Andleg ruslafata

Lí­f mitt var ekkert nema skáldskapur, dans eftir undarlegu lagi sem enginn heyrði nema ég, dagarnir mínir, stuttir og langir, vísur orð sem rímuðu ekki.

miðvikudagur, maí 31, 2006

Svo mörg voru þau orð.



Dust If You Must


Dust if you must.

But wouldn't it be betterto paint a picture, or write a letter,bake a cake, or plant a seed.Ponder the difference between want and need.

Dust if you must.

But there is not much time,with rivers to swim and mountains to climb!Music to hear, and books to read,friends to cherish and life to lead.

Dust if you must.

But the world's out therewith the sun in your eyes, the wind in your hair,a flutter of snow, a shower of rain.This day will not come round again.

Dust if you must.

But bear in mind,old age will come and it's not kind.And when you go, and go you must,you, yourself, will make more dust.

- Anonymous

Njótið dagsins lífsins og hvers annars.

Það er gott að vera til. Kveikjum á kerti

sunnudagur, maí 28, 2006

Reka á reiðanum.





“Það hefur ekkert upp á sig að láta reka á reiðanum og dreyma um að vera eitthvað- þú verður að vita hvað þetta eitthvað er.”

Þessu gullkorni stal ég af síðunni hennar Hafdísar vinkonu.
Takk fyrir að vera vinkona mín.

Það er án efa frábært að láta sig dreyma um eitthvað, verða eitthvað, vera eitthvað, gera eitthvað og draumar kosta ekkert meðan þeim er ekki fylgt eftir. Alltaf hægt að byrja upp á nýtt frá grunni.

Fyrst er trúlega að vita hvað þetta eitthvað er og taka ákvörðun, þá er mikið í höfn. Jú öll ferðalög byrja á einu litlu skrefi. Þegar ákvörðunin er komin er það eftirfylgnin, er staðfestan næg til að fylgja draumum sínum?

Er draumurinn þess virði?
Hversu löng er leiðin að draumnum, eru margar hindranir á leiðinni eða er leiðnin bein og greið, oft er lítið um svör þegar stórt er spurt.

En eitt er víst að það hefur ekkert upp á sig að láta reka á reiðanum, ef draumurinn er þess virði er best að halda af stað, láta hjartað ráða för og njóta ferðarinna af fremsta megni.

Njótið dagsins, lífsins og hvers annars.

Það er gott að vera til. Kveikjum á kerti

laugardagur, maí 27, 2006

Kapphlaup



Er lífið kapphlaup?

Mig setur stundum hljóða, ekki það að það fari mér ekki vel að þagna af og til heldur sú blákalda staðreynd að meirihlutann af ævinni hef ég verið í kappi við eitthvað. Ekki endilega á hlaupum enn unnið meira til að eiga fyrir öðrum gardínum eða einhverju öðru misgáfulegu eftir því hvernig hugurinn hefur verið stemmdur hvert sinn.

Ég hef því ekki notið ferðalagsins sem skyldi, lífið er jú ferðalag frá vöggu til grafar.
Ég hef hlaupið eftir eigin vanköntum og dyntum ekki síður en annara. Oft hefur þessi gauragangur skilað litlu sem engu, eftilvill lúnum tám og hugsýki á mismunandi stigi.
En stundum ferskum huga og líkama.

Það sem ég er að hugsa:

Þarf ég betri bíl, stærra hús, fleiri föt og svo framvegis?

Ég er ekki viss. Þó svo ofangreint sé gott og gilt er ekkert sammerkt með því og aukinni vellíðan og sálarró.

Ég ætla að staldra við og hugsa og njóta, þó ekki sé nema að velta fyrir mér fjölbreytileikanum í gráa litnum sem ekki er til staðar í dag.

Ég ætla líka að velta fyrir mér í hverju samlíðan er fólgin.

Njótið dagsins, lífsis og hvers annars.

Það er gott að vera til. Kveikjum á kerti

fimmtudagur, maí 25, 2006

Kaffi.

Ég er búin að drekka þrjá bolla af kaffi. Kaffi er allavegana. Ég drakk neskaffi því ég nennti ekki að hella upp á könnuna. Ég á ekki sjálfvirka kaffikönnu.


