Andleg ruslafata

Lí­f mitt var ekkert nema skáldskapur, dans eftir undarlegu lagi sem enginn heyrði nema ég, dagarnir mínir, stuttir og langir, vísur orð sem rímuðu ekki.

fimmtudagur, október 25, 2007

Rigning

Mér finnst rigningin góð!

Umræðan hér við morgunverðarborðið var djúp að vanda, heimsmálin tekin og skeggrædd.

Byrjað var á rigningunni.

Óttalega rignir mikið sagði undirrituð/ofanrituð/ruslafata umvafinn í teppi með blómamynstri.

Það hefði mátt rigna meira í sumar rumdi í mínum heittelskaða - alklæddum.

Árið verður að meðaltali gott hvað varðar rigningu sagði ég og brosti. Málið útrætt og sett til hliðar ásamt annari speki aldanna.

Svo voru það blöðin, þeim flett, ekkert vert að lesa. Blöðum hent.

Þá kom að heilsunni > ekkert kvarthæft svo okkur báðum líður vel. Tekið af dagskrá.

Að lokum það skemmtilega:

Að hvartbregða? Mér hvartbrá!

Humm! Já. Mér brá. Kannast við það.

Mér varð hverft við. Þekki það.

En mér hvartbrá - hvorugt okkar skildi til fulls. Undur og stórmerki við þetta vel lesna, vel menntaða og vel skynsama fólk.

Er þetta orð skylt:
Ljósbrá
Kolbrá
Járnbrá

Ja hérna hér og hana nú.

Leggst undir feldinn góða (sem er reyndar orðinn slitinn) íhuga málið, húxa mitt mál.

Njótum dagsins, lífsins og hvers annars.

Það er gott að vera til. Kveikjum á kerti

mánudagur, október 22, 2007

Hið ljúfa líf.

Það kulaði nú á okkur gamla settið í bílskúrnum á dögunum enda bílskúrshurðin orðin óþétt. Ég fann prímusinn gamla góða undir flísahrúgu illa á sig kominn en gat af minni alkunnu lagni komið honum í gagnið.

Hann Gösli minn hengir nú haus yfir dönsku sturtunni á stundum en ég er á þeirri skoðun að það sé bara veimiltítu háttur.

Fyrir þá sem ekki vita hvað dönsk sturta er þá er rétt að útskýra það.

Málningadós úr áli er tekin þrifin vendilega og göt sett á botninn með nagla svona tveggja tommu. Fatan hengd á prik sem sett er út um lausafagið á glugganum. Út um gluggann er síðan leidd slanga ofaní fötuna og gífurlega gott sturtubað er komið.

Það sem Gösli minn er að fetta fingur út í er hitinn á vatninu enda bara kalt vatn í bílskúrnum. Svo finnst honum ámælisvert að ekkert hengi er fyrir. Ég skil það nú ekki hann sést bara frá götunni.

Njótum dagsins lífsins og hvers annars.

Það er gott að vera til. Kveikjum á kerti

föstudagur, október 19, 2007

Veðurdís Helgadóttir


Blíðan hennar ömmu sinnar.
Posted by Picasa

Það er gott að vera til. Kveikjum á kerti

Fyrirsæta Hlynsdóttir




Sé fram á góðan liðsstyrk á körfuboltaleikjum í framtíðinni.

Það er gott að vera til. Kveikjum á kerti

miðvikudagur, október 17, 2007

Jólin, jólin

Hamingjusama fagra ég.

Ákvað að taka mark á kaupmönnum þetta árið og vera með tímanlega í jólastússinu.

Fór í Blómaval um helgina þar voru jólaskreytingar af öllum stærðum og gerðum, var ekkert að tvístíga í kringum dýrðina og keypti nýtt jólaskraut bæði fyrir Kveldúlfsgötuna og Skógarásinn.
Hef því verið afar upptekin við að skreyta út úr dyrum allt orðið spikk og span, tók smá skúringarsveiflu á gangstéttunum fyrir framan húsin eins og mamma og aðrar fyrirmyndarhúsmæður gerðu þegar ég var að alast upp í Reykjavíkinni á síðustu öld.

