Hlutir sem aðeins móðir getur kennt:
Móðir mín kenndi mér EFTIRVÆNTINGU….….
"Bíddu bara þangað til pabbi þinn kemur heim.”
Móðir mín kenndi mér að ÞIGGJA….
"Nú færðu að kenna á því þegar við komum heim!"
Móðir mín kenndi mér að TAKA ÁSKORUN…
"Hvað varstu að hugsa? Svaraðu mér þegar ég tala við þig…Ekki brúka munn!"
Móðir mín kenndi mér RÖKFÆRSLU...
"Ef þú dettur úr rólunni og hálsbrýtur þig, ferðu ekki í búðina með mér."
Móðir mín kenndi mér LÆKNISFRÆÐI ...
"Ef þú hættir ekki að gera þig rangeygðan, þá festast í þér augun svoleiðis."
Móðir mín kenndi mér FRAMSÝNI...
"Ef þú nærð ekki stafsetningarprófinu, færðu aldrei góða vinnu."
Móðir mín kenndi mér að vera SKYGGN...
"Farðu í peysuna, heldurðu að ég viti ekki þegar þér er kalt?"
Móðir mín kenndi mér HÚMOR...
"Þegar þessi sláttuvél klippir af þér tærnar skaltu ekki koma hlaupandi til mín."
Móðir mín kenndi mér að verða FULLORÐINN..
"Ef þú borðar ekki grænmetið þitt, verðurðu aldrei stór."
Móðir mín kenndi mér KYNLÍF...
"Hvernig heldurðu að þú hafir orðið til?"
Móðir mín kenndi mér ERFÐAFRÆÐI ...
"Þú ert alveg eins og pabbi þinn."
Móðir mín kenndi mér um UPPRUNA MINN ...
"Heldurðu að þú hafir fæðst í fjósi?"
Móðir mín kenndi mér VISKU ...
"Þegar þú kemst á minn aldur muntu skilja þetta."
Móðir mín kenndi mér... RÉTTLÆTI...
"Þegar þú eignast börn vona ég að þau verði alveg eins og þú. Þá sérðu hvernig það er.
Njótum hvors annars.