Ef þú reynir sjálfur, þá hjálpar Guð líka.
Finnskur málsháttur

Lífið er ekki kapphlaup. Einu verðlaunin sem eru þess virði að vinna eru ást og kærleikur fjölskyldu og vina.
David Baird


Njótið dagsins.

Það er gott að vera til. Kveikjum á kerti

miðvikudagur, maí 24, 2006

Eyðimörk og sitthvað annað.

Eyðimörk er í landafræði svæði þar sem úrkoma er minni en 250 mm á ári og einkennast af litlum gróðri, slík svæði þekja u.þ.b. einn þriðja af jörðinni. Köld svæði Suðurskautslandsins og Grænlands eru eyðimerkur vegna kulda. Orðið eyðimörk er þó oftar notað um svæði þar sem úrkoma er tvöfalt minni en uppgufun. Einnig geta jarðlög verið svo gropin að úrkoma nýtist ekki gróðri og þau verða gróðurvana af þeim sökum.
Þessar upplýsingar eru í frjálsa alfræðiritinu.

Ég er enn að leita að andanum sem sem yfirgaf mig eins og heilinn í Simson forðum.

Meðan á öllu þessu flakki stendur er rétt að hugsa um eitthvað annað svo sem eins og vetrarfærðinni sem er víða um land, grámann sem er úti við hér hjá mér.

Og um leið og hugsað er um gráann hversdagsleikann er rétt að muna eftir hvað grái liturinn er fjölbreyttur og fagur ef hugurinn er stilltur þannig.

Ég er feginn að vera ekki þar sem ófærðin er enda búin að skipta yfir á sumardekk eins og lög gera ráð fyrir.

Steypukallin skipti um föt, þvoði mestu steypuna framan úr sér og hélt áfram að steypa, hefur reyndar ekki sést síðan enda yfirdrifin verkefni hjá múrurum þessa dagana.

Svo er það þetta:

Í dag er dagurinn minn.

Tillögur að deginum:

1. Segðu við sjálfan þig upphátt og í hljóði fimm sinnum yfir daginn, mér líður vel, mér gengur vel
2. Segðu eitthvað fallegt um þig við aðra manneskju og meintu það
3. Farðu í nudd
4. Farðu í heimsókn, til einhvers sem þú hefur lengi ætlað að líta til
5. Farðu í gönguferð
6. Farðu í sund
7. Farðu í fótsnyrtingu
8. Segðu einhverjum að þér þyki vænt um hann
9. Hrósaðu einhverjum fyrir verkin hans
10. Hrósaðu einhverjum fyrir persónulega eiginleika hans
11. Brostu framan í ókunna
12. Svaraðu brosandi í símann
13. Gerðu eitthvað sem þig hefur langað til lengi en ekki gefið þér tíma í
14. Sestu niður ein/einn með sjálfri/sjálfum þér og hugsaðu vel til þín og settu síðan á blað tíu jákvæða eiginleika
15. Hringdu í þann sem þú hefur ætlað lengi að hringja í en ekki gefið þér tíma


Njótið dagsins - lífsins og hvers annars.

Það er gott að vera til. Kveikjum á kerti

þriðjudagur, maí 23, 2006

Stundum.









Stundum eru menn heppnir að halda lífi!!!!!
Steypudælan bilaði.
Njótið dagsins.

Það er gott að vera til. Kveikjum á kerti

Eyðimerkurráf.



Ég ákvað að gott væri að hafa hross með í huglægri ferð um eyðimerkur jarðarinnar í leit að andanum sem ætti að vera til staðar fingrum mínum til stuðnings.

Nú rakst á eftirfarandi:

DANSKA SKÁLDIÐ OG SPÉFUGLINN
PIET HEIN GEFUR ræðumönnum eftirfarandi ráð.

Ef að efnið reynist rýrt
er ráð að tala ekki skýrt.

Þýðing: Helgi Hálfdánarson

Ég geri þegar í stað þessi orð að mínum.

Njótið dagsins.

Það er gott að vera til. Kveikjum á kerti

mánudagur, maí 22, 2006

Það sem er.


Hummm þá er best að láta gamminn geysa, um ekki neitt ekki einu sinni reiðhjól. Eins og áður hefur komið fram er andinn á eyðimerkurrápi og örugglega í góðu yfirlæti - sól og sandur - er nokkuð yndislegra.

Þegar ekkert er að skrifa um reynist veðrið kjörið fórnarlamb.