Búin að liggja á fjórum fótum við að extra alla þröskulda, þrífa bakvið undir og ofaná öllu innanhúss og utan, mér gekk reyndar heldur illa með þakrennurnar í ár en slapp með fá beinbrot. Enda geta ekki komið jól nema allt sé skínandi hreint.

Með kúlu á enninu því ég sofnaði á klósettinu og höfuðið rakst í vaskinn en allt er hreint.

Búin að kaupa allar jólagjafir, pakka inn og skreyta, konfektið lekkert í skálum smekklega uppstilltum hér og þar um húsið. Ákvað í ár að hafa konfektskálar á náttborðunum okkar Gösla, gefur svefnherberginu óvenju jólalegan blæ. Og skálin í stíl við jólasveinarúmfötin og mistilteinagardínurnar nýju. Er ekkert að segja frá því hér hvar ég fékk svefnherbergisjólaskreytingarnar því ég vil sitja ein að þessari einmuna smekklegu snilldar hönnun sem þar er.

Unaðslega elegant og lekkert.

Ég hef verið að senda póst á alla fjölmiðla landsins, það vantar jólalögin í útvarp og sjónvarp eitthvað eru þeir tregir þar en vonandi er þetta afléttilegur kvilli hjá þeim.

Auðvitað er ég búin að baka mínar átján smákökusortir rúllutertur lagkökur og hnallþórur ég þarf nú varla að nefna það.

Búin að panta jólahlaðborð allstaðar sem þau eru í boði alla daga aðventunnar, og kaupa föt sem hæfir tækifærunum á okkur bæði, nema aðfangadagsdressið það er í hönnun út í hinum stóra heimi.

Skrifa þetta úr bílskúrnum því ekki má snerta á neinu innanhús svo ekkert haggist í skreytingunum.

Meira seinna um jóla undirbúning og stúss.

Það er gott að vera til. Kveikjum á kerti

mánudagur, október 15, 2007

Skælistubban fríða

Afslöppuð fín og sæl sú litla.
Posted by Picasa

Það er gott að vera til. Kveikjum á kerti

Litla ljósið.



Undur alheimsins.
Posted by Picasa

Það er gott að vera til. Kveikjum á kerti

Helgadóttir

















Eru þau ekki himnesk saman?
Posted by Picasa

Það er gott að vera til. Kveikjum á kerti

laugardagur, október 13, 2007

Kvenstormurinn


Hún opnaði stór brún augu og sagði: Vá hvað þú ert flott ammahafdís!

Svarthærð og falleg.

Já, maðurinn er mesta undrið.

Það er gott að vera til. Kveikjum á kerti

Dama Helgadóttir


Hún er 52 sentimetrar og 16 merkur, falleg og vel sköpuð með svart hár.


Njótum dagsins lífsins og hvers annars.

Það er gott að vera til. Kveikjum á kerti

Undur lífsins



Það er gott að vera til. Kveikjum á kerti

Ný dama

Stormi hefur lægt, lítil dama fæddist í nótt klukkan korter í fjögur. Öllum heilsast vel.

Undursamlegt.

Njótum dagsins lífsins og hvers annars.

Það er gott að vera til. Kveikjum á kerti

föstudagur, október 12, 2007

Fyrirsætan

Ó hve gott á lítið barn:


