laugardagur, september 29, 2007
Það er gott að vera til. Kveikjum á kertiStormur
Stormur í aðsigi?
Ójá komið að uppáhaldsbarninu sem á von á Stormi um þessar mundir samkvæmt sónartæki, amma og afi í Borgarnesi eru farin að bíða, afi bíður reyndar í vinnunni en er búin að setja á ískápinn úrklippu með "Stormur" á í tilefni dagsins. Ég er ótrúlega heppin tvö barnabörn á sama árinu og á svipuðum tíma. Guð er góður.
Ekki er reyndar ljóst hvort Stormur er strákur eða stelpa enda skiptir það ekki meginmáli í heimi kraftaverkanna.
Hún dóttir mín grunar reyndar að ég ætli að hanga á snerlinum heima hjá henni -yfirspennt gamla konan. Ég sem er ráðsett virðuleg eldri kona, nú dossar í mér.
Haustið er aldeilis ekki tími tregans eins og stendur í kvæðinu, haustið er tíminn þegar veðrið veit ekki alveg hvort það er vetur eða sumar. Haustið er tími töfrandi litbrigða. Haustið færir mér ótrúlega gleði.
Njótum dagsins lífsins og hvers annars.
Ójá komið að uppáhaldsbarninu sem á von á Stormi um þessar mundir samkvæmt sónartæki, amma og afi í Borgarnesi eru farin að bíða, afi bíður reyndar í vinnunni en er búin að setja á ískápinn úrklippu með "Stormur" á í tilefni dagsins. Ég er ótrúlega heppin tvö barnabörn á sama árinu og á svipuðum tíma. Guð er góður.
Ekki er reyndar ljóst hvort Stormur er strákur eða stelpa enda skiptir það ekki meginmáli í heimi kraftaverkanna.
Hún dóttir mín grunar reyndar að ég ætli að hanga á snerlinum heima hjá henni -yfirspennt gamla konan. Ég sem er ráðsett virðuleg eldri kona, nú dossar í mér.
Haustið er aldeilis ekki tími tregans eins og stendur í kvæðinu, haustið er tíminn þegar veðrið veit ekki alveg hvort það er vetur eða sumar. Haustið er tími töfrandi litbrigða. Haustið færir mér ótrúlega gleði.
Njótum dagsins lífsins og hvers annars.
föstudagur, september 28, 2007
Það er gott að vera til. Kveikjum á kertimiðvikudagur, september 26, 2007
Fyrirsætan
Já, já fyrirsætan mætti í gærkveldi kl 11:22 með smá aðstoð sem sé keisari.
Skælistubban undurfríða er alveg eins og amma sín, reyndar grét hún svo mikið þegar ég tók hana í faðminn að sonurinn hafði orð á að hún hefði fengið vitlausa ömmu úr ömmubúðinni!
Almáttugur alheimsfaðir verndar þau um ókomna tíð.
Ótrúlegt kraftaverk.
Njótum dagsins lífsins og hvers annars.
fimmtudagur, september 20, 2007
Uppnám
Lögreglubúningar í uppnámi! Rétt að senda þá í meðferð.
Kyntákn hugsandi kvenna! Það er Gösli því ég er hugsandi kona.
Þrjátíuþúsund króna gróði í gær! Gösli pissaði á víðavangi.
Já svo mörg voru þau orð.
Njótum dagsins.
Kyntákn hugsandi kvenna! Það er Gösli því ég er hugsandi kona.
Þrjátíuþúsund króna gróði í gær! Gösli pissaði á víðavangi.
Já svo mörg voru þau orð.
Njótum dagsins.
sunnudagur, september 16, 2007
Hvíslað
Við gamla settið hvíslumst á, tvö barnabörn sofa fallega og hljótt hljótt er í húsinu. Þau eru falleg þegar þau sofa og falleg þegar þau vaka. Við eru rík.
Haustið sígur yfir kyrlátt og fullt af litum, Hafnarskógurinn skartar sínu fegursta, Snæfellsjökull er fjarskafagur og leirurnar kyrrlátar.
Uss uss það sofa fleiri í húsinu, stórir skór og minni skór eru í forstofunni, sonurinn hefur komið heim í skjóli nætur og unnustan með.
Við erum allt í einu sex í húsinu, best að fá sér kaffi.
Njótum dagsins.
Haustið sígur yfir kyrlátt og fullt af litum, Hafnarskógurinn skartar sínu fegursta, Snæfellsjökull er fjarskafagur og leirurnar kyrrlátar.
Uss uss það sofa fleiri í húsinu, stórir skór og minni skór eru í forstofunni, sonurinn hefur komið heim í skjóli nætur og unnustan með.