Ég sit sem sé á mínum fagra rassi fyrir framan mína fögru tölvu og hristi mitt fagra höfuð. Og hef í raun ekkert að segja um veðrið. Veður er veður og eitt af mörgu í okkar fögru veröld sem ég hef ekkert að gera með. En ég hef nú samt skoðun á snjókomunni hér fyrir utan, ég er ekki hlynnt snjókomu í maí. Ég er á þeirri skoðun að snjór tilheyri vetri, vorið og sumarið á að vera snjólaust. Annars finnst mér snjórinn fallegur nýfallinn.

En áfram um ekki neitt:

Er ekkert til?
Ef ég skrifa um ekkert hvað er ég þá að skrifa um?

Ég er núna að mínu mati að raða saman stöfum úr stafrófinu. Merkingarlaust. Ef ég held áfram að raða saman stöfum gæti hugsanlega eitthvað af viti komið á endanum. Það er þá eftilvill betra að bíða.

En hvað eru vitleg skrif?

Ég verð að leggjast undir feld og húxa málið.

Ísfirðingurinn bráðskemmtilegi fær á endanum pistil sem vit er í.

Læt vitræna hugsun til hliðar í bili. Er að velta því fyrir mér að fara í eyðimörkina og sækja andann.

Njótið dagsins, lífsins og hvers annars.

Það er gott að vera til. Kveikjum á kerti

sunnudagur, maí 21, 2006

Reiðhjól.





----------------------------------



Konur og reiðhjól


Tilvitnun dagsins er frá 1885, þar sem verið er að svara fyrirspurn ungrar stúlku um hjólreiðar kvenna. Þar segir:
The mere fact of riding a bicycle is not intself sinful, and if it is the only way of reaching the church on a Sunday, it may be excusable.

--------------------------------------

Ég er hlýðin ekki mjög skýr en hlýðin. Þessvegna fór ég að velta fyrir mér reiðhjóli.

Rakst á ofangreint á vefnum og stal því án mikillar umhugsunar. Þar sem andi minn er á eyðimerkurrápi án mín dettur mér ekkert skemmtilegt eða óskemmtilegt um þetta tveggjahjóla farartæki, en ég held því fram að þríhjól séu stöðugri.

Upp í hugann kemur setning:

“Ég er til í allt nema sjálfsmorð og það sem ekki er hægt að gera á hjóli.”

Ekkert meir um hvað þetta táknar.

Ég hef aldrei til að mynda verið dugleg við að hjóla, held að það séu tuttugu ár frá því að ég settist á reiðhjól síðast.

Ég fór hinsvegar ekki fyrir svo mörgum árum á hlaupahjól þegar að ömmubörnin voru hér að láta spilla sér. Eftir að hafa æft mig um stund hóaði ég í barnabörnin:

“Sjáið þið bara hvað amma er flink”

Út kom hópurinn stillti - sér upp með aðdáun í augunum. ( Það eru sko ekki allar ömmur sem leika sér á hlaupahjóli)

Nú ég renndi mér af stað brosandi út að eyrum; splassss bomm, þarna lá ég kylliflöt á maganum. Ömmubörnin skelfingin uppmáluð, héldu að ég væri stórslösuð.

Ég stóð upp dálítið skrámuð með skerta sjálfsmynd, hef ekki farið á hlaupahjól síðan.

Njótið hvers annars.

Það er gott að vera til. Kveikjum á kerti

laugardagur, maí 20, 2006

Andleg



Ég er andleg eyðimörk.

Njótið hvers annars.

Það er gott að vera til. Kveikjum á kerti

miðvikudagur, maí 17, 2006

Litirnir.


Rautt gefur orku, hjálpar blóðrás og hjarta, lífgar og hressir.

Bleikt táknar ást og kærleik.

Appelsínugult kemur jafnvægi á hugann og taugarnar, hjálpar heilastarfsemi, kirtlastarfsemi og gefur hugrekki og bjartsýni.

Gult er litur bjartsýni og andlegs styrks. Hjálpar okkur að beita okkar vilja og gefur aukinn andlegan styrk.

Grænt táknar jafnvægi, hreinsar taugarnar. Uppbyggjandi litur lífsins. Getur endurnært og læknað.
Blátt er uppbyggjandi, svalandi, róandi. Hjálpar til við hugleiðslu.