Ótrúleg ást og umhyggja, verndandi föðurhönd. Þarf fleiri orð?
Ég bíð enn spennt eftir Storminum, ilja mér við að skoða myndir af sonardóttirinni. Daman ber fyrirsætunafnið með rentu, myndast einstaklega vel.
Úr einu í annað:
Ég nudda á fullu og gengur vel á því sviðinu. Meðgöngunuddbekkurinn nýji er alger snilld og barnshafandi konur eru mjög hrifnar, þá er sigur unninn ekki satt.
Yfirfull andleg ruslafata af skoðunum sem skipta mig máli, hvolfi fötunni:
Sviptingar í stjórnmálaheiminum! Ég velti því fyrir mér hvort raunverulega eitthvað breytist þó mannaskipti verða.
Hvað kosta svo óskupin?
Á stofnunum fyrir aldraða vafra einstaklingar um óþrifnir (mamma) og borið er við skorti á starfsfólki, á stofnunum og heimilum fyrir fatlaða er lágmarksþjónusta og sama ástæða fyrir ástandinu.
Ekki fæst starfsfólk vegna lélegra launa.
Ef líkur eru á að fóstur séu með Downs heilkenni er þeim eytt!
Hvenær verður þeim eytt sem eru ófríð sínum?
Einstaklingar eru heimilislausir á götum borgarinnar.
Aldraðir liggja dauðir heima hjá sér svo dögum og vikum skiptir.
Aldraðir eru einatt vannærðir á stofnunum.
Ekki fæst starfsfólk vegna lélegra launa.
Ráðamenn þjóðarinnar ferðast um heiminn á kostnað almennings og skoða og skoða, kynna sér, velta fyrir sér, sitja í nefndum, draga ályktanir, hugsa vonandi.
Ég veit um hóp manns sem fór utan á vegum Íþróttafélags, erindið var að skoða snjótroðara, fimm manns fóru í þetta kostnaðasama verkefni, það þurfti einn mann til að skoða hverja hlið.
Andleg ruslafata hefur tæmt fötu nöldurs og naggs þennan fallega haustmorgun.
Ég kem mér aftur fyrir á snerlinum og bíð spennt eftir nýju barnabarni.
Njótum dagsins.

Það er gott að vera til. Kveikjum á kerti

þriðjudagur, október 09, 2007

Þunglyndi

Í þunglyndi dagsins, eymd volæði og eymingjaskap ákvað ég að kaupa mér blóm eftir ábendingu uppáhaldsbarnsins sem situr heima og bíður eftir Stormi.

Þar sem blómin virkuðu til að létta lundina hef ég ákveðið að styðja hana í biðinni og bíða með henni.

Ég er komin í biðstellingu.

Bíð.

Njótum dagsins, lífsins og hvers annars.

Það er gott að vera til. Kveikjum á kerti

föstudagur, október 05, 2007

Yndisleg

Ég sjálf er loksins búin að uppgötva að ég er yndisleg, ekki slæmt fyrir konu á mínum aldri. Og aldur minn er frábær, heillandi og skemmtilegur.

Gösli minn segir á stundum að ég sé vitleysingur, hann elskar sem sé vitleysing. Það er gott á stundum að vera laus við vitið valsa um hamingjusamur og áhyggjulaus.

Engar áhyggjur af veðrinu, efnahagsástandinu, eymd volæði og aumingjaskap eða bara áhyggjulaus almennt og yfirleitt.

Sem sé: yndislegt að vera vitleysingur.


Við gömlu hjónin erum að bíða, bíða , bíða og bíða. Við bíðum eftir Storminum hennar Soffíu og Helga, hann virðist vera rólegheitar barn, enda er hlýtt og notarlegt í móðurkviði.

Ég kem mér fyrir á snerlinum á MT52.


Ég er glöð yfir að vera eins og ég er en ekki eins og einhver annar.


Njótum dagsins, lífsins og hvers annars.

Það er gott að vera til. Kveikjum á kerti

miðvikudagur, október 03, 2007

Aldrei er góð vísa of oft kveðin.


