Ég velti því stundum fyrir mér í hverju ánægja er fólgin. Allavega ekki í Oragrænum baunum.
En sumt er ég alltaf ánægð með.
Svo sem:Ég get alltaf verið ánægð með að vakna til dagsins.(Ekki sjálfgefið)
Ég get alltaf verið ánægð með að vera sæmilega heilsuhraust andlega og líkamlega..(Ekki sjálfgefið)
Ég get alltaf verið ánægð með að hafa vinnu..(Ekki sjálfgefið)
Ég get alltaf verið ánægð með veðrið. ( Ræð engu um það hvort eð er)
Ég get alltaf verið ánægð með að vera glöð..(Ekki sjálfgefið þarf að vinna í því daglega)
Ég get alltaf verið ánægð með sjálfan mig..(Ekki sjálfgefið að finna alltaf það jákvæða í fari mínu)
Ég get alltaf verið ánægð með börnin mín og barnabörn..(Ekki sjálfgefið)
Ég get alltaf verið ánægð með elska og vera elskuð. ( Dagleg ævilöng vinna sem skilar sér)
Ég get alltaf verið ánægð með manninn sem elskar mig eins og ég er..(Ekki sjálfgefið)
Ég get alltaf verið ánægð með vini mína..(Ekki sjálfgefið vináttu þarf að rækta)
Margt margt fleira er ég ánægð með í lífi mínu sem of langt væri upp að telja.
Njótið hvers annars, dagsins og lífsins.