Fjólublátt tengist andlegum málum, herðir á tíðninni, hjálpar við að breyta neikvæðni í jákvæðni. Róar taugarnar, hjálpar til við að vernda orkuna.

Gull er andlegur litur, hressir.

Silfur táknar vernd, mátt.

Svart er stöðutákn, vald.
Njótið hvers annars.

Það er gott að vera til. Kveikjum á kerti

þriðjudagur, maí 16, 2006

Rakst á...................


VINUR Í GRENND.
Í grenndinni veit ég um vin, sem ég á,
í víðáttu stórborgarinnar.
En dagarnir æða mér óðfluga frá
og árin án vitundar minnar.
Og yfir til vinarins aldrei ég fer
enda í kappi við tímann.
Sjálfsagt þó veit hann ég vinur hans er,
því viðtöl við áttum í símann.
En yngri vorum við vinirnir þá,
af vinnunni þreyttir nú erum.
Hégómans takmarki hugðumst við ná
og hóflausan lífróður rérum.
"Ég hringi á morgun", ég hugsaði þá,
"svo hug minn fái hann skilið",
en morgundagurinn endaði á
að ennþá jókst mill´ okkar bilið.
Dapurleg skilaboð dag einn ég fékk,
að dáinn sé vinurinn kæri.
Ég óskaði þess, er að gröf hans ég gekk,
að í grenndinni ennþá hann væri.
Sjálfur, ef vin þú átt góðan í grennd
gleymd´ ekki, hvað sem á dynur,
að albesta sending af himnunum send
er sannur og einlægur vinur.
Njótið hvers annars.

Það er gott að vera til. Kveikjum á kerti

mánudagur, maí 15, 2006

Vitrænar umræður.



Nú ég horfði á fréttir í gærkveldi. Ölvaður ökumaður sem stakk af. Eyðilagði ljósastaur.
Ég fékk fréttablaðið í morgun með sömu aðal frétt.



Ég fór að hugsa:
Skyldi maðurinn vera sá eini sem ekið hefur drukkinn.
Eða er hann einn af fáum sem teknir eru fyrir ölvunarakstur.
Skyldi hann hafa ákveðið um morguninn þegar hann vaknaði - að aka drukkinn og keyra á ljósastaur og stinga af.


Ég komst að því að ekki borgar sig að hugsa um þessa hluti of mikið en ég læra af þessu afar einfalt ráð.

Ekki aka drukkinn.

En þar fyrir utan leiðast mér svona fréttir en á móti kemur að mér finnast pislar eins og hún Anna mín (sjá til hliðar) skrifar bráðskemmtilegir, öðruvísi sjónarhorn á atburðinn hér að ofan.

Í vitrænum umræðum hér á heimilinu í morgun voru dregnar ályktanir:

Ef hann hefði verið edrú hefði hann ekki keyrt fullur.
Skylda ber alla ráðamenn ríkisins til edrúmennsku.


Og svo er það spurning dagsins:

Hvernig væri okkar samfélag án allra vímuefna?


Njotið dagsins, lífsins og hvers annars.

Það er gott að vera til. Kveikjum á kerti

sunnudagur, maí 14, 2006

Blíðan.


Já það er blessuð blíðan, með blóm í haga.
Þetta er sá tími árs sem ég hef heillast einna mest af gegnum tíðina.

Ég sést nú reyndar ekki út í garði með rassinn upp í loftið eins og nágrannar mínir þó svo ekki veitti af.

Ég hef meira gaman af að horfa á fallega garða, líka hina á stundum en taka þátt í garðvinnu.

Ég hef þó ræktað kartöflur í garðinum mínum, með dyggri hjálp hans Gösla míns sem svipt hefur svalahurðinn upp og spilað kartöflulagið hans Árna J. á mesta styrk trúlega til að hvetja mig áfram í arfareytingum og öðru því sem fylgir kartöflurækt.

Reyndar er hann líka duglegur við að borða nýuppteknar kartöflur, sóttar í kastrollu passlega mikið í matinn, með miklu smjöri.

Megi gæfa og gleði fylgja ykkur hvert sem þið farið.

Njótið hvers annars.

Það er gott að vera til. Kveikjum á kerti

laugardagur, maí 13, 2006

Óliver


Óliver Bjarkason sonarsonur alveg eins og pabbinn.

Amman er nú kát með þetta framlag sonarins til lífsins.

