Andleg ruslafata

Lí­f mitt var ekkert nema skáldskapur, dans eftir undarlegu lagi sem enginn heyrði nema ég, dagarnir mínir, stuttir og langir, vísur orð sem rímuðu ekki.

þriðjudagur, febrúar 28, 2006

Hef hugsað málið.

Hef legið undir feldi í allan dag og hugsað.


Ef ég væri smitaður fugl léti ég ekki vita af ferðum mínum.

Ástæða: Ég yrði drepinn.


Njótið hvers annars.

Það er gott að vera til. Kveikjum á kerti

Einmuna snilld.

Í útvarpinu í morgun þegar ég var á leið í vinnu heyrði ég setningu:
"Ekki er vitað um ferðir þeirra fugla sem valda smiti" Ég geri ráð fyrir að um sé að ræða fuglaflensuna góðu.

Svo er það nú með að láta vita af ferðum sínum; ætti ekki að áminna fuglana fyrir vanrækslu, eða í það minnsta hóa þeim saman og kenna þeim mannasiði(fuglasiði).
Ég skil nú aldeilis ekki hvað það er flókið að láta vita af ferðum sínum bara eitt kvak/tíst eða svo. Ekki er nema von að við manneskjurnar séum böggum hildar yfir þessu.

Ég heyrði ágæta tilgátu um hvort einhver er með fuglaflensu eða ekki:
Ef þú ert lasinn og færð allt í einu gífurlega löngun til að s.... á höfuð næsta manns er pottþétt að þú ert með fuglaflensuna.

Svo mörg voru þau orð.

Njótið hvers annars.

Það er gott að vera til. Kveikjum á kerti

sunnudagur, febrúar 26, 2006

Mannlegt eðli.

Eðli mannanna er mismunandi og eitt af því sem prýðir stöku mann er mannkærleikur/manngæska. Skyldi vera meiri vandi að vera slæmur og neikvæður en góður og jákvæður/réttsýnn?

Hjartagæska er hluti manngæskunnar, það að vilja öðrum og okkur sjálfum vel við allar aðstæður getur verið gæska. Það er mikilvægt að vera sjálfum sér og öðrum góður. Þegar við erum þannig innstillt andlega finnum fyrir við vellíðan og frið í samskiptum við aðra. Góðsemi verður ekki til fyrir tilviljun eða af sjálfu sér fremur en margt annað. Við þurfum að rækta/hlúa að/efla hið góða/góðsemi.
Góðsemi er eftirsóknarverð í samskiptum við aðra við verðum ekki endilega auðugri í veraldlegum skilningi en auðugri hið innra sem fátt fær grandað.
Við verðum sjálf að rækta upp og hlúa að þeim eðlisþáttum í lífi okkar sem okkur þykja eftirsóknarverðir og heppilegir til að efla, eins og svo margt annað í tilverunni verðum við að gera þessa hluti sjálf.
Okkar raunveruleiki er í höfðinu á okkur, ekki sjá allir raunveruleikann eins þessvega finnst mér gott að vera meðvituð um að ég verð að breyta mér innan frá til að verða jákvæðari og betri manneskja; efla gæskuna í mér sem sé.
Kærleikur/ástúð getur aldrei misst marks þótt að erfitt sé sumum að meðtaka hana. Það er enginn vandi að vera góður við þann sem er elskulegur og viðmótsþýður. Erfiðar er að sína hinum neikvæðu og óbilgjörnu gæsku.

Góðmennska/manngæskan tengist hamingju, hamingjan kemur innan rá, hamingjan eflir okkur sem góðar manneskjur og þess vegna er vel þess virði að rækta hana daglega, sýna mannlega mýkt öllum ekki síst okkur sjálfum.


Verum góð hvert við annað og njótum hvers annars.

Það er gott að vera til. Kveikjum á kerti

Ráðvilla.

Ég er að velta fyrir mér deginum það er hvað dagur er í dag. Er fjórði í fimmtudegi, þriðji í föstudegi, annar í laugardegi, fyrsti í sunnudegi eða hreinn og beinn sunnudagur? Undarlegt hvað einfaldir hlutir geta orðið flóknir ef þeim er gefið tækifæri til. Það er samt notarlegt að eiga þennan valkost. Ef ég á til að mynda góðan mánudag get ég haft hann áfram bara fyrsta, annan, þriðja og svo framvegis. Ég er ánægð með þetta.