Við erum allt í einu sex í húsinu, best að fá sér kaffi.
Njótum dagsins.
laugardagur, september 15, 2007
Heima
Komin heim í heiðardalinn eftir vikuútlegð er í margumræddum vertíðarfíling þessa dagana og leggst reglulega í víking til vinnu, vinn þá lámark áttatíutíma á viku og hef það svo gott.
Við hjónakornin hér í Borgarnesinu erum búin að fá okkur hafragraut í morgunverð, einstök upplifun það að sitja saman slúðra og vera til bara fyrir okkur ein, einfalt og þægilegt. Hver heldur því fram að lífið sé flókið, dýrt og marklaust.
Fátt yndislegra en borða hafragraut með manninum sem ég elska.
Lífið er ljúft - njótum þess.
Við hjónakornin hér í Borgarnesinu erum búin að fá okkur hafragraut í morgunverð, einstök upplifun það að sitja saman slúðra og vera til bara fyrir okkur ein, einfalt og þægilegt. Hver heldur því fram að lífið sé flókið, dýrt og marklaust.
Fátt yndislegra en borða hafragraut með manninum sem ég elska.
Lífið er ljúft - njótum þess.
fimmtudagur, september 13, 2007
Starfskenning
Starfskenning þroskaþjálfa
Sameiginlegir þræðir í starfskenningu þroskaþjálfa eiga að endurspegla það sem þroskaþjálfar standa fyrir og hver grunnur og hugmyndafræði þroskaþjálfunar er. Þroskaþjálfar eru fagstétt sem sérstaklega hefur menntað sig til að starfa með fólki á öllum aldri sem býr við skerðingu. Starfskenning er bæði fagleg og persónuleg. Fagleg þar sem hún byggir á fagmenntuninni, siðareglum fagstéttarinnar og hugmyndafræðinni. Persónuleg þar sem hún byggir á gildismati, viðhorfum og reynslu.
Sérstaða þroskaþjálfa er annars vegar víðtæk og hagnýt þekking á sviði stefnumótunar, skipulags og framkvæmdar heildrænnar þjónustu og hins vegar einstaklingsmiðuð þjónusta, óháð aldri og aðstæðum.
Hugmyndafræði þroskaþjálfunar er grundvölluð í lögum, reglugerð og siðareglum þroskaþjálfa. Hún byggir m.a. á jafnrétti, virðingu fyrir sjálfsákvörðunarrétti og mannhelgi. Hver manneskja er einstök, allir eiga rétt til fullrar þátttöku á eigin forsendum í samfélaginu. Með þetta að leiðarljósi hafa þroskaþjálfar tekið þátt í að móta þjónustu og ryðja í burt hindrunum í samfélaginu í því skyni að bæta lífsskilyrði og lífsgæði fólks.
Með þroskaþjálfun er unnið á fræðilegan og skipulegan hátt í samstarfi við þjónustunotendur að því, að stuðla að jákvæðum viðhorfum, efla færni og auka skilning á aðstæðum fólks sem býr við skerðingar.
Þroskaþjálfun byggir á breiðum fræðilegum grunni sem grundvallast m.a. í uppeldis-, félags, heilbrigðis-, sálar- og siðfræðum. Starfshættir þroskaþjálfa miða að því að rannsaka og tileinka sér nýjustu stefnur og strauma með hagsmuni fólks að leiðarljósi.
Þroskaþjálfar miðla af þekkingu sinni og eru ráðgefandi sérfræðingar í að móta og innleiða nýjungar í þjónustu.
Réttindabarátta og réttindagæsla er stór þáttur í starfi þroskaþjálfa. Stéttin hefur frá upphafi barist fyrir bættum kjörum fatlaðs fólks og rutt brautina til jafnra tækifæra og jafnréttis. Hlutverk þetta er skilgreint í reglugerð og siðareglum þroskaþjálfa.
Í störfum sínum koma þroskaþjálfar að stefnumótun og orðræðu á opinberum vettvangi og verða þannig mótandi afl í þróun jákvæðra viðhorfa til þjónustunotenda og starfa sinna.
Ofangreint er opinber starfskenning mín, en skil ekki alveg, kannski er ég vitlausu megin við borðið.
Sameiginlegir þræðir í starfskenningu þroskaþjálfa eiga að endurspegla það sem þroskaþjálfar standa fyrir og hver grunnur og hugmyndafræði þroskaþjálfunar er. Þroskaþjálfar eru fagstétt sem sérstaklega hefur menntað sig til að starfa með fólki á öllum aldri sem býr við skerðingu. Starfskenning er bæði fagleg og persónuleg. Fagleg þar sem hún byggir á fagmenntuninni, siðareglum fagstéttarinnar og hugmyndafræðinni. Persónuleg þar sem hún byggir á gildismati, viðhorfum og reynslu.