Njótið hvers annars.

Það er gott að vera til. Kveikjum á kerti

föstudagur, maí 12, 2006

Ef þú dæmir fólk hefurðu engan tíma til að elska það.


Fyrirsögnin er höfð eftir Móðir Teresu.

Trúlega er eitthvað til í þessu.

Rakst á þessa sögu:
Naglasaga
Þetta er saga af litlum dreng sem var afar geðvondur. Faðir hans gaf honum naglapakka og sagði honum að í hvert sinn sem hann missti stjórn á skapi sínu skyldi hann negla einn nagla í bakhlið grindverksins. Fyrsta daginn negldi drengurinn 37 nagla í grindverkið. Næstu vikurnar lærði hann að hafa stjórn á reiði sinni og fjöldi negldra nagla minnkaði dag frá degi. Hann uppgötvaði að það var auðveldara að hafa stjórn á skapi sínu en að negla alla þessa nagla í girðinguna. Loksins rann upp sá dagur að enginn nagli var negldur og drengurinn hafði lært að hafa stjórn á sér. Hann sagði föður sínum þetta og faðirinn lagði til að nú drægi drengurinn út einn nagla fyrir hvern þann dag sem hann hefði stjórn á skapi sínu. Dagarnir liðu og loks gat drengurinn sagt föður sínum að allir naglarnir væru horfnir. Faðirinn tók soninn við hönd sér og leiddi hann að grindverkinu ? Þúhefur staðið þig með prýði , en sjáðu öll götin á grindverkinu. Það verður aldrei aftur eins og það var áður. Þegar þú segir eitthvað í reiði, skilur það eftir sig ör alveg eins og naglarnir. Þú getur stungið mann með hnífi og dregið hnífinn aftur úr sárinu, en það er alveg sama hve oft þú biðst fyrirgefningar, örin eru þarna samt áfram. Ör sem orð skilja eftir sig geta verið jafnslæm og líkamleg ör.
Njótum dagsins, lífsins og hvers annars.

Það er gott að vera til. Kveikjum á kerti

fimmtudagur, maí 11, 2006

Hinir ýmsu dagar.


"Gærdagurinn - Morgundagurinn - í dag"

Það eru tveir dagar í hverri viku sem við ættum ekki að hafa áhyggjur af.
Tveir dagar sem ættu að vera lausir við ótta og kvíða.
Annar er gærdagurinn…
með sínum mistökum og áhyggjum,
göllum og glappaskotum,
sínum sársauka og kvölum.
Gærdagurinn er að eilífu liðinn og kominn úr okkar höndum.
Allir peningar heimsins geta ekki gefið okkur gærdaginn aftur.
Við getum ekki tekið til baka það sem við gerðum í gær,
né getum við þurrkað út eitt einasta orð sem við sögðum…
Gærdagurinn er liðinn!

Hinn dagurinn sem við ættum ekki að hafa áhyggjur af er morgundagurinn,
með sínu ómögulega andstreymi, áhyggjum,
sínum vongóðu fyrirheitum og lélegu framkvæmd.
Morgundagurinn er utan okkar seilingar.
Sól morgundagsins mun rísa
annaðhvort í heiðskýru eða bak við skýjabakka,
en hún mun rísa.
Og þegar hún gerir það,
eigum við ekkert undir deginum,
því hann er enn ófæddur.

Því er aðeins einn dagur eftir "í dag".
Allir geta barist í orrustum eins dags.
Það er aðeins þegar við bætum við áhyggjum gærdagsins
og morgundagsins sem við brotnum saman.
Það er ekki upplifun dagsins í dag sem skapraunar fólki
það er söknuðurinn eftir einhverju sem gerðist í gær
og kvíðinn yfir því hvað morgundagurinn ber í skauti sér.
Lifum því fyrir einn dag í einu.
-Höfundur ókunnur-
Njótið hvers annars.

Það er gott að vera til. Kveikjum á kerti

miðvikudagur, maí 10, 2006

Hamingjusemi

Ég var að hlusta á útvarpið í morgun, fréttir frá stóru ameríku:
Til að geta grennst þarf fólk að vera hamingjusamt annars er ekki hægt að grennast.

Dreg ályktun:
1. Allir feitir eru óhamingjusamir.
2. Allir grannir eru hamingjusamir.