Ég velti fyrir mér á stundum hvort ég sé góð manneskja. Og þá á hvaða mælikvarða. Eins og svo oft er spurningin í mínum huga; við hvað er miðað og hvernig er mælt?

Ég get verið góð við aðra og vond við mig.
Ég get verið góð við mig og vond við aðra.

Hvað er að vera góður?

Hvað er að vera vondur?

Eru þetta ekki hugtök sem hafa mismunandi merkingu í huga hvers og eins?


Treystu ekki á verndargripi, hver er sinnar gæfu smiður



Njótið hvers annars.

Það er gott að vera til. Kveikjum á kerti

föstudagur, febrúar 24, 2006

Annar.

Við íslendingar svona allflestir erum svo hrifnir af öðrum.
Öðrum í jólum.....öðrum í hvítasunnu.

Svo ég held að í dag vilji ég hafa annan í fimmtudegi, trúlega góður dagur það.

Ég gekk í Kópavoginn til að gefa öndunum í morgun, velti því fyrir mér hvernig ætti að kalla á endurnar svo þær kæmu til að fá morgunverð; ef endurnar væru hænur myndi ég kalla: púddapúddapúddapúdd, og þær kæmu.
Andaandaandaand hljómar ekki mjög vel.
Brabrabrabrabra ekkert betur.

Humm, verð að leggjast undir feld og velta þessu fyrir mér.


Á leið minni merkti ég nýútsprungin laufblöð, græna bletti í döggvotu grasinu, brum á runnum og trjám........... vorið í febrúar?



Ef það er annar í fimmtudegi í dag þá verður þriðji á morgun. Þegar þessum vinnudegi mínum líkur hef ég lagt að baki sextíu stunda vinnuviku. Og er heppin að hafa vinnu sem er ekki fyrir neðan mína virðingu og heilsu til að njóta hennar.

Njótið hvers annars.

Það er gott að vera til. Kveikjum á kerti

fimmtudagur, febrúar 23, 2006

Hrós

Vangaveltur

Við höfum öll mikla þörf fyrir viðurkenningu, m.a. að við séum meðtekin eins og við erum.
Flest veltum við því einhvern tímann fyrir okkur hvernig aðrir sjá okkur. Þannig virðist álit annara hafa talsverð áhrif á okkur, stundum jafnvel of mikil áhrif. Gerum stundum hluti til þess að öðlast viðurkenningu þeirra sem eru í kringum okkur. Auðvelt er að sjá þetta hjá börnum en oft aðeins erfiðara hjá fullorðnum.

Verum dugleg við að hrósa hvert öðru, litlu hlutirnir skipta líka máli.
Það er merkileg staðreynd að þegar okkur er hrósað líður okkur vel/betur, merkileg í ljósi þess hversu ódugleg við erum almennt að hrósa öðrum. Flestum þykir líklega gott að fá hrós ogbíðum oft eftir því.

Þegar okkur er hrósað þá hefur það fjölþætt jákvæð áhrif á sálarlíf okkar. Þótt við séum ódugleg við að hrósa öðrum þá er það ekkert til móts við það hvað við erum flest ódugleg við að hrósa okkur sjálfum. Bara lítið gott hjá þér ...... eflir og styrkir sjálfsmyndina. Verum góð hvert við annað.

Njótið hvers annars.

Það er gott að vera til. Kveikjum á kerti

Fimmtudagur

Er alltaf fimmtudagur?
Eða eftilvill einu sinni í viku, kemur í ljós.

Lífið gengur sinn gang...vinna...sofa...eta óskup notarlegt.

Njótið hvers annars.

Það er gott að vera til. Kveikjum á kerti

fimmtudagur, febrúar 16, 2006

Ferðadagurinn mikli.

Nú er hún að leggja í hann , mikið á ég eftir að sakna hennar Soffíu minnar en þegar sumarið er í fullum blóma kemur hún heim ég hlakka til að sjá hana.

Þeir eru að spá vitlausu veðri um land allt ég sem er á leiðinni suður en veður hamlar sjaldnast ferðum mínum og vonandi ekki í dag.

Mér leggst eitthvað til eins og alltaf.

Njótið hvers annars.

Það er gott að vera til. Kveikjum á kerti

Ferðadagurinn mikli.

Nú er hún að leggja í hann , mikið á ég eftir að sakna hennar Soffíu minnar en þegar sumarið er í fullum blóma kemur hún heim ég hlakka til að sjá hana.