Sérstaða þroskaþjálfa er annars vegar víðtæk og hagnýt þekking á sviði stefnumótunar, skipulags og framkvæmdar heildrænnar þjónustu og hins vegar einstaklingsmiðuð þjónusta, óháð aldri og aðstæðum.
Hugmyndafræði þroskaþjálfunar er grundvölluð í lögum, reglugerð og siðareglum þroskaþjálfa. Hún byggir m.a. á jafnrétti, virðingu fyrir sjálfsákvörðunarrétti og mannhelgi. Hver manneskja er einstök, allir eiga rétt til fullrar þátttöku á eigin forsendum í samfélaginu. Með þetta að leiðarljósi hafa þroskaþjálfar tekið þátt í að móta þjónustu og ryðja í burt hindrunum í samfélaginu í því skyni að bæta lífsskilyrði og lífsgæði fólks.
Með þroskaþjálfun er unnið á fræðilegan og skipulegan hátt í samstarfi við þjónustunotendur að því, að stuðla að jákvæðum viðhorfum, efla færni og auka skilning á aðstæðum fólks sem býr við skerðingar.
Þroskaþjálfun byggir á breiðum fræðilegum grunni sem grundvallast m.a. í uppeldis-, félags, heilbrigðis-, sálar- og siðfræðum. Starfshættir þroskaþjálfa miða að því að rannsaka og tileinka sér nýjustu stefnur og strauma með hagsmuni fólks að leiðarljósi.
Þroskaþjálfar miðla af þekkingu sinni og eru ráðgefandi sérfræðingar í að móta og innleiða nýjungar í þjónustu.
Réttindabarátta og réttindagæsla er stór þáttur í starfi þroskaþjálfa. Stéttin hefur frá upphafi barist fyrir bættum kjörum fatlaðs fólks og rutt brautina til jafnra tækifæra og jafnréttis. Hlutverk þetta er skilgreint í reglugerð og siðareglum þroskaþjálfa.
Í störfum sínum koma þroskaþjálfar að stefnumótun og orðræðu á opinberum vettvangi og verða þannig mótandi afl í þróun jákvæðra viðhorfa til þjónustunotenda og starfa sinna.
Ofangreint er opinber starfskenning mín, en skil ekki alveg, kannski er ég vitlausu megin við borðið.
miðvikudagur, september 12, 2007
Afmælisdagur
Sonur minn elsti á 34 ára afmæli í dag, ef hann hefði lifað hefði ég heyrt honum kátum og hressum eftilvill stórkarlalegum og hrokafullum en skemmtilegum. Ég hefði fengið sögu, sögu sem ég trúlega hefði dregið í efa sannleiksgildið á en vel sagða snjalla og fyndna.
Ég óska honum til hamingju með daginn hvar sem hann og minnist margra skemmtilegra afmælisdaga, og lífið heldur áfram einn dag í einu.
Njótum dagsins, lífsins og hvers annars.
Ég óska honum til hamingju með daginn hvar sem hann og minnist margra skemmtilegra afmælisdaga, og lífið heldur áfram einn dag í einu.
Njótum dagsins, lífsins og hvers annars.
mánudagur, september 10, 2007
Það er gott að vera til. Kveikjum á kertiföstudagur, september 07, 2007
Auglýsingar
Ég þessi undurfagra kona er dálítið undrandi hlessa og bit í dag. Ég dossa og slæ mér á lær.
Ég gerði það af skömm minn að fletta fréttablaðinu góða sem kemur inn um löglegu bréfalúguna mína dag hvern.
Ég man ekki eftir neinni frétt úr þess annars ágæta blaði. En ég hnaut um matarauglýsingar.
Matarauglýsingar ójá, heilu síðurnar. Til hvers að auglýsa mat?
Ég sem bý að mestu í Borgarnesi hef um tvær matvöruverslanir að velja. Bónus og Samkaup.
Þegar ég er í Reykjavík þá hef ég allar hinar og það er vel.
Ef ég þarf í búð, fer ég í Bónus, ef ekki fæst það sem mér hugnast þar þá fer ég annað, afar einfalt kerfi hjá mér. Gildir bæði í Reykjavík og annarsstaðar á landinu. Ég keyri ekki/geng ekki/hjóla ekki milli hverfa eða landshluta til að eltast við auramismun eða krónumismun. Ég er greinilega ekki með allt á hreinu varðandi verðlagningu og samkeppni.
