassinum á þeim við að merkja við!!!!!!!!!!!!!


Sjáum til.

Ég hef tekið ákvörðun um að vinna ekki launaða vinnu í október. Svo er að sjá til hvernig mér gengur með það. Á lífsleiðinni er allt fyrst.


Dagur fimmtíu.

Njótið dagsins, lífsins og hvers annars.

Það er gott að vera til. Kveikjum á kerti

Vorið kemur með von til mí­n.
 
Sign my Guestbook from Bravenet.com Get your Free Guestbook from Bravenet.com