Þeir eru að spá vitlausu veðri um land allt ég sem er á leiðinni suður en veður hamlar sjaldnast ferðum mínum og vonandi ekki í dag.

Mér leggst eitthvað til eins og alltaf.

Njótið hvers annars.

Það er gott að vera til. Kveikjum á kerti

miðvikudagur, febrúar 15, 2006

Miðvikudagur

Já nú er að ég held miðvikudagur, BingZin kom í Borgarnesið til að fá knús og lambalæri að hætti mömmu, svo er hún farin til Taivan. Allir að fara. Nægir til að heisækja þegar líða tekurr á árið. Elsti sonurin og hans fjölskylda hefur tekið ákvörðun um að flytja til Póllands, þar ætla allir til náms,sonurinn í sálfræði, tengdadóttirin í hagfræði og ömmustelpurnar í grunnskóla.
Svona er nú lífið en langt þykir mér þau heim að sækja. Ég ligg í leti og hvíli mig fyrir næstu vinnutörn gott að hafa vinnu og heilsu til að stunda hana ekki allir svo lánsamir.

Njótið hvers annars.

Það er gott að vera til. Kveikjum á kerti

laugardagur, febrúar 11, 2006

Vatnsberinn.

Ég er vatnsberi.

Vatnsberinn
Árstími Vatnsberans er miðja vetrarins. Dagarnir lengjast en enn er langt í vorið og sumarið. Ákveðin biðstaða ríkir í náttúrunni. Segja má að froststillur vetrarins, þeir dagar í janúar og febrúar þegar veður er kalt en algert logn ríkir og sjá má langt og víða, lýsi eðli Vatnsberans. Hann er iðulega svalur, heiðríkur og yfirvegaður eins og lygn og fallegur vetrardagur.



Yfirvegun
Hinn dæmigerði Vatnsberi er yfirleitt rólegur, vingjarnlegur og þægilegur í framkomu. Hann er yfirvegaður og viðræðugóður en hleypir fólki samt sem áður ekki of nálægt sér. Hann er oft á tíðum heldur dularfullur eða a.m.k. fjarlægur. Að minnsta kosti finnst öðrum oft erfitt að átta sig á honum. Ein ástæða fyrir þessu er sú að hann er frekar ópersónulegur og lítið fyrir að ræða um sjálfan sig og bera tilfinningar sínar á torg.



Hugsun og skynsemi
Vatnsberinn er hugmyndamerki og vill láta hugsun og skynsemi stjórna gerðum sínum og tilfinningum. Hann hefur þann hæfileika að geta verið hlutlaus, jafnvel þegar um erfið mál er að ræða. Svo virðist sem hann fari þá 'útfyrir' sjálfan sig eða geti horft ópersónulegum augum á það sem er að gerast. Vatnsberinn er rökfastur og hefur því hæfileika og getu til að taka skynsamlega afstöðu til mála. Hann hefur einnig orð á sér fyrir að hafa skýra og yfirvegaða hugsun.



Stöðugleiki
Vatnsberinn er eitt af stöðugu merkjunum. Hann er því fastur fyrir og á til að vera þrjóskur og stífur. Hann heldur fast í hugmyndir sínar og hefur sérstök viðhorf til lífsins. Hann á einnig til að vera frekur og stjórnsamur, en fer oft fínt með þann eiginleika. Kannski má frekar segja að stjórnsemi hans varði fyrst og fremst hann sjálfan og birtist í því að honum er illa við afskiptasemi annarra. Hann vill því ekki endilega stjórna öðru fólki, því slíku fylgir iðulega ábyrgð og persónulegt ófrelsi.



Félagslyndi
Vatnsberinn er félagslyndur og þarf á fólki að halda, en félagslyndi hans birtist oft þannig að hann vill hafa margt fólk í kringum sig en samt sem áður ekki vera bundinn ákveðnum einstaklingum.



Á undan samtímanum
Það er einkennandi fyrir Vatnsbera að leitast eftir því að skapa sér sérstöðu. Það hver sérstaðan er er mismunandi frá einum Vatnsbera til annars. Sumir leggja áherslu á sérstakan klæðaburð og stíl (og eru alltaf einu skrefi á undan tískunni). Aðrir hafa ákveðnar og stundum óvenjulegar hugmyndir sem valda því að þeir skera sig úr fjöldanum. Hver sem aðferðin er nákvæmlega þá er Vatnsberinn oft uppfinningasamur og frumlegur.



