Heillaráð.
1. Hældu þremur manneskjum á dag.
2. Eigðu hund.
3. Horfðu á sólina koma upp minnst einu sinni á ári.
4. Mundu afmælisdaga.
5. Vertu almennilegur við gengilbeinur.
6. Heilsaðu með þéttu handtaki.
7. Horfðu í augu fólks.
8. Sýndu þakklæti.
9. Vertu kurteis í tali.
10. Lærðu á hljóðfæri.
11. Syngdu í baði.
12. Notaðu silfurhnífapörin.
13. Lærðu að elda góða kjötkássu.
14. Plantaðu blómum á hverju vori.
15. Eigðu vönduð hljómtæki.
16. Vertu fyrri til að heilsa.
17. Lifðu ekki um efni fram.
18. Leggðu meira upp úr húsnæði en bílum.
19. Kauptu góðar bækur þótt þú lesir þær aldrei.
20. Vertu umburðarlyndur gagnvart sjálfum þér og öðrum.
21. Lærðu þrjá brandara sem eru ekki dónalegir.
22. Vertu í burstuðum skóm.
23. Notaðu tannþráð.
24. Drekktu kampavín án nokkurs tilefnis.
25. Biddum um launahækkun þegar þér finnst þú eiga það skilið.
26. Vertu fyrri til að slá frá þér.
27. Skilaðu öllu sem þú færð að láni.
28. Taktu einhvern tíma að þér kennslu.
29. Taktu þátt í námskeiði.
30. Kauptu aldrei hús án arins.
31. Kauptu alltaf af börnum sem eru með hlutaveltu.
32. Eigðu jeppa einhvern tíma á ævinni.
33. Komdu fram við alla eins og þú vilt láta koma fram við þig.
34. Lærðu að þekkja músík Chopins, Mozartz og Beethovens.
35. Gróðursettu tré á afmælinu þínu.
36. Gefðu lítra af blóði árlega.
37. Leitaðu nýrra vina, en sinntu líka þeim gömlu.
38. Varðveittu leyndarmál.
39. Taktu fullt af myndum.
40. Afþakkaðu aldrei heimabakaðar kökur.
41. Gleymdu þér ekki að gleðjast.
42. Skrifaðu þakkarbréf jafnóðum.
43. Gefðu aldrei neinn upp á bátin. Kraftaverk gerast daglega.
44. Sýndu kennurum virðingu.
45. Sýndu lögregluþjónum og brunavörðum virðingu.
46. Sýndu varðmönnum virðingu.
47. Eyddu ekki tíma í að læra klækina í faginu. Lærðu fagið sjált í staðin.
48. Hafðu góða stjórn á skapi þínu.
49. Kauptu grænmeti af garðyrkjumönnum sem nota handskrifuð auglýsingaskilti.
50. Skrúfaðu tappann á tannkremstúpuna.
51. Farðu óbeðinn út með ruslið.
52. Varastu sólbruna.
53. Neyttu atkvæðisréttar.
54. Færðu ástvinum óvæntar gjafir.
55. Hættu að kenna öðrum um. Berðu ábyrgð á lífi þínu á öllum sviðum.
56. Segðu aldrei að þú sért í megrun.
57. Gerðu það besta úr neyðarlegum uppákomum.
58. Taktu alltaf í útrétta hönd.
59. Lifðu þannig að börnum þínum detti þú í hug ef sanngirni, umhyggju og heilindi ber á góma.
60. Viðurkenndu mistök.
61. Biddu alltaf einhvern að sjá um póst og dagblöð ef þú ferð úr bænum. Þetta tvennt er það fyrsta sem þjófar hafa til marks.
62. Njóttu fólks, en ekki nota það.
63. Mundu að allar fréttir eru hlutdrægar.
64. Lærðu að framkalla ljósmyndir.
65. Leyfðu fólki að komast fram úr þér ef þú þarft að nema staðar í umfreðinni.
66. Styrktu ferðasjóð námsmanna.
67. Farðu fram á það besta og vertu reiðubúinn að greiða það sem það kostar.
68. Virstu hugrakkur þótt þú sért það ekki. Einginn sér muninn.
69. Blístraðu.
70. Sýndu börnum hlýju eftir að þú hefur tekið í lurginn á þeim.
71. Lærðu að skapa eitthvað fallegt með höndunum.
72. Gefðu líknarfélögum öll föt sem þú hefur ekki notað í þrjú ár.
73. Gleymdu aldrei tímamótum í lífi þínu.
74. Borðaðu sveskjur.
75. Hjólaðu.
76. Veldu þér líknarfélag og veittu því ríkulega af tíma þínum og fé.
77. Líttu ekki á góða heilsu sem sjálfgefinn hlut.
78. Neitaðu aldrei verkefni sem virðist lítt áhugavert án þess að ræða við fólkið. Hafnaðu aldrei tilboði án þess að hafa heyrt frá fyrstu hendi hvað um er að ræða.
79. Láttu eiturlyf eiga sig og sniðgakktu þá sem í þeim eru.
80. Lærðu að dansa.
81. Varastu að láta hæðnisorð falla.
82. Haltu þig frá veitingahúsum þar sem trúbadorar troða upp.
83. Mundu að í viðskiptum og fjölskyldumálum er traust mikilsverðast af öllu.
84. Ekki keppa við náungann.
85. Hvettu aldrei neinn til að fara í lögfræði.
86. Ekki reykja.
87. Festu lítinn krans framan á bílinn þinn um jólin.
88. Jafnvel þó þú sért vel stæður skaltu láta börnin þín sjá um skólagjöldin sín sjálf.
89. Farðu með dagblöð, flöskur og dósir í endurvinnsluna.
90. Fylltu ísmolaformin.
91. Láttu aldrei sjá þig ölvaðan.
92. Kauptu aldrei hlutabréf fyrir minna fé en þú hefur efni á að tapa.
93. Veldu þér lífsförunaut af kostgæfni. Á þessari einu ákvörðun velta 90 hundraðshlutar af hamingju þinni eða vansæld.
94. Leggðu það í vana þinna ð reynast vel fólki sem aldrei mun komast að því.
95.Mættu þegar gamlir skólafélagar hittast.
96. Lánaðu aðeins þær bækur sem þér er sama um.
97. Hafðu alltaf eitthvað fallegt fyrir augunum, þó ekki sé nema sóley í glasi.
98. Lærðu að vélrita.
99. Vertu stórhuga, en njóttu samt hins smáa.
100. Vertu ekki aðgerðalaus af þeirri ástæðu að þér þykir framlag þitt lítilsvert. Gerðu það sem þú getur.
Njótið hvers annars