Allavega held ég að verðið á vörum almennt væri lægra ef ekki kæmu til auglýsingar sem við borgum með hærra matvöruverði en ekki er alltaf rétt það sem ég held.
Ójá misjafnt er mannanna bölið en ég er jú þakklát fyrir að ekkert annað en auglýsingar dagblaða raska ró minni. Sem þýðir að lífið leikur við mig og ég leita eftir einhverju til að nöldra yfir.
Sem sé mér líður vel í eigin skinni þrátt fyrir örlítinn morgunpirring yfir hlutum sem ég hef enga stjórn á.
Ég er líka fegin að vera í eigin skinni annara færi mér illa.
Njótum hvers annars, dagsins og lífsins.
Ég gerði það af skömm minn að fletta fréttablaðinu góða sem kemur inn um löglegu bréfalúguna mína dag hvern.
Ég man ekki eftir neinni frétt úr þess annars ágæta blaði. En ég hnaut um matarauglýsingar.
Matarauglýsingar ójá, heilu síðurnar. Til hvers að auglýsa mat?
Ég sem bý að mestu í Borgarnesi hef um tvær matvöruverslanir að velja. Bónus og Samkaup.
Þegar ég er í Reykjavík þá hef ég allar hinar og það er vel.
Ef ég þarf í búð, fer ég í Bónus, ef ekki fæst það sem mér hugnast þar þá fer ég annað, afar einfalt kerfi hjá mér. Gildir bæði í Reykjavík og annarsstaðar á landinu. Ég keyri ekki/geng ekki/hjóla ekki milli hverfa eða landshluta til að eltast við auramismun eða krónumismun. Ég er greinilega ekki með allt á hreinu varðandi verðlagningu og samkeppni.
Allavega held ég að verðið á vörum almennt væri lægra ef ekki kæmu til auglýsingar sem við borgum með hærra matvöruverði en ekki er alltaf rétt það sem ég held.
Ójá misjafnt er mannanna bölið en ég er jú þakklát fyrir að ekkert annað en auglýsingar dagblaða raska ró minni. Sem þýðir að lífið leikur við mig og ég leita eftir einhverju til að nöldra yfir.
Sem sé mér líður vel í eigin skinni þrátt fyrir örlítinn morgunpirring yfir hlutum sem ég hef enga stjórn á.
Ég er líka fegin að vera í eigin skinni annara færi mér illa.
Njótum hvers annars, dagsins og lífsins.
fimmtudagur, september 06, 2007
Morgungleði!
Gaman er að leika sér út um allt og vera það sem mig langar til, gera allt sem hægt er og má eða má ekki, gott er að njóta dagsins, gott er að líta á fortíðina sem reynslu og framtíðina sem tækifæri. Fyrst og fremst er gaman að vera til, vakna til dagsins sprækur og hress þar til hugurinn uppgötvar að líkaminn er eldri en hugurinn en hvað með það. Þáttur í því að vera til er að eldast með tign eða án.
Ég heyrði í útvarpinu frá umræðum um jafnrétti og jafnréttisstofu. Verið var meðal annars að velta upp hvort jafnréttisstofa væri eingöngu um konur gegn karlmönnum – karlmenn gegn konum eða um jafnrétti almennt. Þar kom fram að jafnrétti jafnréttisstofu væri um konur/karlmenn en viðmælandi spyrils hafði þó orð á jafnrétti fyrir fatlaða, samkynhneigða og aldraða.
Ég brosti nú út í annað – sko fatlaðir eru konur/karlmenn – samkynhneigðir eru konur/karlmenn – aldraðir eru konur/karlmenn.
Við hvaða jafnrétti erum við að fást? Hreykjum okkur hátt, berum okkur saman við önnur samfélög og teljum okkur standa vel og dyggilega að jafnrétti. Jafnrétti hvers?
Þegar ég var ung og fögur velti ég því fyrir mér hvort allir væru jafnir gagnvart Guði, spurðist fyrir hjá ýmsum trúarhópum og fékk almennt þau svör að allir væru jafnir. Ég var aldrei sátt við svörin ---
Bara það eitt að fæðast í þennan heim gerir okkur strax ójöfn –
Núna þegar ég er bara fögur veit ég að svo margt í mannlífinu hefur ekkert með Guð að gera – Því hann gaf okkur frjálsan vilja og huga sem er frjáls svo er okkar að ákveða hvernig unnið er úr því sem lífið færir okkur – mannavilji – mannamein – manna-manna-manna allt stendur milli okkar og Guðs, mennirnir túlka og snúa, heimfæra og staðfæra allt eftir því sem hentar hverju sinni. Hefur ekkert með Guð að gera, ég hef þá trú í dag að allir séu jafnir Guði og Guð er góður.