Pælingar
Til að viðhalda lífsorku sinni og endurnýja hana þarf Vatnsberinn að hafa fólk í kringum sig og hafa úr nógu að moða hvað varðar hugmyndir og pælingar. Hann verður daufur og orkulítill ef hann er í félagslegri einangrun og hefur fátt til að örva hugann. Hann þarf að hafa ákveðna yfirsýn yfir lífið og tilveruna og ef sjóndeildarhringurinn er of þröngur þrífst hann illa.



Frelsi
Að lokum má geta þess að sterk frelsisþörf er eitt helsta einkenni Vatnsberans. Það hvernig hann sækir frelsi sitt er mismunandi frá einum til annars, en oftast notar hann sambland af hlutleysi, yfirvegun og því að leitast við að vera óháður öðrum. Vatnsberi sem vinnur á stórum vinnustað, svo dæmi sé tekið, leggur oft áherslu á að vera hlutlaus gagnvart vinnufélögum sínum og þá sérstaklega þeim sem eru ráðríkir og tilætlunarsamir. Hann kemur yfirleitt fram af yfirvegun. Hlutleysi og yfirvegun gera það að verkum að hann stuðar aðra ekki, sem fyrir vikið 'hafa ekkert á hann'. Hann heldur því frelsi sínu. Og með því að vera óháður, þ.e.a.s. að taka ekki afstöðu með einni klíku gegn annarri, þá gerist það sama. Hann er frjáls að umgangast hvern sem er og halda þeirri yfirsýn sem hann vill halda. Sumir Vatnsberar auglýsa sérstöðu sína, en yfirvegun og hlutleysi annarra er þess eðlis að fólk tekur ekki eftir því hversu sjálfstæðir og sérstakir þeir eru í raun. Þar fyrir utan er sérstaða Vatnsberans oft fólgin í hugsun hans og hugmyndaheimi, frekar en athöfnum, enda Vatnsberinn pælari og hugsuður.

Þegar talað er um 'Vatnsberann' og 'Vatnsbera', er átt við þá sem fæddust þegar Sólin var í Vatnsberamerkinu. Þeir einstaklingar sem fæddust á þeim árstíma hafa 'hjartað' í þessu merki, eða grunneðlið og lífsorkuna.

Staða Tunglsins í merki segir til um tilfinningar, staða Merkúrs um hugsun, Venusar um ást og samskipti, Mars um framkvæmdir, Rísandi merkis um framkomu og staða Miðhimins um (þjóðfélags)markmið. Hver einstakur maður er í nokkrum stjörnumerkjum og þess vegna eru gerð stjörnukort, en ekki bara fjallað um stjörnumerkin.


Svo mörg voru þau orð.

Njótið hvers annars.

Það er gott að vera til. Kveikjum á kerti

Laugardagur.

Ég er vöknuð.
Það er gott að vakna til lífsins og ljósins svona þegar birta fer af degi. (það kemur að því) Ég ætla að taka daginn rólega skutlast með ömmustelpurnar í Borgarnes, AfaGösla til dýrðar og uppljómunar, hann er nú hið mesta hrekkjusvín að mati stelpnanna en þær skemmta sér konunglega yfir vitleysunni í honum þó svo þær fussi inná milli.
Við gömlu hjúin verðum seint ráðsett þó svo við séum miðaldra. Það er vel.

Ég er líka ánægð í dag með að þurfa ekki að vinna neitt nema snúast í kringum mig og stelpukornin. Þær héldu sýningu fyrir mig í gærkveldi þar sem hermt var eftir hinni einu sönnu Silvíu Nótt. Tókst að sjálfsögðu vel, þetta eru litlir snillingar.

Njótið hvers annars, dagsins og lífsins.

Það er gott að vera til. Kveikjum á kerti

föstudagur, febrúar 10, 2006

Ábending.

Ísfirðingurinn benti mér á að nú væri kominn föstudagur, trúlega rétt hjá honum.
Dagarnir líða hratt, í mörgu er að snúast; vinnu og ömmustelpum sem eru til fyrirmyndar.
En Ömmuvikunni lýkur annað kvöld hvað á amman þá að gera af sér?

Ætli mér leggist ekki eitthvað til eins og fyrri daginn.

Njótið hvers annars.

Það er gott að vera til. Kveikjum á kerti

mánudagur, febrúar 06, 2006

Sjötti febrúar.