Hugsa:
Ég er feit af því leiðir - ég er óhamingjusöm. Eða ég er óhamingjusöm af því leiðir að ég er feit. Ef ég vil grennast þarf ég að finna hamingjuna.

Spurning:
Hvar er hamingjan svo ég geti fundið hana og grennst?

Njótið dagsins - lífsins og hvers annars.

Það er gott að vera til. Kveikjum á kerti

þriðjudagur, maí 09, 2006

Sjálfssmíði.

Ég fór að skoða hug minn. Með smiðsaugum. Hver smíðaði mig?
Nú ég er víðlesin - held ég, sæmilega minnug svona í það minnsta þegar ég sé ástæðu til.
En hver smíðaði mig?
Ég komst að því tiltölulega snemma á lífsleiðinni að við ákveðna athöfn manns og konu vera börn til. Þar er allavega kominn hluti af smíðinni. En hver ákvað að ég yrði ég en ekki einhver önnur? Kynið ákvaðst á þeim tíma af sundhæfileikum og styrk frumu sem var á ferðinni ásamt fleirum og fleiru sem til þarf í einstaklingssmíði. Ómótaður bjarglaus einstaklingur lítur í fyllingu tímans dagsins ljós. Frumsmíði!!!!!!!!
Trúlega því ekki er til annað eintak af mér (svo ég viti)
Hummmmmmm um leið og ég leit dagsins ljós hóf umhverfið og þeir sem tilheyrðu því að móta mig. Einhversstaðar á leiðinni vildi ég hafa áhrif á líf mitt. Þar kemur sjálfssmíðin inn í þennan mjög svo djúphugsaða pisil.
Í því takmarkaða rými sem ég hef sem einstaklingur - sem hluti af alheimsmyndinni hef ég ætíð valkost, stundum fleiri en einn. Ég vel hvernig ég hugsa.............kem fram.......lifi í deginum - á þann veg hef ég smíðað mig sjálf.

Svo er það spurningin um Guð og hans aðkomu að málinu. Er minn vilji minn vilji eða Guðs vilji eða okkar beggja eða koma fleiri möguleikar til greina?

Njótið dagsins, lífsins og hvers annars.

Það er gott að vera til. Kveikjum á kerti

mánudagur, maí 08, 2006

Vorið - sumarið og ég.

Ég held að ég sé dálítið mikið sjálfsmiðuð. Ég veit ekki hvort það er gott eða vont enda ekki aðalatriði. Aðalatriðið er að vera ánægð með það. Svo er spurning um hvort ég er það, en það er önnur saga.

Ég hef ákveðið að halda með Sylvíu Nótt, frábært að geta þá hluti sem hún er að gera. Er glys - skraut - yfirborðsmennska aðalatriðið í lífinu?
Ég var í einfaldleika mínum að velta því fyrir mér hvað heildarpakki júróvisjónkeppninnar kostar, ekki bara hér heima heldur samanlagt hjá öllum þátttökuþjóðum. Og þó ég held að ég vilji ekki vita það, ég er vís með að vilja sjá peningunum varið í eitthvað sem hugnaðist mér betur, ég er svo sem eins og fleiri held að minn nafli sé nafli alheimsins.

Njótið dagsins, lífsins og hvers annars.

Það er gott að vera til. Kveikjum á kerti

laugardagur, maí 06, 2006

Nýr dagur.

Það er kominn nýr dagur - heppin. Ef ekki væri kominn nýr dagur væri ég án efa steindauð allavega dauð, því einn af mörgum kostum við nýjan dag er lífið sjálft. Ég er heldur ekki viss um að ég vilji vera dauð, ég á til dæmis eftir að sjá nýju nöfnu mína sem fæddist 4 maí. En þó er ég næsta viss um að ef ég væri dauð fengi ég tækifæri til að kíkja milli skýhnoðranna og senda henni alla þá blessun sem þörf er á í þessari annars ágætu veröld.

Veröldin rúllar sinn gang hvort sem ég vakna kát til dagsins eða ekki, skrýtið. Ég held að betra sé að vera kátur í deginum, svona fyrir lífið sjálft.

Njótið dagsins, lífsins og hvers annars.

Það er gott að vera til. Kveikjum á kerti

Vorið kemur með von til mí­n.
 
Sign my Guestbook from Bravenet.com Get your Free Guestbook from Bravenet.com