Hlustun

Þegar ég bið þig að hlusta á mig
og byrjar þú að gefa mér ráð
hefur þú ekki orðið við bón minni.
Þegar ég bið þig að hlusta á mig
og þú byrjar á því að segja mér
að líðan mín ætti að vera öðruvísi,
þá ertu að troða á tilfinningum mínum.
Þegar ég bið þig að hlusta á mig
og þér finnst þú verðir að gera eitthvað
til að leysa mín vandamál,
þá hefur þú brugðist mér, skrítið ekki satt?
Hlustaðu! Allt sem ég bað um var að þú hlustaðir.
Ekki tala eða gera - bara heyra.
Ráðleggingar eru ódýr lausn.
Ég get gert hlutina sjálf; ég er ekki ósjálfbjarga.
Þegar þú gerir eitthvað fyrir mig sem ég get gert
og verð að gera sjálf,
þá leggur þú fram þinn skerf til að auka ótta minn
og veikleika.
Ef þú einfaldlega viðurkennir líðan mína, hversu
óskynsamleg sem hún er.
Þá get ég hætt að reyna sannfæra þig, snúið mér að
því sem máli skiptir og reynt að skilja ástæðuna fyrir
líðan minni.
Þegar það er ljóst, eru svörin augljós og ég þarfnast
ekki ráðlegginga.
Óskynsamleg líðan hefur merkingu þegar við skiljum
hvað liggur að baki.
Ef til vill er það þess vegna sem bænin hjálpar,stundum,
fyrir suma,
vegna þess að guðirnir eru hljóðir. Þeir hafa ekki ráð á
reiðum höndum og reyna ekki að redda hlutunum.
Þeir hlusta bara og láta þig finna leið.
Þess vegna bið ég þig að hlusta og heyra.Ef þig langar
að tala,hinkraðu þá augnablik,og ég skal hlusta á þig.

Njótum.


Það er gott að vera til. Kveikjum á kerti

þriðjudagur, október 02, 2007

Mátti til.

Eftir því sem ég eldist, met ég mest konur yfir fertugt og her eru nokkrar ástæður hversvegna:

Kona yfir fertugt mun ekki vekja þig um miðja nótt og spyrja þig "hvað ertu að hugsa?" Hún kærir sig kollótta um hvað þú ert að hugsa.
Ef kona yfir fertugt vill ekki horfa á leikinn með þér vælir hún ekki yfir því. Hún gerir eitthvað sem hana langar til og yfirleitt er það áhugaverðara en leikurinn .

Konur yfir 40 eru virðulegar.
Þær fara sjaldan í öskurkeppni við þig í óperunni eða á fínum veitingastað. Auðvitað gera þær það ef þú átt það skilið, þá hika þær ekki við að skjóta þig ef þær halda að þær komist upp með það. Eldri konur eru örlátar á hrós, oft óverðskuldað. Þær vita hvað það er að vera ekki metin að verðleikum.


Konur verða skyggnar með aldrinum. Þú þarft aldrei að viðurkenna misbresti þína fyrir þeim. Þegar þú getur litið framhjá einni eða tveimur hrukkum, er kona yfir 40 langtum kynþokkafyllri en yngri kynsystur hennar. Eldri konur eru hreinar og beinar. Þær segja þér eins og skot að þú sért asni ef þú hagar þér sem slíkur. Þú þarft aldrei að fara í grafgötur með hvar þú hefur þær.


Já, við dásömum konur yfir fertugt af mörgum ástæðum. Því miður er það ekki gagnkvæmt. Því fyrir hverja glæsilega, smarta og vel greidda konu yfir fertugt, er sköllóttur, vambmikill forngripur í gulum buxum gerandi sig að fífli fyrir 22gja ára gengilbeinu.


Konur, ég biðst afsökunar.


Til allra þeirra karla sem segja; "Afhverju að kaupa kúna þegar þú getur fengið mjólkina frítt"

Hér eru nýjar upplýsingar; Nú á tímum eru 80% kvenna á móti giftingum

Hversvegna?


Vegna þess að konur gera sér grein fyrir að það borgar sig ekki að kaupa heilt svín þótt þær langi í smá pulsu!


Andy Rooney

Það er gott að vera til. Kveikjum á kerti

mánudagur, október 01, 2007

Sittlítið af hvurju.



Þetta er hún Kolla frænka mín, Kolbrún Jónsdóttir pilateskennari - hún er frábær. Síminn hjá henni er 8672727 og netfangið hennar er: kollapilates@hotmail.com. Og endilega prufið að koma ykkur í gott form.

Njótum hvers annars.

Það er gott að vera til. Kveikjum á kerti

Vorið kemur með von til mí­n.
 
Sign my Guestbook from Bravenet.com Get your Free Guestbook from Bravenet.com