Nú er víst kominn mánudagur, mánudagar eru góðir dagar, ný tækifæri.
Dagur eitt(sunnudagur) hafðist með sóma, telpukornin vöknuðu ekki fyrr en um tíuleytið og þá drifum við okkur í sund þar sem ég var tekin og tuskuð til að hætti þeirra systra.
Snúið upp á fögru tærnar á mér og fleira í þeim dúr en við höfðum allar gaman af.
Systurnar skondruðu síðan í Kópavoginn þar sem sú yngri(8 ára) var að keppa í handbolta og sú eldri var aðstoðarþjálfari(11 ára). Þrír leikir unnust heim var komið með medalíu og ýmsa aðra vinninga. Amman var heima og lagði sig á meðan, hálflasin sú gamla. Drifum okkur í kvöldmat hjá Göslaafa í Borgarnesi, fengum góðar móttökur. Eftir heimalærdóm þeirra systra prjónuðum við allar þrjár sem við lifandi gátum fram að svefntíma en fengum okkur nú heitt kakó áður en gengið var til hvílu.
Skemmtilegt það, sú yngsta fór í rúmið hálftíu, næsta stundarfjórðung í tíu og aldursforsetinn tíu.

Ég er nú aldeilis heppin að eiga svona flottar ömmustelpur.

Njótið hvers annars.

Það er gott að vera til. Kveikjum á kerti

sunnudagur, febrúar 05, 2006

Skipstjórinn.

Ég er sem sé orðin skiptsjóri á skútu elsta sonar míns, skutlaðist með hann og konuna út á flugvöll í gær, allt gert til að losna við þau. Við æðgurnar voru síðan hér í ró og spekt, höfðum pigoutnight og að sjálfsögðu fékk ég í magann þoli illa orðið svona matarræði eins og var á boðstólunum hjá mér í gær.
Sem sé þetta er vikuverkefnið mitt. Vonandi gengur stjórnunin vel þær eru til fyrirmyndar þessar stelpur laglegar skemmtilegar og obboðslega klárar. Eins og þær eiga kyn til.

Ég horfði á júróvisjón í gærkveldi, Silvía Nótt átti hug minn, einmunasnilld þessi stelpa. Ég vona að hún verði okkar framlag í ár en það á nú eftir að koma í ljós eins og allt annað.

Njótið hvers annars.

Það er gott að vera til. Kveikjum á kerti

fimmtudagur, febrúar 02, 2006

Kærleikurinn

Að nálgast hvert annað af kærleika er ef til vill það sem hugsa skal um í dagsins önn. Gildi kærleikans er mikið og oft vanmetið. Getum við nálgast hvort annað í sparifötunum dag hvern, sparifötum að innan og utan.
Ég hef verið að brjóta hugann einu sinni enn um viðhorf mitt til annar og sjálfs mín, framkomu mína og hátterni. Framkoma mín endurspeglar viðhorf mín.

Ég lendi sem oftar í hring með hugsanir mínar og tilfinningar, en ég vil gjarnan vera betri en ég er, ég þarf að vanda mig og vinna að minni innri ró, þá get ég skilað til annara hluta af mér verið þeim sem mér eru kærir góð í orði og á borði.

Einn ágætur kennari minn, sagði í tengslum við mannmarga jarðaför sem hann var að koma úr einn frábærann vordag, eittthvað á þann veg að sá sem fylgt var til grafar hefði þegið heimsóknir fylgenda meðan hann lifði. Viðkomandi verið einstæðingur í nokkur ár heldur einmanna.

Kannski er betra að leggja rækt við lifendur; ættingja,vini og kunningja, njóta hvers annars meðan við getum.

Andleg ruslafata er tóm að sinni.

Njótið hvers annars.

Það er gott að vera til. Kveikjum á kerti

miðvikudagur, febrúar 01, 2006

Þarfir

Þarfir mínar eru einfaldar í dag = hvíld.

Enda slituppgefin, lúin, þreytt, útkeyrð, sliguð, en brosandi kát í dagsins önn.

Eitt sinn fyrir margt löngu dansaði ástmaður minn fyrir mig ástardans pelikana, ég vissi það ekki strax hvað var í gangi en minningin yljar.

Ástin hefur undravöld,
ekki er því að leyna.
Má ég þegar kemur kvöld
kanske við þig reyna?

Elís Kjaran orti þetta, gott hjá honum.


Njótið hvers annars.

Það er gott að vera til. Kveikjum á kerti

Vorið kemur með von til mí­n.
 
Sign my Guestbook from Bravenet.com Get your Free Guestbook from Bravenet.com