Jafnrétti og jafnrétti erum við ekki bara að skara eld að okkar köku? Jafnrétti mér til handa, réttlæti mér til handa – skítt með hina, gömlu, fötluðu og samkynhneigðu.
Ég fer aftur upp í rúm og fer réttu megin fram úr.
Njótum hvers annars.
Ég heyrði í útvarpinu frá umræðum um jafnrétti og jafnréttisstofu. Verið var meðal annars að velta upp hvort jafnréttisstofa væri eingöngu um konur gegn karlmönnum – karlmenn gegn konum eða um jafnrétti almennt. Þar kom fram að jafnrétti jafnréttisstofu væri um konur/karlmenn en viðmælandi spyrils hafði þó orð á jafnrétti fyrir fatlaða, samkynhneigða og aldraða.
Ég brosti nú út í annað – sko fatlaðir eru konur/karlmenn – samkynhneigðir eru konur/karlmenn – aldraðir eru konur/karlmenn.
Við hvaða jafnrétti erum við að fást? Hreykjum okkur hátt, berum okkur saman við önnur samfélög og teljum okkur standa vel og dyggilega að jafnrétti. Jafnrétti hvers?
Þegar ég var ung og fögur velti ég því fyrir mér hvort allir væru jafnir gagnvart Guði, spurðist fyrir hjá ýmsum trúarhópum og fékk almennt þau svör að allir væru jafnir. Ég var aldrei sátt við svörin ---
Bara það eitt að fæðast í þennan heim gerir okkur strax ójöfn –
Núna þegar ég er bara fögur veit ég að svo margt í mannlífinu hefur ekkert með Guð að gera – Því hann gaf okkur frjálsan vilja og huga sem er frjáls svo er okkar að ákveða hvernig unnið er úr því sem lífið færir okkur – mannavilji – mannamein – manna-manna-manna allt stendur milli okkar og Guðs, mennirnir túlka og snúa, heimfæra og staðfæra allt eftir því sem hentar hverju sinni. Hefur ekkert með Guð að gera, ég hef þá trú í dag að allir séu jafnir Guði og Guð er góður.
Jafnrétti og jafnrétti erum við ekki bara að skara eld að okkar köku? Jafnrétti mér til handa, réttlæti mér til handa – skítt með hina, gömlu, fötluðu og samkynhneigðu.
Ég fer aftur upp í rúm og fer réttu megin fram úr.
Njótum hvers annars.
mánudagur, september 03, 2007
Vinnuvika
Sumarleyfi lokið. Við höfðum afar gott af fríinu bæði tvö.
Það er sæla að þurfa ekki að vera farandi eða gerandi sitthvað mismerkilegt í fríum. En hvað með það lægðir streyma að með tilheyrandi haustveðri, það er gott að geta gengið að því vísu að eftir sumar kemur haust svo vetur og aftur vor og sumar. Mikið merkilegt það. En svo venjulegt haust er gott með sinni litadýrð, roki, rigningu og stöku stormi. Gott að kúra við kertaljós og rómantík í faðmi þess sem elskaður er og elskar án skilyrða.
Bráðum koma svo jólin með sínum friði og dýrð, konfekti og kökum. En áður en jólin koma bara fljótt fljótt koma tvö barnabörn, eitt sonarbarn og eitt dótturbarn, sem eru ömmubörn. Alltaf eitthvað að hlakka til.
Ég er ótrúlega lánsöm kona, sem veit að hamingjan er í höndum mínum. Ég nýt þess að vera til.
Njótum dagsins.
Það er sæla að þurfa ekki að vera farandi eða gerandi sitthvað mismerkilegt í fríum. En hvað með það lægðir streyma að með tilheyrandi haustveðri, það er gott að geta gengið að því vísu að eftir sumar kemur haust svo vetur og aftur vor og sumar. Mikið merkilegt það. En svo venjulegt haust er gott með sinni litadýrð, roki, rigningu og stöku stormi. Gott að kúra við kertaljós og rómantík í faðmi þess sem elskaður er og elskar án skilyrða.
Bráðum koma svo jólin með sínum friði og dýrð, konfekti og kökum. En áður en jólin koma bara fljótt fljótt koma tvö barnabörn, eitt sonarbarn og eitt dótturbarn, sem eru ömmubörn. Alltaf eitthvað að hlakka til.
Ég er ótrúlega lánsöm kona, sem veit að hamingjan er í höndum mínum. Ég nýt þess að vera til.
Njótum dagsins.